miðvikudagur, ágúst 31, 2005

byrjuð að blogga aftur...

jújú, druslan byrjuð að blogga aftur... eins og áður mun ég flytja fréttir af mínum óförum, hamförum og framförum hér í köben...
.
það nýjast nýtt er að ég er búin að setja inn myndir!!! ég gerðist djörf og fjárfesti í myndavél í sumar og þetta er afraksturinn... ég er enn að setja þær inn en endilega kíkið á þetta hér til hægri :)
.
og já, ég er komin með bara helvíti fínan hóp :) engin afríka né asía...

mánudagur, ágúst 29, 2005

lítil stúlka komin í heiminn...

!!! TIL HAMINGJU !!!
Jenna og Stefano eignuðust stelpu í gær... 28.ágúst á settum degi...
stúlka er nefnd Elíana Ýr
.
fyrsti skóladagur í dag... alveg ágætur fyrir utan hvað ég var mega mygluð og þreytt... og svöng :) engin sjoppa eða mötuneyti eða neitt í nýja húsnæðinu sem er þó bara helvíti fínt pleis...
erum í því að mynda hópa og gott ef ég hreinlega sleppi ekki við afríku og asíu þetta árið :):) gleðigleðigleði... ef það verður að veruleika þá er ég ready í hvað sem er!!! krossa fingur...
.
er víst á leið til manchester 22.sept í skoðunarferð um einingarverksmiðju... hljómar ei spennandi en það tekur bara einn dag og restin er bara að versla og sötra öl í góðra vina hópi... hlakka til :)
.
enn og aftur til hamingju til jennu og stefano

komin til köben...

jessurí bob... þá er maður komin aftur heim til köben...
búin að bralla mikið í sumar... flest ykkar vita hvað það hefur verið svo ég ætla mér ekki að rekja það neitt frekar hér :) en þetta var heldur betur eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað :)
allt að gerast í köben... mér skilst að það sé búið að reka mig úr skólanum þrátt fyrir að ég hafi fengið frí... kemur í ljós á morgun og ég get sagt ykkur það að ef þeir ætla sér að halda þessu til streitu þá vita þeir greinilega ekki hvernig ég er... hehe!!! ég geri allt vitlaust eins og mér einni er lagið!!!
annars er ferlega fínt að vera komin heim... sjöbba og hlín koma á fös og þá verður heldur betur tekið á því... öll næsta helgi!!!
hlakka til að byrja í skólanum (þegar ég verð tekin í sátt) og bið hvaða anda sem þið dýrkið að gæta ykkar...