miðvikudagur, ágúst 30, 2006

rólegt líf...

þetta er nú ósköp rólegt líf hérna... mar eyðir meira eða minna mestum tíma innan húss í íbúðinni góðu... enn sem komið er allavega :) það er barasta alltof heitt til að vera að þvælast eitthvað... ef mar á annað borð fer út þá er það yfirleitt með ákveðinn stað í huga sem er þá með loftræstingu! hehe... en okkur er sagt að þetta breytist eftir um 2 vikur... þá fer ég beint í sólbað :)
.
tókum nett vestrænan dag á mánudag... það er ég, Ole og Mikael... ákváðum að kíkja á franska mallið hérna... tókum strætó í fyrsta skipti og rötuðum rétta leið! þvílíkt afrek... á leiðinni rákumst við á McDonald's og fengum okkur eina snittu... langt síðan mar hefur fengið burger :) mjög ánægjulegur og góður tími... í mallinu, sem er ekki ósvipað þessum kínversku, þá eru þar eins og 2 hillur af vestrænum vörum... fyrsta sem ég rak augun í voru amerískar pönnukökur! sem mér finnst náttlega æði og skellti þeim í körfuna og að sjálfsögðu sýrópi með og einni krukku af instant kaffi (mar fær ekki kaffi í kína)... kostaði heilan helling miðað við allt annað en svooo vel þess virði daginn eftir þegar ég eldaði þetta í morgunmat handa okkur :) þegar við komum heim þá voru hinir gæjarnir ný búnir að eta svo við kíktum á pizza hut! hehe... þvílík dýrð og dásemd að fá smá ost! hefði aldrei trúað þessu...
.
gærdeginum eyddum við svipað rólega og daginn þar á undan nema við lögðum í leiðangur seinni partinn, skiptum síðan liði og ég fór og kíkti í búðir :) er alveg búin að komast að því að það þýðir ekkert að hafa 4 gæja hangandi á eftir sér ef mar ætlar að kaupa sér einhver föt! keypti nú ekkert mikið... eða allavega ekki fyrir mikinn pening :) rakst á þessa gríðarflottu búð með kínveskri hönnun og held barasta að ég komi írisi í samband við þetta merki! á pottþétt eftir að fara þangað aftur...
.
í dag fórum við svo loksins uppí skóla og hittum "the dean" og "the vice dean"... kom mér samt soldið á óvart hversu undirbúnir þeir voru... sona miðað við það sem ég las frá liðinu sem var hérna í fyrra... erum sum sé komin í kúrs sem er kenndur á ensku, byrjum á morgun... og fáum þá að vita um annan kúrs... hjá kennara sem hefur kennt í usa... svo þetta er dulítið öðruvísi en það sem við áttum von á og hljómar allt saman mjög spennandi og skemmtilegt :) það er samt eiginlega búið að lofa okkur að við þurfum ekki að vera meira en 3 daga í skólanum í viku :) sem er mjööög gott! nægur tími til að gera annað... um leið og veður leyfir!
.
því miður þá kemst ég ekki inn á myndasíðuna mína til að henda inn myndum... sökum gríðarlega lélegs internets í íbúðinni... en hér eru nokkrar myndir af íbúðinni og svo tékka ég í skólanum hvort það sé ekki betra þar og set þá inn myndir um leið :) læt ykkur vita...
.
gengið inn og til hægri er eldhúsið okkar

aðeins lengra þá kemur stofan okkar á hægri hönd

og á vinstri hönd er borðstofan okkar (herb. strákanna í horninu þarna hægra megin)

beint áfram í gegnum stofuna þá er herbergið mitt inn til hægri

sunnudagur, ágúst 27, 2006

djammið í Nanjing...

nú er ég búin að tékka á djamminu í Nanjing! skelltum okkur 3 (ég, Peter & Mikael) á skemmtistaðinn Scarlet eftir mikla athugun og rannsóknarvinnu á netinu... vildum ekki dala uppi á vitlausri götu eins og gerðist síðast hjá strákunum :) restin af gæjunum sátu heima og eyddu mestum parti kvölds heilsandi uppá postulínið...
.
staðurinn er nú bara rétt hjá okkur og barasta nokkuð góður... sona miðað við að við erum í Kína og mest músík sem er spiluð kemur héðan... en það voru nokkrir slagarar inn á milli sem mar þekkti :)
.

...mikael, ég & peter...

.
hittum slatta af fólki þarna inni, alls konar lið, alls staðar að úr heiminum... svo var snilldin eina á barnum, fékkst 6 bjóra fyrir 100 yuan... ca. 800 kall ISK! mínusinn var kannski að mar drekkur þetta helvíti hratt... svo mar nái bjórnum örugglega köldum :) vorum samt ekkert svakalega lengi... komin heim um 4 leytið... það kom þó ekki í veg fyrir það að ég svaf allan daginn í dag eins og ég geri yfirleitt eftir djamm til ca.7! eða sona með hléum... svo asskoti gott af sofa :)

föstudagur, ágúst 25, 2006

romeo

...ég hef fundið minn eina sanna ROMEO...
kl. 17:00
.

minn nýi, eini og sanni romeo... eins og stílaður á mig!

ATH...must að lesa færsluna fyrir neðan...ATH

lifandi rækjur...

föstudagur kl: 13:00
.
...ath að ég er 8 tímum á undan íslandi...
.
dagurinn í gær (fimmtudagur) var ferlega fínn að mínu mati... fór heilmikið í að chilla heima í íbúðinni fínu :) fórum um morguninn að kíkja á "happy shopping" mollið sem er hérna rétt hjá og enduðum í hádegismat á frekar fínum stað... það var allavega til matseðill á ensku og ung dama sem talaði barasta þónokkuð :) okkur leist rosa vel á þetta og pöntuðum sum sé mat eftir enska matseðlinum...
.
nýjasta orðatiltæki allra hér verður framvegis "life is like a meal in china, you never know what you're gonna get!"... þannig var nú maturinn... ég og Ole pöntuðum "quick boiled shrimps in creme"... í vestrænum heimi hefði þetta útlagst hugsanlega eitthvað á þennan veg: snögg soðnar rækjur í rjóma (rjómasósu?)...
.
það er víst ekki hægt að ætlast til þess að enskan sé á einhvern hátt vestræn... því þegar rækjurnar komu þá voru þær lifandi í rauðri sósu sem átti ekkert skylt við rjóma! gellan sem kom með þetta hristi þetta aðeins til og hélt nú aldeilis að þær væru þá dauðar og skellti þessu á mitt borðið... þær voru eldhressar! sátum öll á gláptum með viðbjóðissvip á þessar hressu litlu rækjur reyna að berjast fyrir lífi sínu... þá kemur önnur gella aðsvífandi og hristir skálina soldið meira og þá var lífið murkað úr þeim...
.
þetta voru ekki sona bleik/hvítar rækjur eins og mar er vanur, heldur pínkulitlar gráar/gegnsæjar með andlit! mar getur náttlega ekki verið þekktur fyrir að prufa ekki svo við skelltum þessu í okkur... slepptum reyndar andlitinu, en það var sama og ekkert bragð af þeim... ekkert gott eiginlega :)
.
nema hvað, svo kom restin af réttunum... það átti að vera cashew hnetu réttur en var sumsé hræra af kjöti úr öllum flokkum + einhvers konar ávextir! smakkaðist svo sem ágætlega en niðurstaða dagsins hjá hópnum var að framvegis myndum við leiða þjónana á milli borða staðarins, finna girnilega rétti á borðum annarra gesta og benda!
.
restin af deginum fór svo í að hanga heima og bíða eftir að internet gæjarnir kláruðu sitt... Ole og Mikael fóru og keyptu í matinn og elduðu tja... held það besta sem ég hef fengið síðan ég kom :) kvöldið var svo bara tekið rólegt, kíkti aðeins á götumarkaðinn hérna nálægt, prúttaði um verð á sokkum og keypti mér skó fyrir 100 yuan... sem er ca. 800 kall ISK... kalla það gott verð fyrir PUMA skó :)
.
í dag var planið að tengja "wireless router" en það varð að sjálfsögðu eitthvað vesen... fengum einhverja gæja til að redda þessu en þeir kunna ekki neitt... vonandi reddast það á morgun því netið er í mínu herbergi og soldið óþægilegt að geta ekki gengið um það eins og mig lystir þegar aðrir eru á netinu...
.
restin af deginum verður tekin róleg bara... það er svo steikjandi hiti úti að það er varla hvítum manni bjóðandi að vera annars staðar en þar sem er loftræsting! en ef ég þekki mig rétt þá kíki ég nú eitthvað aðeins í búðir... hehe :)
.
...later...

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Kína bebí!!!

Vorum að fá netið í dag!!! var búin að skrifa niður helstu fréttir síðustu daga á wordið svo hér koma þær... NB- soldið langt :)
.
MÁNUDAGUR/ÞRIÐJUDAGUR
.
úher... þá er mar mættur til KÍNA!!! vúhú... ekkert smá ferðalag að baki sem ég reyndar hélt að yrði erfiðara en það var... anyway, hér kemur ferðasagan...
.
við hittumst öll á Kastrup um 10 leytið á mánudagsmorgun og áttum flug kl 12:30... strákarnir eru búnir að hlægja mikið að mér fyrir að vera með mikið af farangri... NB - mér finnst það ALLS ekki mikið fyrir 4 mánuði... allavega, þegar við tékkuðum okkur inn þá tékkaði Ole aðra töskuna mína með sinni inn (þeir voru allir með ca.12 kíló og ég með ca. 40!) og þegar ég tékkaði mig inn með stóru töskunni þá var hún OF þung!!! hef aldrei lent í öðru eins... taskan var 35 kíló og ég þurfti að taka 3 úr... svo hún færi í gegn... hin taskan farin og allt í volli!!! ég var náttlega eins og fífl þarna og strákarnir tróðu í sinn handfarangur og ég tók fullt af drasli sem ég þurfti síðan að dröslast með alla leið til Shanghai...
.
eftir þetta sá ég fyrir mér að ég yrði til vandræða alla leiðina en sem betur fer ekki :) ekkert mál í gegnum security hliðið og svo beint upp í vél til Helsinki... stoppuðum þar í 2 tíma og svo í 9 tíma flug til Shanghai... hélt ég fengi fráhvörf frá nikótíni á leiðinni en sem betur fer þá gerðist það nú ekki... þið sem þekkið mig best vitið að þetta var nett áhyggjuefni :) reyndi meira að segja að finna einhvern sem seldi svoleiðis í Helsinki... en mar verður víst að láta sig hafa það!!! og gekk bara helvíti vel :)
.
flugið var bara nokkuð gott, náði að sofa slatta og lesa helling... lentum svo í Shanghai kl 07:10 að staðartíma... fórum í loftið frá Helsinki kl 16 að okkar tíma! þar vorum við búin að missa ca. 6 tíma og vorum 1 og hálfan tíma að komast í gegnum flugvöllinn... endalausar raðir í passport control... greyið Peter (ráðgjafinn okkar hér) var búinn að bíða í 2 tíma eftir okkur í 27 stiga hita... og þvílíkur helvítis hiti og ógeð! löbbuðum á vegg um leið og við komum út... ekki séns að vera neins staðar án þess að hafa loftræstingu... og við þurftum að bíða í 2 tíma eftir rútu til Nanjing... á meðan komu þessir mestu hitaskúrir sem ég hef á ævi minni orðið vitni að... hellt úr fötu hvað! ekkert á við neitt sem mar hefur séð áður...
.
rúta um 11 leytið í ca. 4 og hálfan tíma... sem betur fer með loftræstingu! á leiðinni stoppuðum við og ég hljóp út að pissa... og strax fyrsta daginn minn í Kína notaði ég holu klósett... fyrsta sem ég velti fyrir mér var hvort allar kínverskar konur væru með hland á löppunum... það vita það allar konur að það spreyast aðeins svo lengi sem mar vandar sig ekki þeim mun meira og það skiptir engu hvort mar er að pissa í holu úr postulíni eða ekki... ég reyndar vandaði mig rosa mikið svo það fór ekkert út fyrir!!! hehe...
.
Nanjing um 16:30... sem betur fer aðeins sofið á leiðinni (hrökk 2svar upp því ég var byrjuð að hrjóta!!!) og nokkur leit gerð að taxa sem við síðan máttum ekki taka því við vorum með svo mikinn farangur... þá var okkur vísað á “minibus” taxa... og beinustu leið í íbúðina okkar... oh lord... fyrsta sem ég hugsaði að ég hefði alveg eins geta sleppt þessum bólusetningum því ég ætti eftir að deyja á leiðinni! umferðin hérna er svo massívt caos! bílar, hjólandi, mótorhjól, gangandi... allt í einni kös og svo keyrir liðið eins og brjálæðingar og taka endalaust framúr og liggja á flautunni á meðan... fórum í 2 bílum og ráðgjafinn með mér og Simon í bíl... Ole, Mikael og Peter í hinum... vissu náttlega ekkert hvar við áttum heima... þó var búið að segja bílstjóranum það... en hann villtist... hehe... strákarnir í sjokki... en komust þó á leiðarenda fyrir rest :)
.
íbúðin er frábær... allt massa fínt hérna og loftræsting í hverju herbergi :)baðherbergið mitt er fyrir framan herbergið mitt svo ég deili því með gæjunum... það er bara hið besta mál, erum með annað líka :) en rúmið hérna eru hreinn viðbjóður! það er eins og að leggjast bara á gólfið þetta er svoooo hart!!! held við verðum að reyna að redda okkur mýkri yfirdýnum...
.
þegar við vorum búin að skoða íbúðina þá skelltum okkur í búðina :) það er alltaf gaman í nýjum löndum! gekk nú bara nokkuð vel sko... eigum allavega smá að eta og vatn! fórum síðan út að borða í gær og það var bara gaman! skildi enginn neitt í ensku á staðnum og ekki séns að það væri til matseðill á öðru máli en kínversku... endaði með því að við bentum á myndir og önnur borð inni á staðnum til að panta :) samt búin að prufa líka að herma eftir kjúkling og sona!!! hehe... þetta var snilld... fengum rosa góðan mat líka :) og allir voða mikið að skoða okkur...
.
fórum síðan á röltið í hverfinu okkar sem er nú bara nokkuð fínt inni á milli... alltaf götumarkaður hérna nálægt með alls konar dóti og mat og öllu... og það blokkar bara umferðina! ekkert verið að loka götunum neitt... bara redda þessu hehe...
.
þetta er algjör snilld að vera kominn og mega skrýtið að reyna að tjá á frummálinu... sem er handapat!!! hehe... held þetta verði massa gaman og er líka barasta nokkuð ánægð með strákana... fínir gæjar :) læt heyra í mér sem fyrst aftur...

MIÐVIKUDAGUR
.
dagurinn í dag var bara nokkuð fínn eftir heldur strembna nótt... ekkert okkar náði heilum svefni vegna vankunnáttu á loftræstikerfin í herbergjunum og harðrar dýnu! ekki það að mar hafi ekki upplifað svefnleysi áður... held það sé nú bara nokkuð eðlilegt í nýju húsnæði og nýju landi :) morguninn fór í að fylgjast með tæknimanninum og eiganda íbúðarinnar ræða saman og reyna að finna lausn á internetvandamálinu... sem er sumsé búið að leysa núna... en var ekki þegar þetta var skrifað! ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með fólki tala saman kínversku... allt öðruvísi hljómfall heldur en mar þekkir... mar veit aldrei hvort fólk er að rífast hástöfum eða bara spjalla :) held reyndar að við höfum ekki ennþá séð neinn rífast...
.
Simon og Peter fóru út að skoða meira á meðan við hin biðum og keyptu wok pönnu og í hádegismatinn... barasta helvíti vel lukkað hjá þeim :) eftir matinn fórum við með Peter Jii (ráðgjafinn) að vesenast í bönkum að borga leigu og á löggustöðina að skrá heimili... eins og annars staðar í heiminum þá tekur þetta alltaf soldinn tímann sinn... og mikið er þetta alltaf jafn leiðinlegt! endalaus bið og vesen... enduðum svo eftirmiðdaginn í supermarkaði að kaupa yfirdýnur, kodda, sængur, suðupott fyrir hrísgrjón og alls konar drasl í eldhúsið... og auðvitað mat :)
.
...dæmi um ferskan mat í boði...
.
fórum svo ekki út að eta fyrr en um 10 um kvöldið... enduðum á tehúsi þar sem var “buffet”... gátum smakkað fullt af alls konar dóti sem mar vissi ekki einu sinni að væri til... kvöldið svo bara tekið rólegt hjá minni, strákarnir fóru að leita að einhverri götu sem átti að vera full af börum... ég tók taxa heim með heimilisfangið skrifað á miða, NB á ensku, og bílstjórinn fór bara að hlægja :) leitaði að einhverjum inni á tehúsinu sem skildi þetta en allt kom fyrir ekki... sem betur fer var ég með afrit af skráningunni frá löggunni þar sem heimilisfangið stóð á kínversku :) hehe... komst á leiðarenda... og beint í rúmið...
.
læt heyra aftur í mér sem fyrst :)

mánudagur, ágúst 14, 2006

stutt í kína...

jæja... nú er að styttast í Kínaför... allt að komast á hreint með íbúðarmál, sjáum fram á að fá eina 150fm íbúð sem er með 3 svefnherbergum... strákarnir þurfa þá að deila :) stór stofa, borðstofa og 2 baðherbergi... mér er sagt að ég fái litla herbergið og sér bað :) svo eiga víst að vera öll húsgögn til staðar og eitthvert risa sjónvarp líka... gæti vel farið svo að maður myndi bara hanga inni fyrstu dagana... það er víst 38 stiga hiti þarna... soldið mikið fyrir minn smekk... vona bara að það verði ekki alltof lengi þannig :)

en þetta hljómar sum sé allt voða vel enn sem komið er... er ennþá á landinu en fer á þriðjudag til Köben og verð þar í smá chilli í nokkra daga :)

reyni að vera dugleg næstu vikuna að rifja upp sumarið og henda inn myndum :)