mánudagur, október 30, 2006
Ørduleikar
Thetta er Hrefna, fréttaritari emblapunky, sem talar frá Køben
fimmtudagur, október 19, 2006
fabio hinn hvíti...
.
þótt romeo hafi yfirgefið mig eina og allslausa þá læt ég ekki deigan síga... fór strax og fann mér annan... fann hann á sama stað og romeo og hef kallað hinn nýja: FABIO - hinn hvíti :) ég er gríðaránægð með hann og gott ef ekki meira en ég var með romeo... takið eftir að romeo er skrifað með litlum stöfum! FABIO er öðruvísi, manni líður eins og mar sé í öðrum menningarheimi þegar mar þeysist um á honum :) hér er nýjasti meðlimur Emblu & co:

...það skal tekið fram, til að afmá allan misskilning, að romeo var hjólið mitt og var stolið...
.
annars höfum við reynt að taka því rólega eftir mikið annasama helgi... fórum á mánudaginn og fengum okkur löngu tímabæra STEIK!!! mmmmm... þetta var æði :) að vísu ekkert á við almennilega steik heima en mjög gott miðað við kína... eða það höldum við allavega... náttlega í fyrsta skipti sem við smökkuðum þetta hér :) en miðað við fyrri reynslu á matsölustöðum landsins þá er ég nokkuð viss um að þetta hafi verið vel gert...
.
eftir steikina ákváðum við að kíkja í pool og öl... þótt við hefðum átt að fara heim að læra... vorum að vísu ekkert lengi en það var engu að síður ekkert lært það kvöld... skóladeginum daginn eftir var ekki eytt í að læra heldur... sátum bara og spjölluðum (við sem vorum þar) og létum okkur svo fljótt hverfa :) héldum heldur heim til að spisa og glápa á dvd...
.
á miðvikudeginum var okkur svo boðið í hádegismat af prófessornum... okkur öllum og foreldrum Peters sem hafa verið hér síðan á mán... það var að sjálfsögðu ekta kínverskur matur og sérstaklega pantaður með tilliti til hráefnis... og allt hráefnið úr nágrenni Nanjing... margt af þessu er náttlega ekkert gott en það er ótrúlegt hverju mar venst :) eftir matinn ákváðum við að kíkja á KTV með kínversku nemendunum...
.
KTV er stytting á karókí TV... það er ótrúlega mikið af þessu hérna og mætti segja að þetta einkenni kína að vissu leyti... ég hélt náttlega að þetta væri eins og heima, myndum mæta á einhvern bar og syngja fyrir alla sem voru þar staddir... en nei, mér skjátlaðist eins og svo oft hefur gerst hérna... við fengum sér herbergi þar sem er svaka sófi, svið og 2 stórir skjáir... þetta er tekið ansi alvarlega hérna... og þykir mikið gaman og ég veit fyrir víst að ein af kínversku stelpunum notar þetta til að pústa ef hún er slæm í skapinu... hehe... þetta var rosa gaman að prufa en ég lét náttlega ekki plata mig upp á svið... söng einu sinni í karókí á ölver? fyrir ca. 7 árum og mun ekki gera það aftur... ekki einu sinni í singstar :) get bara ekki hugsað mér að gera öðru fólki svona hrikalega vont... hef það ekki í mér :)
...þetta er sviðið í herberginu - Ole & Ecko að syngja...
FYRIR ÞÁ SEM VILJA SENDA MÉR "ALVÖRU" PÓST ÞÁ SETTI ÉG HEIMILISFANGIÐ HÉR TIL HLIÐAR
mánudagur, október 16, 2006
romeo horfinn...
.
annars er án gríns búið að vera brjálað að gera... liggur við að manni líði eins og mar sé nýbúinn með "evaluation" eða "exam"... prófessorinn okkar, hinn sami og við förum í ferðir með, átti að skila 5 greinum um Tíbet í gær (sun kvöld). Hann og hans nemendur hafa hins vegar verið einstaklega upptekin upp á síðkastið og þess vegna voru þau ekki búin að skrifa greinarnar fyrr en á föstudag... þar komum við til kastanna því jú, það þurfti að þýða allt saman yfir á ensku... nú kunnum við ekki staf í kínversku svo aðferðin var "einföld": setjast niður mann á mann og kínversku nemendurnir útskýrðu fyrir okkur um hvað greinin var og við sömdum á ensku... ég mæli ekki með þessu sem þýðingaraðferð en sem betur fer þá náðum við að klára í tæka tíð...
.
við vorum í skólanum frá kl. 9 á fös morgun til að verða 4 í nótt (sun)... þetta er soldið meira en að segja það því nemendurnir kunna mjöööög lítið í ensku... að útskýra eina setningu gat tekið uppí 10min... svo var að skrifa þetta og fara yfir og þá kom oft misskilningur í ljós sem þurfti að leiðrétta... í sjálfu sér þá voru þetta ekki neitt rosalega margar blaðsíður í það heila en frá kínversku yfir á ensku!!! úfff...
.
á móti erfiðinu og stundum pirringi kemur að nú vitum við öll heilmikið um Tíbet... svo koma þessar greinar í bók sem er gefin út fyrir ráðstefnuna... að ég tali nú ekki um hvað prófessorinn finnst við miklir "hard workers" :)
.
"the hard workers" komu svo fram í kínversku sjónvarpi á dögunum... í þætti um varðveitingu gamalla húsa í Daiyang sjáumst við vera að borða með prjónum... þetta finnst kínverjum svaka sniðugt... hvíti maðurinn að borða með prjónum...
.
það má taka það fram að ég efast orðið um að nokkurt okkar kunni að nota hnífapör lengur... fengum okkur pizzu um daginn og hnífapör með og aðferðirnar voru svipaðar eins og að borða með prjónum í fyrsta skipti... ég læt ímyndunarafl lesenda um rest...
.
framundan er svo meiri endalaus vinna í skólanum því vegna mikillar samveru með prófessornum þá höfum við vanrækt "urban planning" kúrsinn... erum ca. 5 vikum á eftir áætlun þar og þurfum svoleiðis að gefa í... í næstu viku erum við svo búin að bóka okkur aftur í þýðingarvinnu hjá prófessornum... í þetta skipti er það sama efni: Tíbet en mikið nákvæmara og ítarlegra... prófessorinn á fullt af efni þaðan því hann fer á hverju ári til að framkvæma "investigation" og hefur nú þegar gefið út eina bók, önnur er að verða tilbúin og þriðja er komin á planið... svo er mjög líklegt að okkar "investigation" í Daiyang komi einnig út í bók :) sver það... mar verður bara frægari og frægari í kína :) nógu fræg erum við fyrir... einkum vegna húðlitar!!! hehe...
miðvikudagur, október 11, 2006
ó romeo...
...en ég mun ekki að gefa mig og ætla mér að halda þetta út til jóla...
.
talandi um shanghai... ég gleymdi að segja ykkur að á föstudeginum í hlægjandi ferðinni góðu þá smökkuðum við frosk... "fried bullfrog"... ég spottaði þetta á matseðlinum og gat ekki látið matverðinn líða hjá án þess að smakka :) froskurinn kom, eitthvert deig utan um bitana og svo snögg djúpsteikt... hann smakkaðist ágætlega... hefði vantað örlítið meira af kryddi en það kemur óneitanlega við hjartað í manni þegar mar sér það græna í gegnum deigið... við áttum reyndar alveg eins von á að fá að velja okkur úr fiskabúrinu og fá hann í heilu lagi á borðið en sem betur fer ekki... held að Mikael hefði farið að gráta þá...
.

síðasta vika var tekin heldur rólega eftir svaðilförina til shanghai... held líka að við höfum öll verið heldur þreytt á hvort öðru... ekki í slæmum skilningi þannig... bara meira svona "gott að fá að sofa einn en ekki í herbergi með öllum hinum" skiljiði??? svo var líka búið að ákveða að förinni væri heitið 3ja sinni til smábæjarins (4 milljónir) Daiyang, þar sem við höfum verið að mæla og teikna nokkur hús...
.
síðasta fös morgun var svo lagt af stað eldsnemma en aðeins 3 af okkur því tveir pésarnir voru orðnir veikir (spurning hvort þeir hafi tekið svona vel á því í shanghai???)... anywho... skelltum okkur beint í að fara yfir teikningar og mæla á nýtt það sem þurfti... svo var náttlega hádegisverður í boði stjórnvalda Daiyang og eins og alltaf ótrúlega vel hlaðið borð... þeir sögðu okkur líka að úr því þetta væri líklega síðasta skiptið okkar þá hefðu þeir pantað lambakjötsrétti sem allajafna er víst ekki gert nema í október... hvers vegna lamb er tengt október hef ég ekki hugmynd um :) fullt af gómsætum réttum og dulítið í ætt við sláturtíð á íslandi... þarna var magi skorinn niður, held það hafi verið hluti af læri, einhvers konar gúllasréttur og síðast en ekki síst... BLÓÐ!!! hvað er að??? einn rétturinn var actually blóð... nema búið að segja svona jelly hleypi einhvern í og búa til blóðhlaup!!! því var svo loks hvíslað að okkur hvað þetta væri því í reynd leit þetta ekki svo illa út... og án gríns, hvíslað að okkur af yngismeynni sem yfirleitt er með í þessum ferðum... hvíslað eins og hún skammaðist sín fyrir þessa vitleysu og viðbjóð!
.
sko, ég komandi frá íslandi, frá heimili þar sem sláturtíð var og er alltaf í hávegum höfð, í fyrri tíð tekið slátur á hverju hausti og borðið mikið af því... ég gat ekki látið diskinn rúlla á hringborðinu fram hjá mér án þess að smakka...
hugsaði bara: blóð... iss, hef nú aldeilis borðið helling af því áður... kannski ekki alveg í þessu formi, hlýtur líka að vera búið að blanda einhverju í þetta... en what the hekk... geri það!
.
viðbjóður! án gríns... þetta er ekkert líkt því að fá smá roða með kjöti eða bíta sig í tunguna... þetta var beisiklí BLÓÐ! ojjj... fékk þvílíka flashbakkið frá því mútta var að blanda blóðinu í blóðmörina... það var nú ekki góð lykt en bragðið er mikið verra!
...blóðmörina er hins vegar ekki hægt að deila um...
(: hún er góð um leið og það er búið að elda hana :)
.
svona er nú veran í kína :) alltaf að smakka eitthvað nýtt og ég er sannfærð um að þessu upplifun yrði nú eitthvað öðruvísi ef mar myndi neita svona tækifærum... hehe... annars er mjög fínt að frétta... erum farin að kíkja einstaka sinnum í Ping Pong (útleggst borðtennis á íslensku) uppí skóla og ég var að enda við að kaupa mér rosa flotta cameru :) (rándýr :/ ) mar getur ekki verið endalaust með þessa litlu í öllum þessum upplifunum hérna í kínalandinu... svo verð ég bara að bjóða í myndasýningu einhvern tíma um jólin eða janúar... reyni nú samt að manna mig upp og drullast til að setja upp nýja myndasíðu :) nenni bara ekki alveg núna...
þriðjudagur, október 03, 2006
shanghai
sunnudagur, september 24, 2006
andrés önd og félagar...
þriðjudagur, september 19, 2006
lítið að frétta...

...fundum þennan félaga um daginn-miklir fagnaðarfundir...
!!!og ég er búin að finna kaffihús sem selur kaffi!!!
...nú vantar bara ljósastofu og "beauty parlor"...
miðvikudagur, september 13, 2006
hundurinn ég...
jæja... þið urðuð öll of sein til að panta að fá að fara með afmælisgjöf handa honum föður karli mínum!!! get ekki sagt að ég sé gríðaránægð með viðbrögðin...
.
maginn komst sem betur fer í lag á föstudag... ég er greinilega ennþá að sleppa vel :) helgin var tekin í rólegheit á föstudeginum því við vorum búin að mæla okkur mót við hóp af liði úr skólanum til að fara í "investigation" ferð... sem þýðir bara það að við þurftum að rölta allan daginn og skoða íbúðarhverfi... kvöldið var að sjálfsögðu tekið í djamm og sun í netta þynnku með McDonald's og tilheyrandi :)
.
á sun kvöldið hringdi svo annar kennarinn okkar og bauð okkur með í "field trip" daginn eftir... sagði að hugsanlega þyrftum við að gista svo við ættum að koma í skólann morguninn eftir með dót með okkur... off we go, í þorp sem við höldum að heiti "diayang", um 1 og 1/2 klst héðan... um leið og við komum var okkur vísað á hótelið okkar svo það var útséð að við myndum eyða þarna nótt... nú, svo tók við fundur með einhverjum ráðamönnum þarna í bæ og svo brunað af stað í hefðbundinn kínverskan hádegismat...
hefðbundinn kínverskur matur er hringborð og þar ofan á er rosa stór glerdiskur sem hægt er að snúa... á þetta er svo raðað alls kyns réttum og mar fær sér að vild...

eftir matinn var okkur tilkynnt að við ættum að rannsaka eitthvert eldgamalt hús þarna... mæla og teikna það allt upp... eyddum restinni af deginum í það sem og fyrr part næsta dags og eftirmiðdagurinn fór í að skoða fleiri gömul hús...
.
þegar mar er í boði stjórnvalda að rannsaka þá er heldur betur stjanað við mann... kvöldmaturinn fyrsta daginn var hreinasta snilld! fengum að eta á stað þar sem allt var gulli slegið... og kínverski maturinn mjög fínn og víni og bjór skenkt endalaust :) það kvöld fengum við disk með hænsnalöpp! það er víst eitthvert kjöt á þessu... og auðvitað smökkuðum við :)
...hænsnalöppin...
seinna kvöldið var ekki síðra... borðuðum á sama stað og daginn áður og alveg eins vel boðið af mat og víni :) nema hvað að það var öllu undarlegri matur á boðstólnum... einhver strákanna hafði víst komið með sérpantanir... það fór svo þetta kvöld að ég smakkaði HUND, DÚFU, og borðað heilan smákrabba (kemur heill á borðið)... hundurinn er nú barasta nokkuð góður... eins og hrossakjöt á litinn en alls ekki eins seigur eða saltur... dúfan var ágæt... lítið kjöt samt á beinunum :) hehe...
...dúfuhaus...
.
í dag þurfti ég svo að skella mér til læknis því það sem ég hélt að væri moskítóbit leit út eins og það væri komin sýking í allt saman... sem hefði ekki verið neitt skrýtið þannig þar sem ég er með nett ofnæmi fyrir þessum kvikindum... nema hvað, það er náttlega aldrei neitt auðvelt í kringum mig! læknirinn segir mér að þetta séu ekki moskítóbit heldur ormabit!!! sem ég náði mér í þegar ég labbaði í gegnum gras á laugardaginn... djöfuls viðbjóður! liggur við að það sé verri tilhugsun um orminn að bíta en að borða hund... heheheh... en ég er sum sé komin á einhvern massa af lyfjum og kremum og á að verða góð eftir helgi...
...verst að ég get ekki verið í kjól um helgina...
föstudagur, september 08, 2006
loksins komin með í magann...
mánudagur, september 04, 2006
vaktararnir...
.
byrjuðum í skólanum á fimmtudaginn... mættum í fyrsta tíma í "workshop" kúrsinn okkar og fengum fyrirmæli um rannsókn sem við þurfum að gera áður en við getum byrjað að hanna heilt íbúðarhverfi... um 9:30 fórum við svo á fund með kennaranum sem hefur víst kennt í USA (veit ekki hvernig hann hefur farið að því!) og fórum yfir hvað hans kúrs snýst um... sem er í stuttu máli saga kínverks arkitektúr með áherslu elstu byggingar (án vestrænna áhrifa)... hljómar allt saman voða vel og við fáum að fara með í "research trips" þ.e. með útskriftarhópnum til að skoða eldri þorp og þannig... áttum reyndar að fara núna um helgina en kennarinn hringdi aldrei...
.
þessi kúrs byrjaði svo stundvíslega kl 10:00 á fim, sem þýðir að hann rekst á við "workshop" kúrsinn... það kemur víst ekki að sök því þar eru ekki eiginlegir fyrirlestrar... okkur var vísað í risa stofu án loftræstingar, fullri af litlum kínverjum... og kennarinn byrjaði að tala ensku sem er nú barasta alls ekki uppá marga fiska! USA my ass... talaði um sjálfan sig, sínar rannsóknir og hvað hann hefur haft mikið að gera í sumar í ca. 30min og gerði síðan það nákvæmlega sama á kínverku! við erum sum sé komin í kúrs þar sem er töluð enska en verður að þýða allt yfir á kínversku líka... pínku glate! það góða er samt að tíminn er ekki nema 2 klst...
.
á fim kvöldið ákváðum ég, mikael og ole að skella okkur á barinn eftir að hafa viðhafst í íbúðinni allan seinnipartinn... fórum að sjálfsögðu á scarlet og hittum þar fullt af liði sem buðu okkur með á litla scarlet! vissum náttlega ekkert hvað þau voru að tala um en þá er annar scarlet annars staðar í bænum... sona morgunpöbb :) þar getur mar djammað langt fram eftir... og þeir selja carlsberg!!! þvílíkur munaður...
.
fös fór svo náttlega meira og minna í netta þynnku... ekki mikið þó, og á laug þá tókum við ole og mikael hjólatúr um bæinn... átti að verða shopping trip en það varð úr að við vorum á ferðinni í um 4 tíma að skoða :) rosa gaman og rétt í bláendann þá náðum við að versla pínu :) um kvöldið þá fórum við út að éta á sama stað og lifandi rækjurnar voru á... held við förum ekki þangað aftur! allavega ekki ég takk... pantaði mér "fillet beef with black pepper"... ég ákvað að gefa staðnum einn séns í viðbót og var alveg á því að þetta gæti nú ekki verið neitt annað en nautasteik með pipar... ekki aldeilis! var í fyrsta lagi ekki rassgat "fillet" heldur steiktir, niðursneiddir gúllasbitar - í kös með ofsoðnum chilipipar ávöxtum! sem betur fór þá tók ég ekki fyrsta bitann því þetta var svooo sterkt! gat ekki étið neitt af þessu... hehe :) ég át bara frá hinum og fékk mér bjór...
.
"fillet beef with black pepper"
.
eftir matinn þá fórum við í innflutningspartý til píu sem heitir hillary (frá írlandi), þar var fyrir komið meirihlutinn af liðinu sem við erum búin að kynnast á scarlet og að sjálfsögðu var haldið þangað eftir partýið... rosa stuð en bara ég og mikael þraukuðum á litla scarlet til um 7 um morguninn :)
.
sun var náttlega slatta þynnka eftir langt kvöld og dagurinn í dag hefur barasta verið nokkuð rólegur... vaknaði að vísu fyrst af heimilinu og beint út í búð að kaupa eitthvað í ísskápinn... og eldaði svo lummur handa liðinu :) heldur betur húsmóðirin...
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
rólegt líf...


aðeins lengra þá kemur stofan okkar á hægri hönd
og á vinstri hönd er borðstofan okkar (herb. strákanna í horninu þarna hægra megin)
beint áfram í gegnum stofuna þá er herbergið mitt inn til hægri
sunnudagur, ágúst 27, 2006
djammið í Nanjing...
.
staðurinn er nú bara rétt hjá okkur og barasta nokkuð góður... sona miðað við að við erum í Kína og mest músík sem er spiluð kemur héðan... en það voru nokkrir slagarar inn á milli sem mar þekkti :)
.
...mikael, ég & peter...
.
hittum slatta af fólki þarna inni, alls konar lið, alls staðar að úr heiminum... svo var snilldin eina á barnum, fékkst 6 bjóra fyrir 100 yuan... ca. 800 kall ISK! mínusinn var kannski að mar drekkur þetta helvíti hratt... svo mar nái bjórnum örugglega köldum :) vorum samt ekkert svakalega lengi... komin heim um 4 leytið... það kom þó ekki í veg fyrir það að ég svaf allan daginn í dag eins og ég geri yfirleitt eftir djamm til ca.7! eða sona með hléum... svo asskoti gott af sofa :)
föstudagur, ágúst 25, 2006
romeo

minn nýi, eini og sanni romeo... eins og stílaður á mig!
ATH...must að lesa færsluna fyrir neðan...ATH
lifandi rækjur...
.
nýjasta orðatiltæki allra hér verður framvegis "life is like a meal in china, you never know what you're gonna get!"... þannig var nú maturinn... ég og Ole pöntuðum "quick boiled shrimps in creme"... í vestrænum heimi hefði þetta útlagst hugsanlega eitthvað á þennan veg: snögg soðnar rækjur í rjóma (rjómasósu?)...
.
það er víst ekki hægt að ætlast til þess að enskan sé á einhvern hátt vestræn... því þegar rækjurnar komu þá voru þær lifandi í rauðri sósu sem átti ekkert skylt við rjóma! gellan sem kom með þetta hristi þetta aðeins til og hélt nú aldeilis að þær væru þá dauðar og skellti þessu á mitt borðið... þær voru eldhressar! sátum öll á gláptum með viðbjóðissvip á þessar hressu litlu rækjur reyna að berjast fyrir lífi sínu... þá kemur önnur gella aðsvífandi og hristir skálina soldið meira og þá var lífið murkað úr þeim...
.
þetta voru ekki sona bleik/hvítar rækjur eins og mar er vanur, heldur pínkulitlar gráar/gegnsæjar með andlit! mar getur náttlega ekki verið þekktur fyrir að prufa ekki svo við skelltum þessu í okkur... slepptum reyndar andlitinu, en það var sama og ekkert bragð af þeim... ekkert gott eiginlega :)
.
nema hvað, svo kom restin af réttunum... það átti að vera cashew hnetu réttur en var sumsé hræra af kjöti úr öllum flokkum + einhvers konar ávextir! smakkaðist svo sem ágætlega en niðurstaða dagsins hjá hópnum var að framvegis myndum við leiða þjónana á milli borða staðarins, finna girnilega rétti á borðum annarra gesta og benda!
.
restin af deginum fór svo í að hanga heima og bíða eftir að internet gæjarnir kláruðu sitt... Ole og Mikael fóru og keyptu í matinn og elduðu tja... held það besta sem ég hef fengið síðan ég kom :) kvöldið var svo bara tekið rólegt, kíkti aðeins á götumarkaðinn hérna nálægt, prúttaði um verð á sokkum og keypti mér skó fyrir 100 yuan... sem er ca. 800 kall ISK... kalla það gott verð fyrir PUMA skó :)
.
í dag var planið að tengja "wireless router" en það varð að sjálfsögðu eitthvað vesen... fengum einhverja gæja til að redda þessu en þeir kunna ekki neitt... vonandi reddast það á morgun því netið er í mínu herbergi og soldið óþægilegt að geta ekki gengið um það eins og mig lystir þegar aðrir eru á netinu...
.
restin af deginum verður tekin róleg bara... það er svo steikjandi hiti úti að það er varla hvítum manni bjóðandi að vera annars staðar en þar sem er loftræsting! en ef ég þekki mig rétt þá kíki ég nú eitthvað aðeins í búðir... hehe :)
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Kína bebí!!!
.
við hittumst öll á Kastrup um 10 leytið á mánudagsmorgun og áttum flug kl 12:30... strákarnir eru búnir að hlægja mikið að mér fyrir að vera með mikið af farangri... NB - mér finnst það ALLS ekki mikið fyrir 4 mánuði... allavega, þegar við tékkuðum okkur inn þá tékkaði Ole aðra töskuna mína með sinni inn (þeir voru allir með ca.12 kíló og ég með ca. 40!) og þegar ég tékkaði mig inn með stóru töskunni þá var hún OF þung!!! hef aldrei lent í öðru eins... taskan var 35 kíló og ég þurfti að taka 3 úr... svo hún færi í gegn... hin taskan farin og allt í volli!!! ég var náttlega eins og fífl þarna og strákarnir tróðu í sinn handfarangur og ég tók fullt af drasli sem ég þurfti síðan að dröslast með alla leið til Shanghai...
.
eftir þetta sá ég fyrir mér að ég yrði til vandræða alla leiðina en sem betur fer ekki :) ekkert mál í gegnum security hliðið og svo beint upp í vél til Helsinki... stoppuðum þar í 2 tíma og svo í 9 tíma flug til Shanghai... hélt ég fengi fráhvörf frá nikótíni á leiðinni en sem betur fer þá gerðist það nú ekki... þið sem þekkið mig best vitið að þetta var nett áhyggjuefni :) reyndi meira að segja að finna einhvern sem seldi svoleiðis í Helsinki... en mar verður víst að láta sig hafa það!!! og gekk bara helvíti vel :)
.
flugið var bara nokkuð gott, náði að sofa slatta og lesa helling... lentum svo í Shanghai kl 07:10 að staðartíma... fórum í loftið frá Helsinki kl 16 að okkar tíma! þar vorum við búin að missa ca. 6 tíma og vorum 1 og hálfan tíma að komast í gegnum flugvöllinn... endalausar raðir í passport control... greyið Peter (ráðgjafinn okkar hér) var búinn að bíða í 2 tíma eftir okkur í 27 stiga hita... og þvílíkur helvítis hiti og ógeð! löbbuðum á vegg um leið og við komum út... ekki séns að vera neins staðar án þess að hafa loftræstingu... og við þurftum að bíða í 2 tíma eftir rútu til Nanjing... á meðan komu þessir mestu hitaskúrir sem ég hef á ævi minni orðið vitni að... hellt úr fötu hvað! ekkert á við neitt sem mar hefur séð áður...
.
rúta um 11 leytið í ca. 4 og hálfan tíma... sem betur fer með loftræstingu! á leiðinni stoppuðum við og ég hljóp út að pissa... og strax fyrsta daginn minn í Kína notaði ég holu klósett... fyrsta sem ég velti fyrir mér var hvort allar kínverskar konur væru með hland á löppunum... það vita það allar konur að það spreyast aðeins svo lengi sem mar vandar sig ekki þeim mun meira og það skiptir engu hvort mar er að pissa í holu úr postulíni eða ekki... ég reyndar vandaði mig rosa mikið svo það fór ekkert út fyrir!!! hehe...
.
Nanjing um 16:30... sem betur fer aðeins sofið á leiðinni (hrökk 2svar upp því ég var byrjuð að hrjóta!!!) og nokkur leit gerð að taxa sem við síðan máttum ekki taka því við vorum með svo mikinn farangur... þá var okkur vísað á “minibus” taxa... og beinustu leið í íbúðina okkar... oh lord... fyrsta sem ég hugsaði að ég hefði alveg eins geta sleppt þessum bólusetningum því ég ætti eftir að deyja á leiðinni! umferðin hérna er svo massívt caos! bílar, hjólandi, mótorhjól, gangandi... allt í einni kös og svo keyrir liðið eins og brjálæðingar og taka endalaust framúr og liggja á flautunni á meðan... fórum í 2 bílum og ráðgjafinn með mér og Simon í bíl... Ole, Mikael og Peter í hinum... vissu náttlega ekkert hvar við áttum heima... þó var búið að segja bílstjóranum það... en hann villtist... hehe... strákarnir í sjokki... en komust þó á leiðarenda fyrir rest :)
.
íbúðin er frábær... allt massa fínt hérna og loftræsting í hverju herbergi :)baðherbergið mitt er fyrir framan herbergið mitt svo ég deili því með gæjunum... það er bara hið besta mál, erum með annað líka :) en rúmið hérna eru hreinn viðbjóður! það er eins og að leggjast bara á gólfið þetta er svoooo hart!!! held við verðum að reyna að redda okkur mýkri yfirdýnum...
.
þegar við vorum búin að skoða íbúðina þá skelltum okkur í búðina :) það er alltaf gaman í nýjum löndum! gekk nú bara nokkuð vel sko... eigum allavega smá að eta og vatn! fórum síðan út að borða í gær og það var bara gaman! skildi enginn neitt í ensku á staðnum og ekki séns að það væri til matseðill á öðru máli en kínversku... endaði með því að við bentum á myndir og önnur borð inni á staðnum til að panta :) samt búin að prufa líka að herma eftir kjúkling og sona!!! hehe... þetta var snilld... fengum rosa góðan mat líka :) og allir voða mikið að skoða okkur...
.
fórum síðan á röltið í hverfinu okkar sem er nú bara nokkuð fínt inni á milli... alltaf götumarkaður hérna nálægt með alls konar dóti og mat og öllu... og það blokkar bara umferðina! ekkert verið að loka götunum neitt... bara redda þessu hehe...
.
þetta er algjör snilld að vera kominn og mega skrýtið að reyna að tjá á frummálinu... sem er handapat!!! hehe... held þetta verði massa gaman og er líka barasta nokkuð ánægð með strákana... fínir gæjar :) læt heyra í mér sem fyrst aftur...
MIÐVIKUDAGUR
dagurinn í dag var bara nokkuð fínn eftir heldur strembna nótt... ekkert okkar náði heilum svefni vegna vankunnáttu á loftræstikerfin í herbergjunum og harðrar dýnu! ekki það að mar hafi ekki upplifað svefnleysi áður... held það sé nú bara nokkuð eðlilegt í nýju húsnæði og nýju landi :) morguninn fór í að fylgjast með tæknimanninum og eiganda íbúðarinnar ræða saman og reyna að finna lausn á internetvandamálinu... sem er sumsé búið að leysa núna... en var ekki þegar þetta var skrifað! ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með fólki tala saman kínversku... allt öðruvísi hljómfall heldur en mar þekkir... mar veit aldrei hvort fólk er að rífast hástöfum eða bara spjalla :) held reyndar að við höfum ekki ennþá séð neinn rífast...
.
Simon og Peter fóru út að skoða meira á meðan við hin biðum og keyptu wok pönnu og í hádegismatinn... barasta helvíti vel lukkað hjá þeim :) eftir matinn fórum við með Peter Jii (ráðgjafinn) að vesenast í bönkum að borga leigu og á löggustöðina að skrá heimili... eins og annars staðar í heiminum þá tekur þetta alltaf soldinn tímann sinn... og mikið er þetta alltaf jafn leiðinlegt! endalaus bið og vesen... enduðum svo eftirmiðdaginn í supermarkaði að kaupa yfirdýnur, kodda, sængur, suðupott fyrir hrísgrjón og alls konar drasl í eldhúsið... og auðvitað mat :)

.
læt heyra aftur í mér sem fyrst :)
mánudagur, ágúst 14, 2006
stutt í kína...
en þetta hljómar sum sé allt voða vel enn sem komið er... er ennþá á landinu en fer á þriðjudag til Köben og verð þar í smá chilli í nokkra daga :)
reyni að vera dugleg næstu vikuna að rifja upp sumarið og henda inn myndum :)
föstudagur, júní 23, 2006
saga litla
Sjöbba hetja er búin að eignast litla stelpu :) Hún var rosa stór þegar hún fæddist eða 16,5 merkur og 53 cm. Er öll með fullt af svörtu hári og blá augu... algjör prinsessa :)
.

Saga litla
.
Nú er mar bara kominn í nett pabba hlutverk :) verð hjá sjöbbu í ca. viku, þó það séi ekki nema til þess að hún komist í sturtu :) svo þarf mamman víst líka að borða vel og ég ætla að sjá um það... rosa gaman að vera komin í þetta... hún er svoooo mikil rúsína :)
fimmtudagur, júní 08, 2006
búin...
miðvikudagur, maí 31, 2006
flutningar...
mánudagur, maí 22, 2006
eurovision
.

.
vorum heillengi að... eiginlega of lengi... en það kom ekki að sök... vorum búin setja upp miða fyrir nágrannana og sögðum þeim að koma bara niður ef þeim fyndist vera of mikill hávaði... og það kom enginn :)
.
skelltum okkur svo á rust um hálffjögur leytið... vorum þar í dansiballi til um sex... ótrúlega gott kvöld... massa gaman að enda svona vel eftir þessi ca. 2 ár sem við höfum búið hér... nú er bara næsta skref að fara að pakka fyrir alvöru og koma öllu draslinu heim á klakann... og læra massívt á sama tíma!
laugardagur, maí 13, 2006
cola...
mánudagur, maí 08, 2006
málningardagur...
.
á öllum mínum fullt af árum hef ég sjaldan kynnst eins mikilli snilld og átti sér stað hér síðasta laugardag... hingað mættu galvaskir vinir vorra til að skíta sig út... sum sé að hjálpa okkur að mála pleisið...
.

markmiðið var sett hátt... klára alla 160 fermetrana þennan sama dag... öll vissum við að það væri vel hugsanlegt að við yrðum fyrir vonbrigðum en hópandinn getur yfirbugað allt... þetta rokgekk allt saman og allir settust á eitt að ýta undir alla hina að klára sem fyrst... og það tókst!!!

.
húshaldarar voru búnir að lofa öl og grilli í laun fyrir þennan góða dag og það heppnaðist með eindæmum vel... halli chef tók að sér borðhaldið og eldun og sjá um að liðið færi satt úr húsi eftir erfiðan dag... massa góður matur þar á ferðinni :)
.

fimmtudagur, maí 04, 2006
sumarið loksins komið...

sunnudagur, apríl 23, 2006
kína here i come...
þriðjudagur, apríl 18, 2006
engin partý...
.
.
já, soldið óþolandi að hafa sona tilfinningar togast á... kærleikur til náungans og tillitssemi á móti dónaskaps í minn garð (á mar að láta það líðast???)... svo er spurningin hvort við höfum ekki líka verið dónalega í allra annarra garð???
.
hef enga trú á að þetta komi niður á okkur sem skemmtanaglöðum manneskjum... það er nóg af pöbbum í kringum okkur þar sem ölinn kostar lítið :) gæti barasta orðið meira spennandi að þurfa alltaf að vera ready fyrir ákveðinn tíma og drulla sér út úr húsi... hver veit???
mánudagur, apríl 17, 2006
innbrotsþjófur...
laugardagur, apríl 08, 2006
föstudagur, apríl 07, 2006
endalaus bjór...
föstudagur, mars 24, 2006
lítið bloggað...
það er rétt... ég hef ei nennt að blogga og verið þónokkuð buisy... tja... allavega þóst vera það :) margt, mikið og skemmtilegt gerst síðan við síðustu skrif... það sem kemur helst upp í hugann eru tónleikar með cardigans... þvílík einasta snilld!!! og gott fyllerí eftir á... á sunnudagskvöldi! segiði svo að mar sé ekki buisy...
ákvað síðan með örlitlum fyrirvara að skella mér á klakann... sem ég held ég hætti að fara að kalla klakann... þvílíkt sumarveður sem ég fékk :) var himinlifandi með það þar sem það er búið að vera bítandi frost hér "heima" síðan ábyggilega ég kom eftir jólafríið... og fyrir þá sem ei vita, þá er frost hér miklu verra en heima... já, pabbi minn... það virkar svo miklu, miklu kaldara... og það nær alveg inn að beini... endalaust óþolandi að búa við þessar aðstæður... íslendingar í köben komnir með frostþunglyndi! ekkert skammdegisþunglyndi hér neitt...
anyways... þá skellti ég mér heimheim til að kíkja á sýningu í höllinni: "verk og vit"... gríðarfræðandi og endulífgaði heil ósköp áhuga minn á því sem ég fæst við í daglegu lífi... svo var ég líka að troða mér á kortið hjá teiknifyrirtækjum sem voru á svæðinu... óheppin þau sem voru þar ekki! stutt en gríðargott stopp :)
held reyndar að það sé aðeins að hlýna hérna... þurfti allavega ekki að vera í lopapeysu í dag!!! og þá strax fær mar auðvitað sumarfiðringinn... langaði voða mikið að skella mér á eins og eitt gott fimmtudagsdjamm... en aðeins þegar ég horfði út um gluggann... vissi alveg að það væri of kalt um leið og sólin hyrfi!
svo... því sit ég hér að bæta úr bloggleysi undarfarna daga (vikur???)... búin að læra helling í kvöld... ákaflega montin :)... er að hlusta á nick drake og með kveikt á animal planet... það eina sem mig skortir er ölinn!!! stenst þó freistinguna köldu sem er inni í ískáp að æpa á mig... því það er læri dagur á morgun og stutt í próf... þá er víst bannað að fara að missa sig í of mikla skemmtun! er nebblega búin að plana annað kvöld... þá verður sötrað yfir ljúfum tónum Trabant sem ætla að troða upp á Bryggen... fullt af góðu fólki á leið þangað og hver veit nema mar kíkji eitthvað meir eftir það???
djöfull... fattaði núna að fram undan er gjörsamlega viðburðasnautt líf...
miðvikudagur, mars 01, 2006
þykjast læra...
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
krónuvesen...
kláraði námskeiðið í skólanum á fös með 11... alls ekki amalegt það :) gríðarstolt af sjálfri mér og hópnum mínum... sérstaklega þar sem þetta var námskeið á "línunni" minni, arkitektúr :) svo byrjaði önnin fyrir alvöru síðasta mánudag... nýr hópur, nýtt verkefni sem stendur alla önnina... hljómar spennandi og gæti barasta orðið nokkuð skemmtilegt :)
kíkti í mat til ástu & arnars í gær... fékk íslenska bleikju a la ásta... þvílík snilld! massa góður matur... massa gaman að taka slúður session með ástunni... og rosa gaman að sjá strákana... held ég hafi barasta ekki séð þá síðan í október... usss! Logi orðinn svaka stór og allur í að spjalla og Loftur ekki lítið búinn að stækka og safna meira hári!!! og líka svona hrifinn af mér... allur að hlægja og læti :)
rokkari dauðans...
feðgarnir...
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
fuglaflensa...
mánudagur, febrúar 13, 2006
þorrablót...
föstudagur, febrúar 10, 2006
í lagi með mann...
hef verið að fá soldið af spurningum að heiman um hvort það sé ekki bara allt að verða vitlaust hérna og hvort ég eigi ekki bara að drulla mér heim svo ég sé úr allri hættu...
neineineinei, pabbi minn!!! það er nú aldeilis ekki svo... held að það sé næsta víst að það gerist eitthvað... hvað og hvenær er ekki séns að segja til um... það þýðir hins vegar ekkert að láta það stoppa sig í að lifa, sjáiði til :) mar er bara ligeglad...
svo er líka orðin svo helvíti fín gæsla hérna... löggan á þvílíku varðbergi sko... má hvergi finnast bakpoki, þá er hann sprengdur upp... í viðurvist um 100 löggumanna :) svo hafa verið að ég held tvenn mótmæli hér... aðallega múslimar en allt ferlega friðsamlegt og aðallega til að mótmæla ástandinu niður frá... held að meirihluti múslima hér sé ekkert að fíla þetta...
en auðvitað er þetta ástand sem er ja... ofarlega í huga flestra hér... og þeir verða að fara að gera eitthvað í málunum áður en þetta verður mikið verra... nógu slæmt er það samt! og fullt af fyrirtækjum hér að tapa massa money í leiðinni... það er allavega lágmark að ritstjóri Jyllandsposten segi af sér...
en ég hef fulla trú á að þetta leysist upp... og eins og fyrri skrif segja þýðir ekkert að láta þetta hafa áhrif á sig... það gerist þegar það gerist... "bara brosa" sagði mér nokkuð sniðugur maður :)
annars allt massa fínt að frétta... er að taka út eitthvert vampíru tímabil núna... næ ekki að snúa sólarhringnum rétt... sem orsakast hugsanlega af því að það er mjööög lítill skóli at the moment... einungis um 8 tímar á viku :) mar kvartar nú ekki yfir því neitt sko :) er búin að vera í soldið miklum "ölhitting" fílíng síðan ég kom heim og þá er nú alltaf gott að geta sofið aðeins út :) það má sona rétt eftir að mar kemur... :)
um helgina er svo þorrablót íslendingafélagsins í köben!!! er búin að kaupa mér miða í mat + ball og er orðin gríðarspennt... ætlað taka "dömuhittingdressupmakeup" dag með henni dagnýju og kannski smá kokteil með :) ætlum að hittast um 2 leytið þegar karlahópurinn sem sveimar í kringum okkur fer að keppa í fótbolta og svo verðum við með tilbúinn kokteil fyrir þá þegar þeir koma heim... haldið á blót rétt fyrir kl 6 og djammað eitthvað fram eftir í hópi 600 íslendinga :) ekki amalegt það...
lofa að henda inn myndum strax eftir helgi af hinu stóra blóti en endilega tékkið á síðunni... fullt af nýjum myndum komnar inn...
...das vampire at 3 o'clock...
mánudagur, janúar 30, 2006
spámaður...
Fíkjutré - Skynsemi 14.06-23.06 & 12.12-21.12