miðvikudagur, maí 31, 2006

flutningar...

men hvað ég er orðin gríðarþreytt!!! búin að vera að pakka og skrúfa í sundur bæði í gær og í dag... og klukkan orðin 4 að nóttu og loksins búin með hjálp dóra snillings (hann á að mæta til vinnu kl:7)!!! á samt eftir að flytja alla búslóðina til samskipa á morgun... og eitthvern slatta af dóti á öresundskollegi þar sem ég fæ inni hjá henni hlínsu beib næstu daga...
.
massa skrýtið að sjá pleisið sona tómt og öll húsgögn í hlutum út um allt... sit hérna inni í eldhúsi við eldhúsbekkinn... borðið fræga farið og okkur dóra telst til að um 12þús bjórar hafi verið sötraðir við þetta borð...
.
jamm, þetta er svo sannarlega "end of an era" hér á sortedam... held samt þetta verði skrýtnast í haust þegar mar kemur aftur að vera ekki að koma hingað... neineinei... mar er bara að stoppa stutt í heimsókn og svo flogin til kínalands :)
.
er ennþá ekki komin með vinnu fyrir sumarið... fer kannski líka soldið lítið fyrir leitinni að henni akkúrat núna... ekki nóg með að mar sé á fullu að koma draslinu út og út um allt, þá er ég náttlega líka á leið í lokapróf annarinnar í næstu viku... og tilheyrandi lærdómur dauðans með því að sjálfsögðu... ekki laust við að ég sé komin með nettan sammara hérna yfir að hafa ekkert getað lært í gær og dag... og sé ekki fram á að geta það heldur á morgun... djöfull þarf ég að rokka þetta strax á fimmtudag og það líka í heila viku!!! svo kem ég heim á föstudeginum!!! hlakka alveg til þó mar sé nú ekki orðinn eins spenntur of oft áður... get hreinlega ekki gefið mér tíma í soleiðis tilfinningavesen... hehe
.
...jamm, alltaf nóg að gera í köben beibí...
???hvenær á ég að sofa???

mánudagur, maí 22, 2006

eurovision

vá hvað það var gaman á laugardaginn :) byrjuðum kvöldið á að grilla með slatta af liði og héldum að sjálfsögðu eurovision partý og útflutningsteiti í leiðinni... nú er bara um 1 og hálf vika þar til við verðum farin af sortedam... skrýtið að hugsa til þess! það komu flest allir okkar vinir og húsið fylltist af fólki sem hefur meira og minna verið hérna hverja helgi :)
.

.
vorum heillengi að... eiginlega of lengi... en það kom ekki að sök... vorum búin setja upp miða fyrir nágrannana og sögðum þeim að koma bara niður ef þeim fyndist vera of mikill hávaði... og það kom enginn :)
.
skelltum okkur svo á rust um hálffjögur leytið... vorum þar í dansiballi til um sex... ótrúlega gott kvöld... massa gaman að enda svona vel eftir þessi ca. 2 ár sem við höfum búið hér... nú er bara næsta skref að fara að pakka fyrir alvöru og koma öllu draslinu heim á klakann... og læra massívt á sama tíma!

.
...::endalaust fjör::...
.
...tékkout myndasíðuna, komnar inn fullt af nýjum myndum og líka frá síðustu helgi...

laugardagur, maí 13, 2006

cola...

!!!ótrúlegt hvað er hægt að drekka mikið af cola!!!
.
er búin að vera í svokallaðri "áfengispásu" síðan síðustu helgi... sem er svo sem ekki frásögu færandi (eða kannski jú...) nema að ég fór í bæinn með liðinu í gær og þar sem veðrið er búið að vera sona súper gott þá eru allir staðir ein hitasvækja og endalaus reykur... ég mátti til með að fá mér eitthvað að drekka og þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir að drekka mikið vatn þá fékk ég mér Coke...
.
í grillinu fyrr um kvöldið held ég að ég hafi drukkið um 1 líter af Cola light og í bænum held ég að ég hafi drukkið eitthvað svipað... en af venjulegu Cola... var að stikna og reykurinn fór massívt í augun á mér... ætlaði bara að fá mér eins og eina cola en endaði sum sé í helling... þetta er ávanabindandi helvíti!!! það var eins og það væri verið að borga mér massa pening fyrir að drekka Cola... gleymdi meira að segja að biðja um cola light í síðasta skiptið... líkaminn öskraði bara á sykur og lét mig gleyma "light"...
.
svo náttlega þegar ég kom heim varð mér loksins ljóst hversu mikið ég hafði drukkið og djöfuls viðbjóður... tennurnar löðrandi í sykri og ógeð...
.
...veit satt best að segja ekki hvort mar eigi að mæla með áfengipásu...
...held þá barasta að bjórinn sé skárri...
...þá allavega tekur mar ekki eftir þessu öllu saman...
.
...::hehehe::...

mánudagur, maí 08, 2006

málningardagur...

...þvílík einasta snilld...
.
á öllum mínum fullt af árum hef ég sjaldan kynnst eins mikilli snilld og átti sér stað hér síðasta laugardag... hingað mættu galvaskir vinir vorra til að skíta sig út... sum sé að hjálpa okkur að mála pleisið...
.
Baldur og Diddi að massa stofuna
.
markmiðið var sett hátt... klára alla 160 fermetrana þennan sama dag... öll vissum við að það væri vel hugsanlegt að við yrðum fyrir vonbrigðum en hópandinn getur yfirbugað allt... þetta rokgekk allt saman og allir settust á eitt að ýta undir alla hina að klára sem fyrst... og það tókst!!!
.
Hlín og Dagný með skurðtæknina á hreinu
.
húshaldarar voru búnir að lofa öl og grilli í laun fyrir þennan góða dag og það heppnaðist með eindæmum vel... halli chef tók að sér borðhaldið og eldun og sjá um að liðið færi satt úr húsi eftir erfiðan dag... massa góður matur þar á ferðinni :)
.
ásta og arnar kíktu með sitt lið í matinn, sem og hrefna og mehdi og valdís og soffía tinna... held við höfum endað um 16 manns í grilli :)
.
meirihlutinn af snillingunum að spisa í góða veðrinu
.
...innilegar þakkir til allra sem hjálpuðu okkur...
.
...þetta var hin einasta snilld...
.
takktakktakk

fimmtudagur, maí 04, 2006

sumarið loksins komið...

ja hérna
... sumarið barasta loksins komið hér í baunalandi...
.
er búin að bíða og vona þvílíkt lengi eftir þessum tíma... samt setur að mér ákveðinn kvíði um leið og hann kemur... "hvað verður um námið?" spyr ég sjálfa mig í sífellu og viti menn... eins og staðan er í dag þá verður ekki neitt... nibb... hvorki ég né grúppan mín erum búin að gera "rassgat" síðan fyrir páska... að vísu tel ég ei með skýrsluna sem tók vikuna eftir páska en fyrir mér er það sona meira verkefni til að trufla mig...
.
veðrið hefur verið massa gott undanfarið svo það er kannski ekki skrýtið að mar týnist í þessu öllu saman... "á ég að fara í skólann og hlusta á tilgangslausan fyrirlestur í 3 klst, láta samt sem áður sjá mig í skólanum eða fara bara á kaffihús og funda þar um námið... og fá sér öl í leiðinni???"...
.
-sona er sumarið-
-ruglað veður, fólk í glasi og pissar barasta þar sem því sýnist-
.
erfiðar spurningar sem leiða yfirleitt aðeins af sér eitt... öl... og það ekki í litlu magni... veðrið hérna kveikir svoleiðis í manni að mar langar bara að djamma af sér "rassgatið"... er að vísu ekki, sem betur fer, sullandi í ölinu alla daga svo það er allavega mætt eitthvað... en eins og núna, þá sit ég heima... búin að fá mér eins og 4 litla öl og slatti af liði farið á djammið... og djöfull langaði mig með!!!
.
nei... ég neita að verða fórnalamb sólskinsdjamms... er heima, að blogga vitleysuna til að sleppa við að læra og sleppa við að fara að sofa alveg strax... þó svo ég eigi og ætla að mæta í skólann kl 8:10 í fyrrámálið...
.
sama liðið ætlar sér aftur á djammið á morgun... væri jafn mikið til í að fara með og núna en nei... hef held ég ekki mætt einn einasta föstudag síðan önnin byrjaði og ætla mér að byrja núna... djöfuls, helvítis, andskotans...
.
???gat ég ekki valið mér betri tíma til að verða betri manneska???