laugardagur, desember 08, 2007

svefnganga...

lenti í því skemmtilegasta og fyndnasta sem ég hef lent í lengi hér á heimilinu síðastliðna nótt... þarf reyndar ekki mikið til eins og sést á færslunni á undan þar sem ég á mér ekkert líf :P
.
sambýlingurinn minn tók sig til og hélt skemmtun fyrir mig... hann tók það upp að ganga í svefni :) hef reyndar heyrt frá skyldmennum hans að hann hafi átt þetta til áður og því kom þetta mér ekki mikið á óvart...
.
diddi "vaknaði" sem sagt og strunsaði fram í eldhús, að ég hélt til að fá sér að borða en að hann hefði gleymt því að hann ætti ekkert til... nema hvað, hann opnar jú ísskápinn heyri ég og er eitthvað að stússast í smá tíma, opnar síðan inn á bað (við hliðina) að ég hélt væntanlega til að nota það en passar sig svo á að harðloka því hérumbil strax aftur... pínku pirruð því það heyrist svo svakalega í þessari helvítis hurð og ekki má gleyma því að ég sef í stofunni og vakna því við allan umgang :) næsta sem hann gerir er að rölta inn í leggst uppí sófa og sofnar...
.
ég vissi að það væri ennþá opið inn til hans því í þeirri hurð heyrist einnig mikið og ég hafði ekki heyrt hann loka... inni hjá honum er notabene skítakuldi þar sem ekki er skrúfað frá ofninum og sá kuldi leggst yfir alla stofuna ef mar passar ekki að loka :P ég skellti mér á fætur, lokaði hurðinni, fór inn á bað (til að nota það!) og er ekki þá þar pokinn sem við söfnum dagblöðum í!!! hehe... kallinn að taka til eða??? svo fór ég aftur uppí rúm og ákvað bara að leyfa didda að krassa í sófanum en um leið og hann byrjaði að hrjóta þá rak ég hann inn... þurfti lítið til sko :)
.
það verður reyndar að fylgja þessari sögu að diddi kom heim fyrr um nóttina af djamminu og eftir því sem fólk segir mér þá verður hann oft soldið spes í svefni sökum drykkju... hef til að mynda stundum vaknað við hann vera að rífast við einhvern uppúr svefni og það er yfirleitt eftir bjór eða svo...
.
eins og þetta var lúmskt fyndið þá var ekki eins fyndið að þetta var í annað skipti sem ég vaknaði við roomyinn þá nóttina... fyrst þegar hann kom heim af djamminu og svo þetta... og ofan á þá gat ég ekki sofið fyrir hrotum og þurfti að reka hann inn...
.
fólk, ég á ekki kærasta af ástæðu!!!
.
vaknaði svo ekki fyrr en að verða 12 eftir erfiða en lúmskt skemmtilega nótt sem setur allt læriplan úr skorðum í dag... en þá verð ég bara að drekka minna á jólabingóinu í kvöld og læra meira þunn á morgun :P

föstudagur, desember 07, 2007

2 vikur...

ekki nema það þar til ég kem heim í 2 vikna pásu :) eða þannig... ef ég næ að klára meirihlutann af þessu fjandans verkefni fyrir jól þá getur mar tekið því rólega á klakanum en ef ekki... þá er það bara áframhaldandi læralæra!!! komin með prófdag sem er 16.janúar og það verður sko að standa sig! vona að mér gangi betur en í evaluation sem ég fór í í vikunni... ekkert alltof frábært... en what the hell... ég á mér ekkert líf hérna og hef ekki átt í ansi langan tíma og mun ekki eiga þar til ég kem heim... get svarið það, aldraður faðir minn á sér meira félagslíf en ég! án gríns...
.
annars er allt fínt að frétta... kemur allt að mestu leyti fram hér að ofan, á ekkert líf, geri ekki annað en að læra (eða reyna það allavega), þarf að halda því áfram og gefa vel í... komin með atvinnutilboð... verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim samningum :)
.
hlakka rosa til að koma heim og hitta alla :)

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Danmörk - Ísland

!!!leikur - bleikur - sleikur!!!
.
djíses... fór á leikinn í kvöld og það fór eins og gamla sagan! skellti mér fyrir fullt af pening í skítakulda að styðja okkar menn og sjaldan séð annað eins... ekkert spil og baunarnir unnu með 3 mörkum gegn engu... stemningin í stúkunni var ekki 100% og má kannski kenna því um... en ég vil nú heldur meina að þetta sé liðið... verð að viðurkenna að ég er ekki nógu mikill stuðningsmaður í mér til að gera svona lagað aftur! það gengur ekkert hjá þeim!
.
fokk... hvað er maður að eyða pening og dýrmætum læritíma í svona vitleysu???
.
...farin að læra og einbeita mér að því að láta ekki hafa mig út í svona ever again...

mánudagur, nóvember 19, 2007

stór og góður dagur :)


vá, fullt að gerast í dag...
.
fékk einkunn fyrir BS ritgerðina í dag... skrifaði um íslenska byggingasögu og fékk að sögn leiðbeinandanum mínum "stóra" 10!!! hann var alveg á mörkunum að hækka upp í 12 þegar ég var að spjalla við hann en ég gleymdi víst veigamiklu atriði í innganginum: skrifaði ekki af hverju ég valdi þetta efni... þannig að 10 varð að "stórri" 10 :) held það sé um 9 og hálfur á klakanum...
.
svo fékk ég vinnu í dag... hjá Fjarhitun :) á reyndar eftir að semja um launin en fer í það á næstu dögum og krosslegg fingur og vona að ég fái það sem ég bið um... allavega mjög nálægt því! veit ekki alveg hvað ég geri annars...
.
svo talaði ég við litla bróður í dag... og hann og Helga Björg voru að trúlofa sig í gær!!! til hamingju þau!!! þvílík hamingja á öllum bæjum í dag sko...

skötuhjúin

.
já, sko stór og góður dagur í dag :) búin með 1/3 af önninni og ekki amaleg einkun þar :)
.
nú er bara að drullast til að halda áfram...

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

one done... on to go!

jæja... búin með prófið og það fór eins og ég vissi :P var ekki búin með mikið og var sagt að ég þyrfti að "step on it!"... sem betur fer þá voru ekki margir búnir með meira en ég og einhverjir með enn minna :)

nú er bara að halda áfram í sama gírnum... drífa í þessu svo maður geti verið búinn fyrir jól... nenni ekki að vera í stressi með þetta þegar ég er heima :) kem heim að kvöldi 20.des og verð líklega til 4.jan... hef ekki ennþá keypt miða, er að bíða eftir næsta kortatímabili :P

ég er sum sé totally að fara á hausinn hérna... fæ svoooo lítið frá lín að það dugir ekki einu sinni fyrir leigu og því sem ég þarf að borga :( er í því að hækka yfirdráttinn og auka stressið með... held ég biðji bara um peninga í jólagjöf... hehe, og bið alla um að gefa mér bjór þegar ég kem heim!!! :P

lokaorð... veit ekki hversu lengi ég nenni þessu bloggi áfram... virðist ekki vera sem margir lesi það! sama og engin komment... hmmmmm

laugardagur, nóvember 10, 2007

fljótt skipast veður í lofti...

jú, þetta sagði einn af mínum sambýlingum síðasta þriðjudag...
.
ég bjó sum sé með Didda og Brynju, hans ektakvinnu hér í litlu íbúðinni í Valby... svo síðasta mánudag ákvað skvísan að fara heim á klakann... missir fyrir okkur bæði... þannig að við Diddi erum hér tvö eftir og vonandi helst það nú fram yfir jólin :)
.
en út í allt annað... af hverju í andskotanum heldur maður að það sé hægt að gera allt á einni nóttu??? ótrúlegt... önn eftir önn er ég komin með upp fyrir haus af verkefnum því ég kann ekki og meira reyndar nenni held ég ekki að vinna skipulega... klára eitt verkefni, tek mér svo frí í allt of langan tíma og lendi í þvílíku veseni með að klára næsta stig!!! fucking helvíti...
.
er sum sé upp fyrir haus hérna að reyna að klára ansi margt á immit alltof stuttum tíma... og við tekur nákvæmlega sama batteríið þegar það er búið! shit hvað ég nenni þessu alls ekki!!! djöfuls ógeð... er alveg með gubbuna hérna af skólanum og ef ég væri ekki á síðustu önninni þá myndi ég fara í frí! og eins og staðan er í dag þá er ég orðin ansi stressuð um að ég falli hreinlega!!! shæt mar... það má bara alls ekki gerast!
.
svo náttlega eins og alltaf þegar mar á að vera að læra þá gerir mar allt annað... :P er búin að vera voða dugleg að naglalakka, húðhreinsa, ljósast, taka til, þvo þvott, vaska upp og finna mér ástæður fyrir að "þurfa" að fara niður í bæ :) en ég er líka í fylleríspásu - ekki sama og bjór pásu - og vonandi hefst þetta allt saman... fæ samt pottþétt spark í rassgatið á þriðjudag þegar ég fer í mat... :P ekki þannig að það hafi ekki gerst áður... hehe
.
framundan hjá mér er sum sé... díla við spark í rassgatið... sparka sjálf í rassgatið á mér... drullast til að gera allan fjandann... fara á ísland-danmörk... fara á julefrokost og læralæralæra!
...
hilsen fra skide kolde sjöppenhavn...

þriðjudagur, október 30, 2007

bloggleysi...

var að fá kvörtun yfir bloggleysi bæjarins... smá innskot til að reyna að bæta úr því :)

búin að skila ritgerðinni... fæ út úr því í viku 47 (allt í vikum hér sko...) hef ekki verið dugleg síðan ég skilaði og er því að renna á rassgatið með stóra útskriftarverkefnið hérna... sé fram á vökunætur næstu ca. 6 vikurnar!!! sona er að drulla sér ekki í gírinn...

er í því þessa dagana að sækja um vinnur með náminu því ég sé fram á að verða gjaldþrota ef ég fæ ekki meiri pening... helvítis LÍN!!! er að vona að ég fái vinnu uppá ca. 15 tíma á viku og með því vona ég líka að ég verði örlítið skipulagðari... virkar oft þannig sko... því meira sem mar hefur að gera því meira kemur mar í verk :)

djammið alltaf á sínum stað... þó búið að minnka það samfara peningaleysi og er því einungis djammað hér einu sinni í viku (einungis já!)... lítið að frétta þaðan utan að ég hitti gaur fyrir um 2 vikum sem bauð mér á deit og ég fór! rosa gaman, var reyndar soldið stressuð um að ég myndi ekki þekkja hann aftur því ég mundi ekki alveg hvernig hann leit út... mundi samt að það var rosa gaman að tala við hann og mundi alveg eftir að hafa gefið honum númerið mitt!!! en ég skellti mér og þekkti hann um leið og hann kom :) rosa gaman á deitinu... massa fínt að tala við hann en ég komst að því að hann er færeyingur og bara 22 ára!!! enginn neisti þar sko... svo fékk ég sms um helgina þar sem hann spurði hvort ég vildi hitta hann aftur og ég svaraði bara: held því miður ekki... :P best að vera hreinskilin ekki satt???

annars gengur allt í haginn, öllum kemur vel saman á heimilinu og við erum orðin þvílíkt dugleg að elda alltaf heima og spara saman :) mjöööög ánægð með það :)

framhaldið: fara út að hlaupa, elda áfram heima, spara og drullast til að klára verkefnið!!!

laugardagur, október 06, 2007

var ég ekki búin að lofa djammsögu???

here it is...

where to begin???

byrja á kollegibar hlínar þar sem við fórum "óvart" á djammið á fimmtudegi fyrir 2 vikum síðan... ég orðin fínt vel í glasi og á mínu daður tímabili... sé svona líka sætan gæja og hözzla hann :P nema hvað... hann átti hvergi heima en gisti hjá vini sínum sem bjó í eins herbergja íbúð á umræddu kollegi og ég var í gistingu hjá hlín og átti heldur hvergi heima... vinur hans var sko alveg sáttur það kvöld að lána okkur íbúðina :P ekki mikið meir um það kvöld....


svo síðasta laugardag bauð afmælisbarnið hún hlín fullt af fólki að mæta á barinn og drekka og fagna stórafmælinu :) það var stuð fram eftir kvöldi og mætir ekki mitt fyrrverandi hözzl... ennþá jafn sætur :) vorum bæði voða kammó fyrst en endaði að sjálfsögðu í hözzlinu aftur :P ekki annað hægt... nema hann átti hvergi heima ennþá og enn í gistingu hjá vininum... en vinurinn var reyndar í svíþjóð það kvöld svo það var lítið mál að vera þar :)


svo kemur pönchið... ég vakna eftir gleði næturinnar um kl. 6:30 við það að vinurinn stendur yfir okkur að reyna að vekja hözzlið mitt... verð að taka það fram að vinurinn er eins flaming gay og hægt er að ýminda sér - reynið að sjá þetta fyrir ykkur... standandi yfir rúminu og aðeins ein sæng! anyhú... hann byrjaði strax að skamma hözzlið mitt, man reyndar ekkert hvað hann var að segja en náði því að ég átti sko ekki að vera þarna... vinurinn kom sko heim með nýja gæjann sinn! vinurinn fór svo fram á gang svo maður gæti nú klætt sig en hözzlið mitt í því að rífast við hann í gegnum dyrnar á meðan á því stóð... svo allir komnir í föt, opnað fram, haldið áfram að rífast og bang! haldið þið að hözzlið mitt hafi ekki bara ákveðið að flytja út þarna strax um morguninn... ég forðaði mér fram á gang, hözzlið byrjaði að henda út dóti, ég skildi ekki neitt í neinu, annar vinur þeirra sem bjó á sama gangi líka að fylgjast með og skildi heldur ekki neitt... við erum sko að tala um að henda dótinu fram á gang... líka matnum! þetta var náttlega mesta drama sem ég hef á ævinni orðið vitni að!!! og ég náttlega ennþá full... og tók þátt í dramanu... var öll: er þetta mér að kenna??? og felldi tár, hringi í hlín sem kom yfir og sagði mér að koma mér út, en nei... ég vildi vera áfram í dramanu!!! hvað er það??? var á endanum fullvissuð um að þetta væri nú alls ekki mér að kenna heldur löngu tímabært drama!!!

þetta tók nú smám saman enda og ég löngu hætt að fella tár (voru bara nokkur :P) og þegar hözzlið hélt hann væri kominn með allt þá spurði ég hann hvað planið væri og hann vissi það nú bara alls ekki! þannig ég og vinurinn sem býr á sama gangi fórum aðeins að taka til í draslinu og raða því í kassa og þannig... og færa það nær lyftunni svo það yrði auðveldara að flytja... vinurinn á ganginum fór svo inn til sín og bjó til strawberry daquiry sem við síðan drukkum sitjandi á ganginum með búslóð hözzlsins við hliðina! endaði svo sem allt vel þó svo ég vildi ekki fá símann hjá mínum... meika ekki gay drama helvítis! ekki aftur...


hef aldrei á ævinni lent í öðru eins! og að ég skyldi hafa tekið þátt í þessu... hahahahahaha... never again! en ég ætla ekki að lofa því að ef ég hitti hann aftur að það gerist ekkert... híhíh...


langar í lokin að skella hér inn mynd af mér fyrir þrem árum síðan og annarri sem var tekin bara núna um daginn... check out the difference :)



...ég í skólanum fyrir þremur árum...


...þremur árum seinna og alltaf lítur mar betur út í svarhvítu...

miðvikudagur, október 03, 2007

mál að blogga á ný...

er það ekki??? ansi margt búið að ganga á síðan síðasta blogg :)

íbúðin tilbúin til útleigu og allt gengur fínt þar...
hætt í vinnunni... í bili???
fór til túnis í tvær vikur með mestu snilldarhjúkkunum...
komin aftur til köben í leiðindaskólann og alveg að verða búin...

!!!Túnis!!!

Þvílík snilldarferð! Ég, Sigurveig og Úlfhildur skelltum okkur í afslöppunarferð... og þannig var hún út í eitt :) Ódýrt að lifa og búa þar þannig við vorum að mestu á 4 stjörnu hótelum... möst að hafa sundlaug! Fórum ansi víða á skömmum tíma en náðum samt sem áður þvílíkri slökun... Alls konar snilldar hlátursköst, fullt af athygli (á tímum ooof mikið) og flashback til Benidorm '97... bara dæmi um góða tíma í ferðinni :)

Læt myndirnar tala frekara máli...


hitinn óbærilegur í byrjun skoðunarferðar í Carthage... aðeins að hvíla sig í skugganum áður en lagt var í hann


útsýni í Carthage


hurðir og gluggar eru alltaf máluð blá í Sidi Bou Said

Ég er mest smart!


Útsýni frá kaffihúsi í Sidi Bou Said


Hláturskast í Sousse


Einkasundlaugin okkar í Mahdia... stundum var einn maður þarna en hann hvarf fljótlega eftir að við opnuðum munninn og misstum okkur í hlátri...


Útsýnið frá þaki hótelsins þar sem sundlaugin var


Erkióvinur Úlfhildar

Ekki alltaf hægt að flatmaga í sólinni :) Hreyfa sig aðeins...
Ég eignaðist gríðar ungan aðdáðanda... sem við köllum Alibaba frá Mahdia


Hláturskast í einni lestarferðinni

Held að þetta sé skrýtnasta mynd sem er til af mér...


Rölt í gegnum crowdið í Medinu Túnisborgar í 45 stiga hita


Nýbúnar að borða á fína Dar Bel Hadj

Kveðjustund í London
Þessi ferð var meiriháttar snilld eins og sjá má... á líklega eftir að koma með fleiri færslur eftir því sem maður man meira smáatriðin :)
en þessa dagana er aðalmálið í lífinu að klára helvítis dissertationið... bévítans ritgerð... á að skilast 12.okt. planið er að reyna að klára á sun... vona svooo að það hafist svo mar hafi góðan tíma til að lesa yfir og láta aðra hjálpa sér með það :P
svo er bara að skella sér á fullu í lokaverkefnið!!!
læt heyra í mér brátt... hver veit nema ég komi með djammsögu???

þriðjudagur, maí 08, 2007

skrýtnir dagar

skrýtnir dagarnir hjá mér þessa dagana... og verður víst eitthvað áfram! er ennþá að vesenast í íbúðinni svo dagurinn hjá mér er yfirleitt vinna hjá Fjarhitun 8-ca.6 og svo á Gunnarsbrautina til um 9 eða 10... eftir þannig dag deyr mar náttúrulega bara af þreytu :)
.
mér tekst þó merkilegt nokk að djamma einhvers staðar þarna á milli... sem ég er mjög ánægð með :) alltaf jafn gaman að enda hauslaus niðrí bæ og láta koma sér í leigubíl :P
.
eins og þið sjáið þá er nú ekki mikið merkilegt hægt að segja af mér... ég er t.d. ekki búin að meiða mig neitt í þessum framkvæmdum (húrra), ekki einu sinni smá skráma með pínku blóði! veit ekki hvort ég eigi að vera massa ánægð með það eða velkjast í vafa um hvort ég sé þá nokkuð eins mikill töffari og ég hélt ég væri???
(kannski ég hendi mér niður stigann í von um að brjóta á mér hendina svo ég geti sagst hafa lent með hana undir baðkari eða eldhúsinnréttingu... og fundið töffarann í mér aftur...)
.
...alveg yrði það nú samt típískt að ég myndi meiða mig óviljandi á næstu dögum...
og allir myndu halda að ég væri búin að tapa mér og hefði actually hent mér niður stiga eða hreinlega lagst undir eldhúsinnréttinguna...
.
vona samt ekki því helgin framundan er náttúrulega ein sú stærsta í djammbransanum á þessu misseri... það er víst roskilde upphitun á ellefunni góðu á fös kvöld... er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég mæti þangað, ætla ekki á roskilde og held mig langi meira til að vera eiturhress á laug... í glamúrklæðnaði, á sturlað háum hælum, með eurovision remix undir arminum, kafmáluð og ekki má vanta hoffinn í hönd... jafnvel að mar hafi fyrir því að útbúa eins og einn mohito áður en lagt er í'ann að heiman...
.
svo má að sjálfsögðu alls ekki gleyma að stór hluti af þessu góða fólki sem ég hef umkringt mig með er að klára prófin nú um helgina... og þá eiga náttúrulega allir skilið að djammað verði með þeim :)
.
með þessum orðum kveð ég og óska öllum góðs gengis í prófum og komandi sukkerí...

mánudagur, apríl 23, 2007

vinur...

!!!mikið svakalega á ég frábæra vini!!!
.
gengur rosa vel að laga íbúðina, búin að mestu að mála, er að fá nýtt eldhús í dag, baðið klárast vonandi í vikunni og ég á þetta allt vinum mínum að þakka!!!
.
takk æðislega til allra sem hjálpuðu til og að sjálfsögðu líka til hinna sem reyndu að komast :)
.
...mar verður bara klökkur...

föstudagur, mars 30, 2007

loksins...

jú, stóru fréttirnar loksins komnar í höfn!!! mikið var...

staðan er þannig í dag að ég er orðin íbúðareigandi í annað sinn! og alls ekki amaleg eignin það... samtalst um 200m2 á Gunnarsbraut í Norðurmýrinni :)
ferlið að ná í peninga fyrir þessu er búið að taka soldið lengri tíma en ég hélt en í dag var skrifað undir svo ég er sum sé orðin eigandi að fullt af fermetrum fyrir fullt af peningum!
við tekur svo "renovation" eða endurnýjun húsnæðisins því mér er sagt að það líti ekkert alltof vel út... jú, mér er sagt! hef nebblega aldrei séð þetta :) ekki einu sinni á myndum!

ég er augljóslega búin að missa það hérna! en ég er samt miklu meira spennt fyrir verkefninu framundan :) þetta verður held ég nákvæmlega það sem mig hefur lengi langað... kaupa íbúð í niðurníslu og gera hana upp sjálf :)

er að vísu ekki alveg ein í þessu... upprunalega er þetta hugmynd föður míns svo hann verður með mér í þessu verkefni :)

annars er að frétta frá köben að ég er búin að hafa það svaka gott... í mega tjilli, fullt af öl og fullt af góðu fólki :) skólinn fékk að sjálfsögðu að kenna á því... var að klára lokapróf sjöttu annar í dag og rétt skreið...

en hey, held mar megi skríða einu sinni á þessarri blessuðu skólagöngu... er það ekki???

framundan... djamm um helgina, UK að heimsækja Finna á sun, Ísland á föstudaginn langa og djamm þá helgi... svo beint að vinna og ná sér í pening fyrir þessu fasteignabraski :)

annars er ég að hugsa um að lofa því að verða duglegri að blogga svona fyrst ég er komin á gamlar slóðir :) fylgist því spennt með...