föstudagur, september 04, 2009

Grænlendingar

er ekki löngu kominn tími á færslu??? held ég hafi lofað oftar en einu sinni lýsingu á grænlendingum... hef ekki skrifað því ég er ennþá að meta þá :P en ég reyni að koma þessu sem best frá mér... tek það fram að þetta er auðvitað mín tilfinning fyrir grænlendingum og þeirra samfélagi - sem er fullt af dönum :P
.
Mér finnst grænlendingar gott ef ekki svipaðir íslendingum - þó vantar þessa endalausu sjálfstæðisbaráttu og "þú ert ekkert betri en ég" viðhorf... en ég finn að þeim langar að komast þangað og eru svo sannarlega á leiðinni með breytt viðhorf eftir að hafa fengið sjálfsstjórn
.
Grænlendingar eru og hafa verið kúgaðir af dönum... sterkt orð en svona er það... danir hafa gert margt gott en það vantar alltaf eitthvað uppá og grænlendingar líta upp til dana með allt! þar kemur inn sjálfstæðisbaráttan... eins og þeir treysti ekki að þeir viti og geti gert hlutina á sama hátt ef ekki betur... þeir eru líka hræddir við að gagnrýna dani og þeirra hætti en það hefur nú heldur betur breyst í vinnunni hjá mér eftir að ég kom :P ekki það að ég sé að drulla yfir dani öllum stundum en ég lít ekki eins upp til þeirra og treysti því að ég viti suma hluti betur :P
.
Þeir hafa hins vegar haft það nokkuð gott undir dönum, hafa t.d. fengið bloktilskud þannig þeir þurfa ekki að kaupa sér húsnæði, leigja það frá kommúnunni eða sjálfsstjórninni... svo er social kerfið svipað hér og í DK, hér kostar ekkert að fara til læknis eða fá lyf en það vantar hins vegar algjörlega uppá að breyta samfélagshugsuninni þegar kemur að drykkju og látunum sem henni fylgir... þar finnst mér danir hefðu mátt koma sterkar inn... samfélagið lítur ennþá framhjá ofbeldi gegn konum að hálfu maka og ég sá unga stelpu, ólétta og blekaða í bænum fyrstu helgina mína hérna... enginn sagði neitt og mér var sagt að þetta væri hluti af grænlandi sem ég þyrfti að sætta mig við! nei takk... þá vil ég frekar eiga þátt í að breyta viðhorfinu...
.
Börnin ganga laus eins og hundarnir... auðvitað ekki öll en rosa mikið um að þau séu hreinlega sjálfala á gangi um bæinn... held þeim líði nú ekkert illa og þetta er auðvitað lítill bær (15þús) þar sem flestir þekkja alla :P kannski er þetta bara svona í sveitinni...
.
Menntunarstig hérna er mjög lágt, hér er ennþá há prósenta ólæsis og flestir sem klára grunnskóla taka "erhvervsuddannelse" nokkurs konar starfsþjálfun og svipar líka til iðnnáms... þó á algjörlega öðruvísi stigi en við skilgreinum það á íslandi... þetta kemur frá DK og er svo sem ekkert út á það að setja en verra þegar hér um bil allir sem á annað borð mennta sig taka þess háttar menntun í staðinn fyrir menntaskóla og svo háskóla... þetta veldur því að mér finnst þeir stundum sjúklega vitlausir :P meina það ekki illa en þegar maður hefur tekið mismunandi stig menntunar þá kemur ákveðin reynsla með og meira common sence :P
.
Það er líka mikið um "svona hefur þetta alltaf verið" viðhorf sem ég held samt að fari að breytast... maður sér tekin hænuskref hér og þar í þá áttina allavega, enda hlýtur það að koma með aukinni sjálfstæðishugsun... ímynda ég mér allavega :P
.
Ég er alveg viss um að ég fái að taka þátt í breytingum á viðhorfum hér :) hlakka mikið til og held að með aukinni áherslu á sjálfstæði þá komi auknar kröfur á samfélagið til betri og meiri menntunar, held að fólkið í landinu fari að gera auknar kröfur til sjálfs síns og setja sér háleitari markmið... og með aukinni menntun þá breytast önnur viðhorf t.d. til drykkju og ofbeldis ásamt uppeldi barnanna :)
.
Samlet op: grænlendingar eru rosa fínt fólk og ótrúlega gott og auðvelt að eiga samskipti við þá, þeir eru þolinmóðir og allir af vilja gerðir til að hjálpa (allavega mér!) :P samfélagið er langt á eftir íslandi en það kemur... strax byrjaðir að komast lengra :) þeir mega líka margir eiga það að þeir víla ekki fyrir sér að ganga í hlutina og redda þessu! það á mjööög vel við mig :)
.
Ég er allavega afskaplega hrifin af landi og þjóð þrátt fyrir hnökra hér og þar :) ég er rosa ánægð hérna, líður vel í vinnunni og fæ mikið hrós frá mínum yfirmönnum :) alltaf jafn mikið að gera en mér finnst það nú bara gaman, allavega enn sem komið er :)
.
Ég er svo að hugsa um að taka mér 3 vikna frí um jólin og ná góðum tíma heima og ágætis stoppi í köben hjá hrefnu sys... þarf að fljúga þar í gegn, er víst ekki á það hættandi að fljúga gegnum kulusuk þar sem maður er oft veðurtepptur þar í lengri tíma á veturna, ætla ekki að vera þar um jólin! enda kostar það svipað að fljúga þangað og svo heim, eins og að fljúga til köben og svo heim :)
.
Eins og ég sagði í byrjun þá er ég alltaf að meta grænlendinga :P það er alveg eins víst að það komi önnur svipuð færsla seinna með breyttu viðhorfi mínu til þeirra :) en ég held ég hafi komið þessu ágætlega frá mér núna...