miðvikudagur, júní 30, 2004

easy going...

jæja, ekki þunn í dag... fórum samt að sjálfsögðu á barinn í gær með liðið, tókum nokkra öllara :) hins vegar var maginn eitthvað að segja til sín... hann höndlar ekki svona mikinn bjór á svo fáum dögum...hehe!! björt frænka kom í gær, mætti í þynnkupleisið... ég var ekki upp á mitt besta, get ég sagt ykkur!!! en ég held ég hafi meikað það sæmilega, lagði mig loksins og sótti síðan ask og beggu út á völl... þau svaka spennt að vera mætt til köben :) fór með þau í bæinn í dag og þau versluðu heilan helling, svo hittum við hrefnu og fórum á magnaðan veitingastað, la veggia senora... held ég:) svaka góður ítalskur veitingastaður... svo var bara tekið rólegt kvöld... ekki einn einasti bjór!!! á morgun ætlum við að massa túristann og skella okkur í dýragarðinn... það verður örugglega fjör, fór þangað sjálf í fyrra! það er nú nett gaman að túristast, ég tala nú ekki um þegar ég veit svona margt...híhí!!!
stelpurnar á leið á roskilde, fóru að tjalda í gær og allt pakkað!!! gussa gekk um í ca. 2 tíma að leita að plássi og fékk loksins við göngustíg úti í horni... og gæslan víst svaka hörð... alveg bannað að tjaldið nái smá út á stíginn... veit ekki hvað liðið ætlar að gera sem að kemur á morgun eða hinn... þau verða bara að tjalda ofan í klósettunum!!!
- ÖNNUR MÁL:
ánægð með Grísinn...

mánudagur, júní 28, 2004

enn og aftur þunn!!!

jebba, enn og aftur þunn!!! var líka þunn í gær... hehe, geri lítið annað en að djamma... við tókum góðan djammara í gær, komum síðan heim og héldum áfram... svo drapst ég...hehehehehe, hrefna þurfti að hátta mig... ég lá ofan á gussu...hehehehehehehehe!!! fór sem sé á djammið á laug, með rakel sem er með hrefnu í boltanum, mjög gaman :) og djammið í gær var svona meira óvart!!! við reyndum að vekja gussu þegar við komum heim, EKKI SÉNS!! en svo vaknaði hún þegar ég lá ofan á henni... hehe
askur og begga koma í kvöld, það verður stuð að túristast með þeim, ég verð orðin ferlega reynd í allri köben eftir viku...
jebba, ég kem heim eftir viku, hlakkar nú soldið til að taka djammarann heima... getur bara alveg eins verið að ég komi með þér í útileguna sigurveig... alltaf stuð hjá hjúkkunum!!! any way, ég held ég sé hreinlega ennþá aðeins í því... verð að leggja mig svo ég verði í lagi þegar parið kemur... svo förum við beint á barinn...!!! bið að heilsa.......

miðvikudagur, júní 23, 2004

ekki þunn!!

neibb, ég er ekki þunn í dag :) fórum samt í gær á pöbbinn okkar og horfðum á danmörk-svíþjóð í EM, massa stemmari, það var allt að verða vitlaust! pöbbinn pakkaður af dönum sem voru allir komnir aðeins í glas, einn of mikið og náði ekkert að fylgjast með leiknum... söng bara hástöfum og öskraði... hann er pottþétt gott efni í bullu!!! annars var ég að spá í að halda í bæinn í dag, en það er alltaf þessi helvítis rigning... ég er að verða nett geðveik!!! keypti mér reyndar ferlega flotta skó í gær og belti við... svona "sex in the city" skór er mér sagt af betri mönnum! en mig langar svo massívt í flottar buxur, fékk ekki um daginn í mínu númeri... á það skilið að fá buxur... er það ekki??? góð leið til að sannfæra sjálfan sig um að eyða peningum sem maður á ekki til... mæli ekki með því að gera mikið af þessu...híhíhí! samt gerir maður þetta aftur og aftur... farið nú varlega með peningana ykkar... ég ætla samt ekki að gera það!!! bið að heilsa, sjáumst e. 2 vikur :)

þriðjudagur, júní 22, 2004

enn meiri þynnkudagar!!

endalaus rigning!!! það er búið að rigna hérna í 2 vikur og á ekkert að stytta upp fyrr en á laug... hefði betur verið heima í fríi og sólbaði... óska öllum íslendingum til hamingju með þetta wonderful veður sem þið fáið... annars tók ég annan þynnkudag á sun, hef ekki orðið svona svaka þunn í endalausann tíma... gat ekki borðað og langaði bara að æla allan daginn... fór í nett blackout nóttina áður, held ég hafi hreinlega drukkið sterkt vín... ekki nógu gott!!! en hvað gerir maður ekki þegar ölið er búið??? en þetta var svo sem í lagi... bara góður bömmer á sun!
EM í fullum gangi, ég og gussa alltaf á pöbbnum okkar að horfa á fótbolta... það er reyndar ferlega skemmtilegt... góður stemmari, öskur og læti-og að sjálfsögðu mikið af öli :) erum á leið niður í kvöld að glápa á danmörk-svíþjóð, það verður örugglega pakkað af fólki og vonandi skemmtilegur leikur :) svo er víst búið að plana djamm aftur á morgun....... veit bara ekki hvort ég get meira... meika ekki þessa f*****g þynnku??? týpískt samt að ég eigi eftir að skrifa hér næst í þynnku á fim!! sjáum til :)

laugardagur, júní 19, 2004

þynnkudagar...

vonandi hafa allir átt góðan þjóðhátíðardag!! hérna var rigning, eins og hefur verið undanfarna viku og verður alla næstu viku!!! algjört helvíti... annars er haldið upp á 17.ann laugardaginn eftir hérna í köben, en ég stórefast um að það verði eitthvað skemmtilegt, hef aldrei séð eins mikla rigningu og er núna... annars var bara helvíti fínt hjá okkur, við elduðum góðan mat og ég fékk svaka fína pakka!! vorum náttlega að halda upp á afmælið mitt, 17.ann og það að stelpurnar voru búnar í stóra prófinu, nú eiga þær sálfræðiprófið eftir á mán. svo skelltum við okkur út á lífið, ekki lengi samt. ég þurfti að skilja hjólið mitt eftir á steriobar, setti vitlausan lykil í lásinn og braut lykilinn... hann var fastur inn í lásnum!!! meira fíflið... annars held ég að við hrefna séum að fara í partý í kvöld, fótboltapartý... gæti orðið stuð :) gussan er að vinna á morgun þannig ég held hún komi ekki með og helene er á leið heim til foreldra sinna. bið að heilsa og party on!!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Afmælisdagur!!

ÉG Á AFMÆLI Í DAG!! nálgast sífellt meir þrítugsaldurinn, finnst ég eiginlega vera komin á þrítugsaldurinn opinberlega í dag!! Sjöbba varð þess heiðurs aðnjótandi að óska mér fyrst af öllum til hamingju... grunar að hún hafi sent mér sms á leið í vinnu í morgun :(reyndar hrefna e. miðnætti í gær)... annars verður nú ekki mikið um að vera á þessum ágæta degi, stelpurnar að fara í stóra prófið sitt á morgun og eftir það verður tekin nett afmælisveisla... ætlum að grilla úti í garði og fá okkur smá öl... ég ætla reyndar að gera mér glaðan dag, fór í klippingu í morgun (komin með stuttan topp!!) og er á leiðinni í bæinn að kaupa mér geðveikar buxur :) hver veit nema ég versli meira...
annars fengum við loksins botn í 7-11 málið í gær... þetta var ekkert rán heldur skotárás fyrir utan!! snarbilað lið hérna, einhverjir gaurar að rífast og annar skaut þá bara á hinn... vitni segja að þetta hafi verið 3 skot en löggan fann bara 2 og smá blóð en ekki gaurana... þeir hafa ekki sést meir... það besta var að ég, gussa og agla sátum á barnum okkar (við erum að tala um ca. 20 skref frá) og heyrðum ekkert!!! vorum heldur ekkert að kippa okkur upp við alla löggubílana sem voru að keyra framhjá...hehe, svona getur maður verið gjörsamlega í sínum heimi, sínum chillheimi... annars er allt gott að frétta, finn á mér að þetta verði góður dagur, sérstaklega ef buxurnar eru til í mínu númeri...

þriðjudagur, júní 15, 2004

gerðist ekkert meira spennandi í gær... ekkert eitthvað sem kemst einu sinni í fréttirnar hérna!
ÉG Á AFMÆLI Á MORGUN!!!!!!!!!

mánudagur, júní 14, 2004

allt að verða vitlaust!!!

Það er allt að verða vitlaust hérna... það var verið að ræna 7-11 hérna á horninu hjá okkur, allt morandi í löggum og búnir að girða allt af!! þetta er nú meira hverfið sem við búum í... á að vera svaka gott en nei, ég er rænd og stuttu síðar 7-11 um hábjartan dag. örugglega verið sami lúðinn og rændi mig, það er endalaust af fólki alltaf á ferli hérna sem þýðir eiginlega allt of mikið af vitnum fyrir ræningjann... þeir stíga nú ekki í vitið, greyin!!! læt ykkur frétta af framgangi mála...

Lítill gutti kominn í heiminn!!

Þórey og Halli búin að eignast lítinn strák :) til hamingju með það, þið verðið að kíkja á síðuna hennar, það eiga víst að koma inn myndir... ég er annars enn í sama fílingnum... að gera lítið sem ekkert...hehe. gussa kom heim á fös og við skelltum okkur á cardigans tónleika í tívolíinu, nett gaman, allt of mikið af fólki samt og lélegt hljóðkerfi... eftir tónleikana skelltum við okkur í fámennt en góðmennt partý og fórum síðan á stað sem er hérna rétt hjá okkur... það var fínt bara :) á laug var gussa að deyja úr þynnku en ég náði nú samt að plata hana á pöbbinn okkar og hún skellti sér á einn bjór... sem urðu að nokkrum í viðbót!! vorum svo bara þar fram á rauða nótt :) helvíti fínt!! minni þynnka í gær, lágum bara í sólbaði úti í garði og horfðum svo á videó um kvöldið... ég fékk reyndar ekki vott af brúnku, varð ekki einu sinni rjóð... alveg glatað, skil þetta bara ekki...
óska þóreyju og halla aftur til hamingju með guttann, hlakka til að sjá hann þegar ég kem heim...
VIL BARA MINNA YKKUR Á AÐ ÉG Á AFMÆLI Á MIÐVIKUDAGINN, 16.JÚNÍ!!!!!!!!!

föstudagur, júní 11, 2004

endalaus leti...

segi nú ekki mikið... fór í sólbað í dag... fyrsta skiptið í viku sem var veður til þess, verð nú nett frústreruð ef ég fæ enga brúnku áður en ég kem heim. Nú fer Þórey að fæða þá og þegar, átti að eiga í fyrradag... vona bara að hún haldi í sér þar til 16. þá er líka tilvalið að skíra eftir mér :) nei, annars bið ég ekki um svoleiðis... hvað ef ég myndi vilja skíra barnið mitt eftir mér... en myndi þó ekki verða reið eða neitt... hehe.

Var bara eiginlega að koma heim af pöbbnum mínum sem er hérna á 1.hæðinni í húsinu okkar, helvíti nett að eiga svona hverfapöbb þar sem afgreiðslufólkið þekkir mann, svo er líka alltaf tilboð á bjór fyrir kl. 21, samt hálf hallærislegt að mæta þangað ein með bók í hönd eða bara tala í símann... en það eru mjög oft sætir strákar þarna og oftar sætir strákar að labba framhjá, lítið mál að skemmta sér við að horfa á þá... þarf líka að æfa soldið daðrið, get ekki haldið svona áfram, hef ekki hözlað allt of lengi :/ Hözlaði reyndar svona nett um daginn, talaði við einhvern gæja á leiðinni heim af djamminu, svo ætlaði ég nú bara að kveðja hann þegar ég var komin inn um hliðið í garðinn okkar... þá mætti einhver vinur hans og ætlaði inn... punky brjálaðist, henti honum út, gæinn sem ég var að tala við hljóp og ég var rænd af guttanum!!! það besta var að honum hefur örugglega brugðið hvernig ég brást við og skilaði helvítis símanum sem var það eina sem hann náði...hehehehehehehe... LÚÐI!! þannig það verður farið varlegar næst :)
ég er sem sé í endalausri leti, varla að maður nenni að klæða sig á daginn, búin að taka fyrir helstu búðirnar og skoða mig um og bíð því spennt eftir að gussa komi heim á morgun... ætlum á cardigans tónleika í tívolíinu annað kvöld, og væntanlega nett djamm :) bið að heilsa öllum og heyri vonandi í ykkur soon...

þriðjudagur, júní 08, 2004

fór loksins að versla í dag!!

jæja, ekki mikið búið að gerast síðan ég skrifaði síðast!! tek lífinu með stakri ró í köben...hehe. fór nú samt út úr húsi í dag og skellti mér í bæinn, náði meira að segja að versla smá (myndu nú ekki allir kalla þetta smá) eldaði síðan mat fyrir lærustelpurnar þegar ég kom heim, gerði það nú reyndar líka í gær.....hmmmmm, er að verða eldhúsmella, svei mér þá!! annars er það í fínu lagi, hef þá eitthvað að gera :)
Í morgun var ég búin að hanga heima í samtals 3 daga... ætlaði reyndar að vera ferlega menningarleg í gær og skella mér á eitt safn eða svo, vaknaði um 2 leytið, tók því svaka rólega, allt í einu klukkan orðin 20 yfir 3 og ég fattaði að allt lokar klukkan 4. LÚÐI... þannig ég skellti mér bara á barinn minn, sem er á neðstu hæðinni í húsinu okkar, fékk mér öllara og las aðeins í bók. styð öl + bók og horfa á sætu strákana labba framhjá og jafnvel koma inn :) endalaust af þessu liði hérna :) maður verður nú samt að vera með allt á hreinu ef það fer út í eitthvert hözl... hér eru hins vegar meiningar okkar kvennanna við vinsælar höfnunarsetningar - það skal takast fram að karlmaður samdi þetta... gæti þó passa svona nokkurn veginn...hehe - heyrust síðar

10 VINSÆLUSTU HÖFNUNARLÍNUR KVENNA

10. Ég lít á þig sem bróður
Þú minnir mig á nördann í "Deliverance"

9. Það er dálítill aldursmunur á okkur
Ég vil ekki vera með manni sem gæti verið pabbi minn

8. Ég hef ekki "þannig" áhuga á þér
Þú ert ljótasta fífl sem ég hef nokkurn tíma séð

7. Líf mitt er of flókið núna
Ég vil ekki að þú eyðir allri nóttinni hjá mér annars gætiru
heyrt símtölin frá öðrum mönnum sem ég er með.

6. Ég á kærasta
Ég vil frekar köttinn minn en þig

5. Ég fer ekki út með mönnum þar sem að ég
vinn

Ég myndi ekki fara út með þér þó að þú værir í
sama "sólkerfi", hvað þá í sömu byggingu

4. Það ert ekki þú, það er ég
Það ert þú

3. Ég vil einbeita mér að starfsferlinum
Jafnvel eitthvað jafn leiðinlegt og þreytandi og vinnan mín
er betra en að fara út með þér

2. Ég er hrifin af öðrum
Þó að þú værir síðasti maðurinn á jörðinni þá myndi ég ekki
fara út með þér

1. Verum bara vinir
Ég vil að þú sért hérna svo að ég geti sagt þér í ítrustu
smáatriðum um alla hina mennina sem ég hitti og sef hjá.
Það er þetta karlmannslega sjónarhorn.

laugardagur, júní 05, 2004

ruglið eina!!

kann ekkert á þetta dót!! reyni þó eins og ég get og allt ætti að vera komið þegar líður frekar á mánuðinn... ekki eins og ég hafi ekki tíma!!! gussa á spáni og stelpurnar að læra á fullu... hékk heima í allan gærdag og ætlaði að skella mér í búðir í dag en nei... þjóðhátíðardagur dana og allt lokað!! og engin hátíðarhöld!! hanga heima í allan dag líka... ég og hrefna ætlum reyndar að skella okkur í bíó í kvöld, á brad pitt myndina sem ég man ekkert hvað heitir :)

föstudagur, júní 04, 2004

start

Jæja, mín bara búin að koma sér upp bloggi!! Var nokkuð viss um að það myndi aldrei gerast...... Sjáum til hvernig það gengur...hehe