föstudagur, apríl 29, 2005

hlaupa meira...

veit ekki hvort maður hættir sér inn á barnalandið eftir allar sögurnar um þessar líka svakalegu umræður þar... en takk fyrir ábendinguna frænka :)

við erum að tala um það að ég er búin að hanga uppí skóla í allan dag og gera næstum ekki neitt!!! held ég sé bara komin með gjörsamlega nóg... nenni ekki þessu verkefni lengur... en sem betur fer er það búið í næstu viku!!! hlakka massívt til... það er að vísu ekki alveg búið en eftir fös í næstu viku eru fimm vikur í næstu kynningu... það er helvíti fínn tími!!! allt sem er eftir að gera (hellingur) fer bara á listann yfir það sem okkur vantar... jú, við megum hafa soleiðis lista... bara betra :) og nú er ég búin að fá mér 1 og hálfan öl og er ekki alveg að meika neitt frekar en í fyrr í dag... og er á leiðinni á tónleika með hrefnus, á eitthvað norskt band... veit ekkert hvaða band það er en á víst að vera svaka flott... hver veit nema mar skelli sér í smá öl í leiðinni :) ekki mikið samt, þarf að mæta í afrísku vitleysuna í fyrramálið... og hlaupa :)

fór reyndar ekki út að hlaupa á miðvikudaginn... var orðin svo mega svöng þegar ég loksins kom heim að ég fékk mér sona líka massívt fínt eldaðan kjúlla að hætti la emblu... en ég fór að hlaupa í gær sem var þá 3ja skiptið í þessari viku... og ef ég fer pottþétt á morgun þá eru það 4 skipti... :) og svo er ég líka komin aftur á hjólið mitt þannig að mar hjólar nú solið... (allsalls ekki mikið samt...)

var að taka eftir því hvað ég hef lítið blótað hérna undanfarið... hvað ætli sé að ske???

miðvikudagur, apríl 27, 2005

aftur út að hlaupa...

júbb, ég fór aftur út að hlaupa í gær... finn fyrir svaka commitment hérna... keypti mér meirað segja nýja skó fyrir fullt af pening... hlaupaskó!!! hef ekki gert það í mörg ár... er farin að finna fyrir dulitlum harðsperrum... kemur alls ekki að sök :) og ég er á leið heim úr skolen til að hlaupa meira :)

held ég sé komin að niðurstöðu með fjórðungsaldar afmælið... held ég haldi það bara helgina eftir... þ.e. 24 eða 25 júní... held ég hreinlega meiki ekki að djamma massívt þann 18. verð örugglega á hausnum þar... en ætla mér samt að kíkja í garðpartýið á skaganum... það yrði soldið mikið að ætla að koma heim 14, byrjað vinna 15, vinna mega mikið á 17 og halda svo ærlegt partý 18... veit ekki alveg... en ég held það verði nú enginn ósáttur við þetta fyrirkomulag... ég get þá líka eytt peningunum sem ég vinn mér inn á 17 í ammælið!!! um að gera að hafa nóg að drekka og hver veit nema éta bara líka :)

við erum með 3 laus herbergi í íbúðinni í sumar!!! og ekki bara í sumar því mikael er að flytja út og því eitt herbergi laust til leigu í lengri tíma ef einhver vill!!! þannig að ef þið vitið um einhvern sem langar að kíkja til köben í sumar og vinna eða eitthvað þá er um að gera að láta vita af þessum herbergjum... koma svo!!! AUGLÝSA!!! þurfum endilega að ná þessu í leigu... erum 2 sem verðum að borga leigu heima líka í sumar... væri asskoti fínt ef maður þyrfti ekki að borga fyrir bæði herbergin...

AUGLÝSA...AUGLÝSA...AUGLÝSA...AUGLÝSA...AUGLÝSA...AUGLÝSA...AUGLÝSA

þriðjudagur, apríl 26, 2005

massívt að gera...

vá, það er búið að vera brjálað að gera... og gunni segist vera búinn að éta heilt hænsnabú í vetur!!! mér fannst það mega fyndið... brjálað að gera í skolen, erum á leið í kynningu 6.maí og erum alltaf að finna meira og meira sem þarf að gera og þurfum sífellt að vera að breyta helling... en held nú samt að þetta verði allt í lagi bara... vona það!!! er nebblega komin með gellu í hópinn... hún er voða nákvæm eitthvað og alltaf með allt á réttum tíma... sem er svo sem ágætt, því ég er ekki svoleiðis og hef aldrei verið... dæmi: tók mér ca.7 ár í að klára stúdentspróf... var 23 þegar ég kláraði... fór í iðnskólann og kláraði fyrr en yfirleitt... keypti mér íbúð á undan öllum sem ég þekki... seldi íbúð á undan öllum sem ég þekki... byrjaði í háskóla 24 ára... sem ég mæti yfirleitt aldrei í á réttum tíma... og ekki má gleyma því að ég hef yfirleitt aldrei mætt á mannamót á réttum tíma...

það er gaman að velta þessu fyrir sér... og ansi margt í viðbót sem ég gæti talið upp :) en að öðru: harpa systir og katla dóttir hennar voru hérna um helgina... fórum út að borða á fös og laug... og harpa bauð!!! takk kærlega fyrir það :) þetta var æði og svo skelltum við stelpurnar okkur á djammið á laug... enduðum í partý heima hjá mér langt fram á morgun.... endalaust stuð! en það verður nú nokkur tími þar til mar fer á djammið aftur... verður víst að bíða fram yfir kynningu... nú verður skólinn bara annað heimili... verst að það er ekki sturta hérna... þá gæti mar bara komið með sleeping bag og gist! ekkert á þessum þvælingi alltaf... ojjjjj...

annars þykist ég vera byrjuð að fara út að hlaupa... sjáum hvernig það gengur!!! en er hörð á því að fara í dag... fór líka í gær... og er mikið að taka mig á í að meika þetta... en í ljósi fyrri reynslu þá sjáum við bara til!!!

guten tag...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

ekki mikil hjálp...

er ennþá með meiriháttar valkvíða... ekki mikil hjálp í liðinu sem kallar sig vini mína!!! vantar svör... hvar er mamma þegar maður þarf á henni að halda og segja sér hvað maður á að gera...???

sunnudagur, apríl 17, 2005

valkvíði...

jú, ég er með mega valkvíða!!! út af ammælinu... það hefur komið á daginn að inga frænka er með garðpartý þann 18.júní... veit barasta ekkert hvað ég á að gera... mér hefur reyndar ekki ennþá verið boðið þangað... og er ekki viss um að inga frænka vilji koma með mér og mínum vinum á heljarinnar fyllerí í mosó ;) öðru máli gegnir um afkvæmi hennar... alltaf gaman að skralla með þeim :) yrði synd ef þau kæmu ekki...

sona standa málin: 1)halda ammæli 16.júní... allir í fríi daginn eftir, þar á meðal ég og pottþétt mikið fjör... 2)vinna á 17.júní og fá f*****g mikinn pening... þarf á því að halda eftir heilann vetur á námslánum dauðans... og halda ammælið þar af leiðandi 18.júní og missa af garðpartýi ársins... 3)vinna á 17.júní og fá f*****g mikinn pening og halda ammælið helgina eftir 18... sem er væntanlega 25.júní...

já, þetta er ekki auðvelt val... hef reyndar ekki fengið valkvíða ansi lengi... þykir þetta bara nokkuð gaman:) en held samt að ég verði að taka ákvörðun á næstu dögum svo ég geti betlað vinnu... ef ég ákveð að gera það... málið er líka að ég þarf örugglega að fá lánað tjald + græjur í HH svo það er ekki slæmt að sleikja soldið upp liðið og lofa vinnu... hehe!!! mar verður að vera duglegur...

var annars að fatta að það er bara nokkuð stutt þangað til sumarið kemur... soldið öðruvísi heldur en fyrir jól... það eru ekki 2 mánuðir... ekki neitt!!! og allt að gerast þangað til... er að fara í aðra kynningu 6.maí og svo lokakynningu 13.júní... kem heim 14.júní... það er bara alls ekki svo langt þangað til...

fór á djammið á föstudag... það er búið að vera magnað veður hérna þannig að mar getur bara ekki neitað sér um ölinn í garðinum... fórum saman restin af bekknum og vorum til ca. 21 um kvöldið... svo rölti ég bara heim og eldaði mat af kunnri snilld, hitti svo hrefnu, öglu og hildi á idealbar... svo var ákveðið að fara heim, stoppað á king of kebab og keypt örlítið fyrir mallann en nei, ég og eigle ákváðum að skella okkur á stengade... enduðum svo kvöldið heima hjá stimma og hauki... ekki lengi samt;) en skemmtilegt kvöld!!!

my computer er að kvarta um low battery... gleymdi hleðslunni uppí skóla á fös...

þætti vænt um að fá ráð í þessum gríðarlega valkvíða...

kveð að sinni...

mánudagur, apríl 11, 2005

ákvörðun...

ég hef tekið ákvörðun... ég held barasta að ég haldi ammælið mitt þann 18.júní í stað 16... hins vegar veltur það soldið á hvort ég fái ekki örugglega fullt af vinnu þann 17... ég ákvað þetta í ljósi þess að 18 er laugardagur og því tilvalið að skella saman í dúndurpartý!!! hefði nú samt haldið það 16 ef það hefði verið annað en fimmtudagur... vona að fólk verði ekki fyrir vonbrigðum með þetta... endilega látið mig vita samt... ákvarðanir breytast með hverri mínutunni hjá mér þessa dagana...
djíses, er á líka sona svaðalega leiðinlegum fyrirlestri um brunavarnir!!! það má ekki verða annað world trade hrun hér... en þetta er massa boring... hlutir sem alla vega ég er laungu búin að lesa og tekið tillit til í minni hönnun... kannski er þetta fólk allt hérna svo vitlaust að hafa ei pælt í þessu áður??? mar veit ekki og því þarf ég að sitja undir svona leiðindum... djíses, þetta hljómar soldið eins og það sé allt öllum öðrum að kenna... mar má ekki segja soleiðis???

sunnudagur, apríl 10, 2005

komin heim...

jújú, vikan á fróni liðin og ég er komin aftur heim... þetta var hin fínasta vika :) gerði sama og ekki neitt og hékk síðan á kaffihúsum flest kvöld :) hitti massívt mikið af skemmtilegu fólki en eiginlega ekki neitt af leiðinlegu fólki :) þetta var ótrúlega fínt... takk fyrir hittinginn öllsömul... og sérstakar þakkir til eggerts sem þurfti oftar en aðrir að sækja mig í sveitina og bauð mér gistingu um helgina!!!
annars er ég bara búin að sofa í mest allan dag... svaf lítið í nótt sem leið svona til að geta sofið í flugvélinni... sem og ég gerði en svo var eins og ég væri voða flugþreytt eitthvað og lagði mig þegar ég kom heim!!! svaf til um 7 í kvöld... ætlaði svo bara ekki að gera neitt en gunni og hrefna plötuðu mig á kaffihús í einn öl... það er nú alltaf jafn nett að koma heim og skella sér út í ölinn!!! svo ætla ég bara aftur að sofa... þó klukkan mín sé tveim tímum fyrr en hér... er eitthvað svaka þreytt... líka ágætt að sofa svo maður sé úthvíldur fyrir átökin í skólanum :)
hlakka massívt til sumarsins!!! búa með sveigunni og vinna í hinu húsinu... fékk það staðfest í vikunni... það verður mega nett og ég heimta kaffihúsaferðir í miklum mæli... nú ef fólk er ekki til í það þá er ég alltaf boðin og búin að hella uppá á eiríksgötunni :) það verður allavega mikið um hitting í sumar!!!