sunnudagur, september 24, 2006

andrés önd og félagar...

endalaust mikið að gera þessa dagana... þurfum að skila af okkur öllum teikningum af húsinu sem við mældum og helst fyrir síðustu helgi! á miðvikudag þá vöktum ég og mikael alla nóttina við að teikna og hittum svo prófessorinn á fim... jújú, hann var allt í lagi ánægður og flutti þær fréttir að við værum að leggja í hann eftir klukkutíma í sama bæ og síðast... við tvö vorum nú ekki alveg á því að fara eitt né neitt sökum svefnleysis og sendum því hina þrjá af stað og komum okkur heim í háttinn...
.
á föstudag fór ég svo á stúfana að leita að fokdýrri myndavél :) var búin að fá upplýsingar um hvert ég ætti að fara og snaraði mér uppí leigubíl og benti á kortið... ekki málið, hann lagði af stað... stuttu síðar stoppaði hann fyrir utan sjoppu og mér skildist að hann ætlaði að kaupa sér e-d að drekka... hann kom til baka með ís og gaf mér...
.
ég varð náttlega voða ánægð að vera dekruð sona þar til mér varð litið á pakkningarnar... þetta var klaki með grænum baunum bragði!!! ekki sona grænar ORA baunir heldur eitthvað allt annað sem ég kann ekki heitið á...
.
ég varð náttlega að smakka ísinn og þótti hann ekki góður... ég gat náttlega ekki bara hent ísnum út um gluggann svo driverinn sæi... það hefði þótt einstaklega dónalegt og ég efast ekki um að hann hefði hent mér út á eftir ísnum... svo ég lét mig hafa það að borða ísklaka með grænum baunum... nema hvað, eftir eins og 3 bita þá fannst mér ég allt í einu stödd í sögu af mikka mús og félögum í einu af andrés blöðunum mínum... hún er eitthvað á þessa leið:
.
mikki er gerður ábyrgur fyrir því að kaupa afmælistertu í afmæli mínu músar... hann snarast í búðina á leiðinni í veisluna og ákveður að kaupa dýrindis ístertu... þegar til mínu er komið er tertan sett á borðið og lítur bara mjög vel út, allir smakka og á flesta gesti kemur ógeðissvipur... nema náttlega guffa, honum finnst tertan einstaklega góð og svona líka sniðugt að hafa tertu með gulrótum og súrum gúrkum... ojjjj...
.
mína verður öll fúl út í mikka fyrir að hafa keypt sona vonda tertu og hann greyið skilur ekki neitt... hélt hann hefði keypt hindberjatertu... mikki fer af stað og mína með í búðina... þau kaupa nýja köku sem þau opna á staðnum og það er það sama uppá teningnum þar... einhvert grænmeti í tertunni... mikki er að sjálfsögðu ekki sáttur og fer í verksmiðjuna að kvarta... honum finnst þetta nú eitthvað dubíus allt saman og ákveður að fela sig í frystinum þar til um nóttina...
.
þá gerist það! um miðja nótt koma mörgæsir með fullt af grænmeti og hræra því út í ísinn eftir skipunum frá fyrrverandi starfsmanni! sá gæji hafði víst aldrei fengið neitt annað en grænmeti sem barn, aldrei sælgæti, því pabbi hans var garðyrkjubóndi og nú skyldu sko allir hinir fá að finna fyrir því... mikki slæst að sjálfsögðu við gæjann og endurþjálfar mörgæsirnar á mínútu til að búa til góðan ís... og svo fer hann með nýja tertu til hennar mínu sinnar :)
.
jú, þetta var ég að hugsa alla leiðina í taxanum... þar til bílstjórinn fór að reyna að tjá sig eitthvað um svefn... benti á mig og setti hendur undir kinn og benti svo á sig og gerði það sama!!! þetta gerði hann í annað sinnið og þá bað ég hann vinsamlegast að stoppa bara, þetta væri orðið fínt! því vesturlandabúinn sem ég er fannst hann vera að tala um að við ættum að sofa saman!!! hann hefur þó örugglega bara verið að tala um hvað hann væri þreyttur... hvers vegna hann benti á mig veit ég ekki...
.
ég fann svo náttlega aldrei neina búð sem selur fokdýrar myndavélar... fór þess í stað í mallinn og keypti hitt og þetta :) endaði daginn á að vera lamin af lítilli kínverskri stelpu!
.
þannig var málið að ég ákvað að dekra mig og fá mér handsnyrtingu... jújú, gellan benti mér á blað og spurði hvaða pakka ég vildi... ég hef náttlega aldrei farið í sona þannig að ég skellti mér á dýrasta pakkan, 700 kall...
.
þetta byrjaði allt saman voða vel, pússað og klippt... svaka smart... svo kom hún með heitan þvottapoka og sagði mér að setja hendurnar saman líkt og ég væri að biðja og vafði pokanum utan um og hóf að nudda hendurnar... svo byrjuðu barsmíðarnar... hún lamdi í handarbökin á mér með hnúunum!!! mér brá náttlega svaðalega en ég er nú enginn aumingi svo ég sagði ekki neitt... þetta tók allt saman enda fljótt og þá kom hún með krem og byrjaði að bera á hendurnar... og þá byrjaði allt uppá nýtt! hún barði á mismunandi vegu í handarbökin og lófana og togaði svo í puttanna þannig að þeir hrukku úr höndunum á henni!!! ég hef aldrei vitað annað eins...
.
nú var þetta ekki vont en ekki var þetta mjög þægilegt heldur... ég hef haft það markmið síðan ég kom hingað að fara í nudd á einum af þessum nuddstofum sem eru hérna út um allt... nú hef ég hins vegar miklar efasemdir... ef handanudd er svona, hvernig ætli baknudd sé þá???

þriðjudagur, september 19, 2006

lítið að frétta...

mest lítið að frétta héðan... búið að vera brjálað að gera í skólanum eftir þessa blessuðu "field trip" í að teiknateiknateikna... og alls ekki búið enn! fáum þar til á ca. mánudag að klára allt heila klabbið en erum líklegast að fara í aðra ferð um helgina... mar verður náttlega að standa undir því þegar manni er hrósað fyrir "hard work" :) svo vorum við að komast að því að í hinum áfanganum okkar þá eigum við í rauninni ekki að vinna sem hópur heldur gera sama verkefnið "hver for sig"...
.
get ekki neitað því að ég er að verða nett ryðguð í íslenskunni hérna... og hreinlega öllum tungumálum! er öll komin í kross með þetta... tala dönsku við beboerne, ensku við skólafélaga, ensku/handapat við flesta aðra kínverja, íslensku í msn og í símann og hugsa á þessu öllu saman! hehe... vona bara að ég verði ekki allt of slæm þegar ég kem heim :)
.
annars er planið framundan að fara til Shanghai þann 29.sept og fara á formúlu 1 þann 1.okt... það verður náttlega ekkert annað en þrusu upplifun! ætlum að vera þar í um 5 daga og taka túristann á borgina... jafnvel kíkja eitthvað rétt út fyrir... erum nebblega í fríi í skólanum í heila viku :) svo verðum við að bíða með fleiri plön þar til seinna því eins og ég sagði áðan þá er nett brjálað að gera í skólanum... erum víst líka búin að koma okkur í að hjálpa masterstúdentunum í að þýða frá kínversku yfir á ensku... veit ekki alveg hvernig það mun ganga fyrir sig en býst stórlega við að það verði aðallega yfirlestur...
.
lokaplön þessarar vistar eru einnig að komast á hreint... komst að því í kvöld að ég á víst miða heim til danmerkur... hélt ég hefði aðeins borgað aðra leiðina en nei pabbi minn... svo er nú aldeilis ekki :) á miða til köben þann 21.des og ég á nú ekki von á öðru en að hún Sigurveig mín komi til mín um leið og ég er búin með skólann í byrjun des og ferðist með mér um Kína þar til yfir lýkur :) :)
.
annars er skemmtilegt að segja frá því að ég asnaðist í klippingu í kínalandi... landi þar sem hérumbil enginn þjónustustarfsmaður kann ensku... var vel stressuð og leið barasta nett illa þegar ég loksins kom á stofuna... það var mikið um handapat og teikningar á blað, ég meira að segja tók með mér gamla mynd af mér því mig langaði í fallegan topp... og loks sagði ég bara OK og lét gæjann vaða í hausinn á mér... sem betur fer, sem betur fer þá labbaði ég ánægð út :) sem betur fer segi ég því ég gat ekki með nokkru móti gert það skiljanlegt að ég væri með náttúrulegar krullur... munaði engu að gæjinn færi að setja permanent í hausinn á mér!!! hehehe... en ég er staðráðin í því að sona á mar að gera upplifunina sem besta :)
...bara láta vaða...

...fundum þennan félaga um daginn-miklir fagnaðarfundir...

!!!og ég er búin að finna kaffihús sem selur kaffi!!!

...nú vantar bara ljósastofu og "beauty parlor"...

miðvikudagur, september 13, 2006

hundurinn ég...

...mynd af mér eftir hrefnu systur...
.
jæja... þið urðuð öll of sein til að panta að fá að fara með afmælisgjöf handa honum föður karli mínum!!! get ekki sagt að ég sé gríðaránægð með viðbrögðin...
.
maginn komst sem betur fer í lag á föstudag... ég er greinilega ennþá að sleppa vel :) helgin var tekin í rólegheit á föstudeginum því við vorum búin að mæla okkur mót við hóp af liði úr skólanum til að fara í "investigation" ferð... sem þýðir bara það að við þurftum að rölta allan daginn og skoða íbúðarhverfi... kvöldið var að sjálfsögðu tekið í djamm og sun í netta þynnku með McDonald's og tilheyrandi :)
.
á sun kvöldið hringdi svo annar kennarinn okkar og bauð okkur með í "field trip" daginn eftir... sagði að hugsanlega þyrftum við að gista svo við ættum að koma í skólann morguninn eftir með dót með okkur... off we go, í þorp sem við höldum að heiti "diayang", um 1 og 1/2 klst héðan... um leið og við komum var okkur vísað á hótelið okkar svo það var útséð að við myndum eyða þarna nótt... nú, svo tók við fundur með einhverjum ráðamönnum þarna í bæ og svo brunað af stað í hefðbundinn kínverskan hádegismat...
.
hefðbundinn kínverskur matur er hringborð og þar ofan á er rosa stór glerdiskur sem hægt er að snúa... á þetta er svo raðað alls kyns réttum og mar fær sér að vild...
...gulli slegna borðið sem við borðuðum á bæði kvöldin...
.
eftir matinn var okkur tilkynnt að við ættum að rannsaka eitthvert eldgamalt hús þarna... mæla og teikna það allt upp... eyddum restinni af deginum í það sem og fyrr part næsta dags og eftirmiðdagurinn fór í að skoða fleiri gömul hús...
.
þegar mar er í boði stjórnvalda að rannsaka þá er heldur betur stjanað við mann... kvöldmaturinn fyrsta daginn var hreinasta snilld! fengum að eta á stað þar sem allt var gulli slegið... og kínverski maturinn mjög fínn og víni og bjór skenkt endalaust :) það kvöld fengum við disk með hænsnalöpp! það er víst eitthvert kjöt á þessu... og auðvitað smökkuðum við :)

...hænsnalöppin...

seinna kvöldið var ekki síðra... borðuðum á sama stað og daginn áður og alveg eins vel boðið af mat og víni :) nema hvað að það var öllu undarlegri matur á boðstólnum... einhver strákanna hafði víst komið með sérpantanir... það fór svo þetta kvöld að ég smakkaði HUND, DÚFU, og borðað heilan smákrabba (kemur heill á borðið)... hundurinn er nú barasta nokkuð góður... eins og hrossakjöt á litinn en alls ekki eins seigur eða saltur... dúfan var ágæt... lítið kjöt samt á beinunum :) hehe...

...dúfuhaus...
.
í dag þurfti ég svo að skella mér til læknis því það sem ég hélt að væri moskítóbit leit út eins og það væri komin sýking í allt saman... sem hefði ekki verið neitt skrýtið þannig þar sem ég er með nett ofnæmi fyrir þessum kvikindum... nema hvað, það er náttlega aldrei neitt auðvelt í kringum mig! læknirinn segir mér að þetta séu ekki moskítóbit heldur ormabit!!! sem ég náði mér í þegar ég labbaði í gegnum gras á laugardaginn... djöfuls viðbjóður! liggur við að það sé verri tilhugsun um orminn að bíta en að borða hund... heheheh... en ég er sum sé komin á einhvern massa af lyfjum og kremum og á að verða góð eftir helgi...

...verst að ég get ekki verið í kjól um helgina...

föstudagur, september 08, 2006

loksins komin með í magann...

sælirrr... held ég hafi aðeins talað af mér hérna... hefði betur átt að þegja :) er sum sé loksins búin að fá í magann :/... djöfuls helvíti! sem betur fer ekkert eitthvað hrikalegt... held þetta sé nú allt saman voða venjulegt miðað við að vera hinum megin á hnettinum :) og ekki get ég nú verið þekkt fyrir að taka ekki út samúð með meðleigjendum mínum...
.
það er nú ekkert nýtt að mar fái í magann... öllu verra er þegar mar er í landi þar sem flest klósett eru postulínsholur! hef varla farið úr húsi í 2 daga og ætla mér ekkert að gera það fyrr en ég verð góð :) þó mar sé komin í svaka þjálfun á holurnar þá held ég að mar bjóði ekkert í það eins og ástandið hefur verið... hehe...
.
að öðru... pabbi gamli er að verða áttræður á mánudag! haldiði að það sé mar... vantar einhvern til að skjótast með gjöf til hans frá mér á mán... hver er til???
koma svo - koma svo - koma svo

mánudagur, september 04, 2006

vaktararnir...

það er loksins að kólna hérna... thank god! þó það sé nú ekki mikið þá er það nú samt svo að manni finnst mar ekki alveg labba á vegg um leið og út er komið... samt eru kvöldin ennþá soldið slæm því þá magnast rakinn helvíti mikið og mar svitnar eins og svín fyrir vikið! en þetta er sem betur fer allt að koma...
.
byrjuðum í skólanum á fimmtudaginn... mættum í fyrsta tíma í "workshop" kúrsinn okkar og fengum fyrirmæli um rannsókn sem við þurfum að gera áður en við getum byrjað að hanna heilt íbúðarhverfi... um 9:30 fórum við svo á fund með kennaranum sem hefur víst kennt í USA (veit ekki hvernig hann hefur farið að því!) og fórum yfir hvað hans kúrs snýst um... sem er í stuttu máli saga kínverks arkitektúr með áherslu elstu byggingar (án vestrænna áhrifa)... hljómar allt saman voða vel og við fáum að fara með í "research trips" þ.e. með útskriftarhópnum til að skoða eldri þorp og þannig... áttum reyndar að fara núna um helgina en kennarinn hringdi aldrei...
.
þessi kúrs byrjaði svo stundvíslega kl 10:00 á fim, sem þýðir að hann rekst á við "workshop" kúrsinn... það kemur víst ekki að sök því þar eru ekki eiginlegir fyrirlestrar... okkur var vísað í risa stofu án loftræstingar, fullri af litlum kínverjum... og kennarinn byrjaði að tala ensku sem er nú barasta alls ekki uppá marga fiska! USA my ass... talaði um sjálfan sig, sínar rannsóknir og hvað hann hefur haft mikið að gera í sumar í ca. 30min og gerði síðan það nákvæmlega sama á kínverku! við erum sum sé komin í kúrs þar sem er töluð enska en verður að þýða allt yfir á kínversku líka... pínku glate! það góða er samt að tíminn er ekki nema 2 klst...
.
á fim kvöldið ákváðum ég, mikael og ole að skella okkur á barinn eftir að hafa viðhafst í íbúðinni allan seinnipartinn... fórum að sjálfsögðu á scarlet og hittum þar fullt af liði sem buðu okkur með á litla scarlet! vissum náttlega ekkert hvað þau voru að tala um en þá er annar scarlet annars staðar í bænum... sona morgunpöbb :) þar getur mar djammað langt fram eftir... og þeir selja carlsberg!!! þvílíkur munaður...
.
fös fór svo náttlega meira og minna í netta þynnku... ekki mikið þó, og á laug þá tókum við ole og mikael hjólatúr um bæinn... átti að verða shopping trip en það varð úr að við vorum á ferðinni í um 4 tíma að skoða :) rosa gaman og rétt í bláendann þá náðum við að versla pínu :) um kvöldið þá fórum við út að éta á sama stað og lifandi rækjurnar voru á... held við förum ekki þangað aftur! allavega ekki ég takk... pantaði mér "fillet beef with black pepper"... ég ákvað að gefa staðnum einn séns í viðbót og var alveg á því að þetta gæti nú ekki verið neitt annað en nautasteik með pipar... ekki aldeilis! var í fyrsta lagi ekki rassgat "fillet" heldur steiktir, niðursneiddir gúllasbitar - í kös með ofsoðnum chilipipar ávöxtum! sem betur fór þá tók ég ekki fyrsta bitann því þetta var svooo sterkt! gat ekki étið neitt af þessu... hehe :) ég át bara frá hinum og fékk mér bjór...
.

"fillet beef with black pepper"

.
eftir matinn þá fórum við í innflutningspartý til píu sem heitir hillary (frá írlandi), þar var fyrir komið meirihlutinn af liðinu sem við erum búin að kynnast á scarlet og að sjálfsögðu var haldið þangað eftir partýið... rosa stuð en bara ég og mikael þraukuðum á litla scarlet til um 7 um morguninn :)
.
sun var náttlega slatta þynnka eftir langt kvöld og dagurinn í dag hefur barasta verið nokkuð rólegur... vaknaði að vísu fyrst af heimilinu og beint út í búð að kaupa eitthvað í ísskápinn... og eldaði svo lummur handa liðinu :) heldur betur húsmóðirin...