þriðjudagur, desember 15, 2009

heimför...

jess... kem heim á laugardaginn! get sagt að segja varla beðið, er komin með pínu nóg af þessu liði hérna! hehe... mjög týpískt að allt fari í bál og brand rétt áður en ég fer og ég er í því þessa dagana að slökkva stærðarinnar elda á mörgum vígstöðvum... sem þýðir að ég hef ekki tíma til að gera það sem þarf... arrrggg!
er líka komin með algerlega nóg af að sitja í opnu rými með fullt af fólki... ekki misskilja, rosa gaman stundum en þegar maður þarf að einbeita sér og klára ákveðna hluti þá er það sko ekki að gera sig... finn að ég er pirruð og er farin að svara fólki á mjög pirraðan máta - sem ég fíla ekki! svo er ég í því að vakna á nóttunni og muna eftir fleiru sem þarf að gera :P gamla góða stressið sko...
þó ég þurfi að vinna um jólin þá kemur ekki til greina að ég geri það helgina sem ég kem heim :) er orðin hrikalega spennt og hlakka gríðarmikið til að hitta alla :) það er klárlega á planinu að slaka á, sé fyrir mér að skrifa nokkur mail inn á milli og ekki meira :) svo verður maður held ég hreinlega að biðja um launahækkun eftir jól! múhaha...
smá púst hérna í lok þessarar "annar"... það verður nú að fylgja leiðinlegri hliðarnar fyrir blogg bók framtíðarinnar :)

þriðjudagur, desember 08, 2009

Julefrokost

Fór á Julefrokost með vinnunni á föstudag og það var nú alvöru frokost :) byrjað í "marmorhallen" - móttakan í þinginu og sungið saman... ég missti nú reyndar af því sökum vinnu en var mætt rétt um eitt þegar átti að byrja að borða :) við í Økonomi- og Personalestyrelsen heyrum undir Departament of Finans og því var raðað upp borðum á ganginn hjá þeim sem er í sömu byggingu og þingið... Við vorum í allt um 70 manns, fengum fullt af alvöru dönskum julefrokost mat... sem þýddi að ég var svöng!!! borðaði nokkrar rækjur og brauðsneið með engu og endaði með því að finna mér afsökun að skjótast heim :P sagðist hreinlega verða að sækja cameruna og borðaði svo morgunkorn heima :P
það var að sjálfsögðu skálað og skálað... ansi margir byrjuðu med det samme en skynsemin hér á bæ nær engum mörkum og ég byrjaði ekki "fyrr en" um 4 leytið... helvíti ánægð með það því um klukkutíma síðar voru nú einhverjir ansi hressir á því! þeir fóru svo heim um 7 leytið... ég hins vegar trallaði og skemmti mér langt fram á kvöld, dansaði eins og enginn væri morgundagurinn og það besta var að af því við vorum í sömu byggingu og þingið þá var hægt að heimsækja fleiri deildir :) byggingin rúmar sum sé þingið og 8 ráðuneyti... um að gera að nýta sér fest til að stimpla sig inn :P held ég hafi reyndar hent fram þeirri speki áður...
eftir mikið rölt á mega háum hælum og í fínum kjól var auðvitað farið í bæinn og þar er því miður smá pása í mínu minni! breytir reyndar engu... fórum á sama bar og hérumbil alltaf svo ég held hausinn á mér blandi þessu bara öllu saman og geri engan mun á þessu fylleríinu eða hinu :P
ég, bossinn og vinkonan, pólitíkus og túlkur enduðum svo í eftirpartýi heima hjá mér... spiluðum fullt af músík og dönsuðum fram undir morgun :) fólk var svo farið heim rétt yfir 5... geri aðrir betur takk! hehe...
laugardagurinn eins og við var að búast... þvílík þynnka og ekki séns að koma sér á lappir :) svissaði milli sængur og sófa allan daginn og fram á sun morgun :) best þegar maður þarf ekki að gera neitt daginn eftir 13 tíma djamm... :P
er gríðaránægð með þetta allt saman :) þó það vanti smá bar inní þá var samt rosa gaman og engin vitleysa í gangi... sem því miður alltof margir fóru út í :P en það fylgir víst julefrokost...
.
kem heim eftir 12 daga...

þriðjudagur, nóvember 24, 2009

þjóðareinkenni

búin að finna 2 sérkennileg einkenni fólks hér í Grænlandi... ég vil meina að þetta sé ákveðið þjóðareinkenni en kannski soldið erfitt að fullyrða það þar sem ég hef ekki eytt neinum tíma utan Nuuk :P ég veit ekki hvort maður geti kallað þetta þjóðareinkenni eða eitthvað annað... finn allavega ekki eins og er betra íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri :P
.
þjóðareinkenni nr. 1 - hér eru allir rosalega uppteknir af "underlivsbetændelse" aka. blöðrubólgu! þetta er alveg magnað - það er alveg sama við hvern er talað þá eru allir 100% á því að blöðrubólga sé aðallega vegna kulda og það á fótum og löppum! ég er sjálf búin að fá gefins yfirbuxur því yfirmanni mínum og góðri vinkonu fannst ég illa klædd í mínum leggings... :P ég er reyndar búin að reyna að segja henni að þetta hafi nú yfirleitt ekkert með kulda að gera en hún lætur sér ekki segjast frekar en aðrir... ég þarf líka mikið að eiga við fólk röflandi um blöðrubólgu í vinnunni - þau kvarta yfir kulda í byggingunum og að "allir starfsmenn eru orðnir veikir og með blöðrubólgu" WTF! mig langar auðvitað mest að svara til að fólk sem situr á rassinum á vinnustaðnum allan daginn getur ekki fengið blöðrubólgu af kulda þar... það hlýtur að hitna aðeins undir þessu liði á rúskinnsstólunum... svo langar mig líka að útskýra fyrir þeim að blöðrubólga stafar yfirleitt af "samleve" en ekki kulda...
.
þjóðareinkenni nr.2 - eins og fólk er upptekið og sannfært um að "allir" fái blöðrubólgu af smá kulda þá eru einmitt alveg jafn margir 100% á því að það sé "skimmelsvamp" aka. sveppur í öllum byggingum í bænum... þá má ekki koma smá raki og/eða fúkkalykt þá er kominn sveppur í alla bygginguna og það á að loka henni! fólk ekki alveg að ná rökunum fyrir því að sveppur lifir ekki í loftræstu rými... það á helst að rífa húsið niður og byggja uppá nýtt :P búin að lenda í þessu oft í vinnunni og það vita auðvitað allir aðrir best :) smá litur á veggnum eftir leka og það er öskrað sveppur! ég er orðin frekar fælin á þetta og hætt að hlusta :P sem er auðvitað ekki gott ef það kemur svo í alvöru sveppur! hehehehe...
.
en þetta er spes... soldið eins og við heima tölum endalaust um veðrið kannski :P það er allavega hingað til besta samlíkingin sem ég hef fundið... við erum auðvitað meiriháttar upptekin af veðratali :) hér er það "underlivsbetændelse og skimmelsvamp"
.
velkomin til Grænlands

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

københavn

eftir endalausa yfirvinnu og þreytu tók ég drastíska ákvörðun að skreppa í frí til köben :) fékk algerlega nóg hreinlega... var orðin yfir mig þreytt, ekki bara á vinnu heldur líka bara þreyta við að flytja í nýtt land, hitta nýtt fólk og læra nýja hluti... og í staðinn fyrir að fá yfir mig nóg og vilja bara heim og ekki koma aftur ákvað ég sum sé að skella mér í frí :) hefði annars ábyggilega endað með að hringja grenjandi heim í pabba - maður hefur nú prufað það áður :P hehe...
.
off to köben á föstudegi, elsku Hrefnan mín sótti mig á völlinn eftir 6 tíma flug... það er nefninlega enginn international flugvöllur í Nuuk, því þarf maður að fljúga til Kangerlussuaq og þaðan til köben... flugið er dýrt, enda ekki skrýtið þar sem það er allt innifalið: hnetur auðvitað (hef nú bara ekki fengið svoleiðis í flugi síðan í gamla daga!) allt vín, bjór og sprut... þriggja rétta máltíð og ekki má gleyma heita og raka handklæðinu! air greenland ekki alveg að fatta hvar er hægt að spara :P en þetta var nú voða fínt :)
öldrykkja eftir að heim til Hrefnu og Torbens var komið - enda ég 4 tímum á eftir :P seint í sæng og sofið út á laugardeginum... H & T fóru svo út á land í skírn sem haldin var á sunnudeginum og ég beint í bæinn á kaffihúsarölt með Gústa mínum :) svoooo næs :) var svo boðið í mat til Jóns Gunnars og Elísabetar og drengja og auðvitað var bjórdrykkjan tekin upp frá kveldinu áður :) Við JG skelltum okkur svo á Jolene... þar á maður víst að hitta alla - greinilega langt síðan ég bjó í köben! hehe... hitti Gústa og Gúnda sem voru að vinna á barnum og elskurnar gáfu mér bjór :P ákaflega þakklát fyrir það :)
sunnudagur tekinn á sófanum og TV gláp...
mánudagur tekinn í kaffi á Noma og chilli heima hjá H & T...
þriðjudagur var vinnudagur - við Jeanette (yfirmaðurinn líka mættur til köben) tókum atvinnuviðtöl og svo hádegismatur með liði frá vinnunni... restin af deginum kíkti ég svo í búðir og verslaði smá :)
miðvikudagur var svo meiri búðir... við Hrefna fórum í Fields og ég verslaði bara soldið meira :P fórum svo heim, náðum í Torben og skelltum okkur í sund - og heita pottinn - og gufuna! þvílíkt æði... ætlaði aldrei að komast uppúr pottinum og inn í gufu... meiriháttar að liggja í vatninu :) sushi um kveldið og allir búnir á því eftir slökun dagsins :)
fimmtudagur var svo fleiri atvinnuviðtöl, dreifð á daginn og svo skroppið í bæinn þess á milli - borða og versla :) á fim kvöldinu buðu svo Gústi og Gúndi í pizzu og hygge :)
fékk símtal frá Ástu minni á fim kvöld, var búin að reyna að ná á hana og planið var nú að taka allavega 1 öl :P nei, hún hafði þá verið á ráðstefnu í Hollandi (held ég) og því nýkomin heim og var búin að skipuleggja djamm fyrir okkur daginn eftir... hefði svooo verið til en á leiðinni í flug daginn eftir :P mér var hins vegar tilkynnt að ég yrði nú að hözzla grænlendinn, nægur væri nú tíminn til jóla svo ég gæti metið þá og sagt hinum frá :P og ef ekki væri neinn álitlegur þá yrði ég bara hreinlega að taka einn for the team :P ég lofaði því...
flug samferða Jeanette heim föstudeginum og kom svo við í vinnu á leiðinni heim af vellinum :P hehe... endaði auðvitað þar í 3 tíma :P
.
ótrúlega gott að komast í burtu og hitta fólk sem maður þekkir :P þvílíkt endurnærð eftir ferðina, þrátt fyrir vinnu, og mætti rosa fersk og hress til vinnu :) líka rosa gott að finna að maður getur farið :P nú er ég alveg á því að ég vinn ekki lengur en til 5... nema bara örsjaldan :P
fór svo á djammið daginn eftir að ég lenti og á leiðinni heim í planað eftirpartý hitti ég íslendinga... og það líka á svipuðum aldri og ég :P fyrsta skipti sem ég hitti svoleiðis á djamminu :P hér voru ístaksmenn og konur á ferð og þeim var auðvitað boðið með í partý í fína kotið og hér var djammað fram undir morgun eins og íslendingum (og grænlendingum auðvitað) einum sæmir :)
.
djamm í nuuk endar alltaf í eftirpartýi þar sem barirnir loka kl.3... alltaf hægt að finna eftirpartý og líka svaka fínt til að kynnast nýju fólki :P svo skröltar maður heim undir morgun... það er hins vegar misvinsælt daginn eftir :P
.
annars allt fínt að frétta - búin að ná upp fríinu og hef svo verið í hjúkrunarhlutverki í 2 vikur :) Jeanette fékk nýtt krossband og því hálffötluð greyið, með 2 unglinga á gelgjuskeiðinu sem nenna engu og ég mæti því í heimsókn daglega og hjálpa til :) fæ nú alveg fyrir minn snúð í staðinn... frítt að borða :) svo er líka voða gaman að fylgjast með gelgjunum fríka út inná milli :P
.
partý í fína húsinu á föstudag :) finally vinnupartý - planið er endalaus gleði í kjól á háum hælum og mega þynnka á laug :P svo nálgast julefrokost óðum og ég í því að finna dress... hef reyndar hugsað mér að sauma mér... versta er að efnisbúðin í bænum er að leigja húsnæði af okkur (mín deild) og ég þarf að segja henni upp leigunni :P verð að kaupa efnið áður en ég sendi bréfið... :P stórefa að ég fái þjónustu eftir það... múhaha...

sunnudagur, október 18, 2009

hreindýraveiðar

Verð nú að blogga um veiðarnar :) það er nú líka soldið must fyrir mig, get þá lesið yfir þetta eftir ár og aldir og hugsað til baka :)

Lögðum í hann á föstudagseftirmiðdegi, fórum á bátnum hans Isaks, konan hans Karen og tengdó voru með í för... Lars Peter, veiðimaður og eigandi skálans fékk líka far með okkur.

Ég var nú soldið stressuð fyrir brottför - var alveg á því að ég myndi verða sjóveik og var í því að reyna að róa mig og tók líka sjóveikistöflur. Lögðum af stað í rosa fínu veðri, soldið kalt en algjör stilla. Eftir smá túr sofnaði ég svo :P fékk að leggja mig í smástund - var vakin við að liðið tók mynd af mér :P Rétt áður en við komum í skálann vildi Lars Peter endilega reyna að ná sel, þannig við skimuðum öll eftir einum eða fleirum og sáum reyndar allnokkra... Lars Peter skaut og skaut - hitti ekkert og kenndi því um að þetta væri ekki hans riffill :)
Komum svo í skálann og fórum beint í að hita hann upp fyrir kvöldið... rosa fínn skáli, opið rými og svo lokað svefnherbergi með 6 rúmum... Karen fór svo beint í að elda kvöldmat og á meðan á því stóð komu Shiva og Erik á sínum bát og höfðu náð sel á leiðinni... ég fór auðvitað niður að fjöru að fylgjast með atganginum að verka hann og fékk að smakka volga lifrina :P ógeð!

þetta var nú bara eins og drekka blóð :P en maður verður að prófa! Seinna um kvöldið komu svo Faré og Morten hinn danski... kvöldinu eyddum við í rólegheitum inni í skála að spjalla, svo var auðvitað farið snemma í háttinn því við þurftum að fara á fætur um 6 morguninn :)Lögðum í hann um 7 leytið á laug morgni, tókum fyrst jollu áleiðis, löbbuðum í ca. 45 min, kanó í um 30 min, löbbuðum yfir hæð sem tók ca. 20 min og svo aðra jollu á risastóru vatni og skimuðum eftir dýrum á bakkanum... loksins sáum við dýr, klukkan orðin yfir 9 og planið var að ná dýrum fyrir 12... Við skiptum okkur í tvö lið, ég fór með Lars Peter og Isak, Faré og Morten fóru í hina áttina... við vorum að elta dýr sem við höfðum séð en við Lars Peter fórum með vindi og dýrin fundu lyktina af okkur um leið og hurfu... við röltum og röltum og alltaf talaði Lars Peter um að finna lykt af hreindýri - við erum auðvitað að tala um mjög vanann mann :) á endanum gengum við fram á tarf sem lá í makindum um 20 metrum frá og LP skaut hann í hálsinn... svo varð að gera að dýrinu til að hægt væri að bera það til baka, á meðan kíkti ég í kring en fann ekkert... við skildum kjötið eftir og röltum aðeins lengra inn í land að leita að dýri fyrir mig :) rétt eftir hádegi ákváðum við svo að snúa við, vorum með áhyggjur af að refur kæmist í kjötið og vildum koma því í bátinn... vorum líka búin að ganga í um 2 tíma áður en við náðum dýrinu og það tók auðvitað sinn tíma að koma því til baka að bátnum... þetta var erfitt... ég tók afturhlutann, um 20 kg upp á axlirnar og svo röltum við og röltum yfir hæðir... tókum auðvitað pásur inn á milli og svo rétt áður en við komum að bátnum dró Lars Peter mig niður og benti á dýr - kýr, tarfur og kálfur sem röltu í rólegheitunum... við biðum þar til þau komu fram hjá kletti, vorum búin að koma okkur fyrir og svo plaff! ég skaut, hitti ekki, skaut meira og hitti ekki :P kláraði magasinið - og hitti ekkert! hehe... kenni því um að það var ekki kíkir á rifflinum :P en LP náði tarfinum og svo hlupum við á eftir restinni - ég fékk lánaðann riffilinn hans LP, með kíki, og svo komum við auga á kálfinn. Á sama tíma kom Faré og setti sig í stöðu svona ef ske kynni að ég myndi ekki hitta :P ég skaut... og dýrið féll! þvílíkt og annað eins rush hef ég ekki upplifað lengi... stóð á fætur og spurði hvort þetta hefði verið ég! jújú, Faré sagðist hafa skotið á eftir mér svo þetta hefði algerlega verið mitt dráp... veiveivei! æði :) svo þurfti ég að gera að dýrinu, skilja innyflin eftir og búta það í tvennt til að koma því til baka... Svo er það hefð að smakka lifrina volga úr fyrsta dýrinu sem maður skýtur - hún var klárlega betri en sellifurin :P Faré hjálpaði mér og það er alveg hægt að sjá skotið eftir mig í brjóstinu :P
ég var mitt dýr til baka að bátnum meðan Faré fór og hjálpaði LP að koma báðum dýrunum sem hann skaut til baka... svo þurfti auðvitað að fara sömu leið til baka, en með aðeins þyngri byrðar en um morguninn... held að total tala hafi verið 6 stór dýr og 5 kálfar... fórum með allt heila klabbið yfir vatnið stóra - í hressilegum öldugangi - bárum það svo yfir hæðina að kanóunum - sigldum með það yfir litla vatnið og svo skildum við ca. helming eftir þar undir kanóunum... það var að verða dimmt og gæjarnir ákváðu að sækja rest daginn eftir...

tókum eitt dýr pr. mann tilbaka að skálanum og fengum rosa fínar móttökur hjá Karen og tengdó... það var auðvitað tilbúinn matur og mikið svakalega var maður búinn á því :P en á ótrúlega góðan máta :) svo var kvöldið tekið í hygge og snakkað heilan helling um skemmtilegar veiðisögur :)

vöknuðum aftur um 7 á sunnudeginum og ég fékk frí :P þurfti ekki að fara með að sækja kjöt og sat því í rólegheitum í skálanum og úti fyrir og naut góða veðrisins... gæjarnir komu svo um tilbaka rétt eftir hádegi og Karen auðvitað tilbúin með mat :) við vorum búnar að ganga frá öllu áður en þeir komu svo það var bara að byrja að bera dótið í bátana... Faré og LP tóku reyndar upp grænmetisgarðinn sinn og Faré fór svo með mig og Morten upp í fjall að sýna okkur gamlar víkingagrafir - að hans sögn... svo var haldið heim á leið og allir ótrúlega sáttir eftir helgina :) var komin heim um 4 leytið, gekk frá kjötinu - pakkaði því inn og setti í útigeymsluna - fékk mér öl og steinsofnaði á sófanum... svaf í um 2 tíma og svo auðvitað varð maður að ganga frá dóti og að koma sér í bað!
Isak náði svo í kjötið mitt á mánudeginum og fór með það til slátrarans sem bútaði það og vacumpakkaði því svo ég geti tekið það með heim um jólin :)

þetta var ótrúlega góð og spennandi helgi í alla staði :) frábært að fá að vera með svona reyndu fólki og að ég tala nú ekki um heimamönnum :) gef ykkur svo smakk um jólin :P

föstudagur, september 04, 2009

Grænlendingar

er ekki löngu kominn tími á færslu??? held ég hafi lofað oftar en einu sinni lýsingu á grænlendingum... hef ekki skrifað því ég er ennþá að meta þá :P en ég reyni að koma þessu sem best frá mér... tek það fram að þetta er auðvitað mín tilfinning fyrir grænlendingum og þeirra samfélagi - sem er fullt af dönum :P
.
Mér finnst grænlendingar gott ef ekki svipaðir íslendingum - þó vantar þessa endalausu sjálfstæðisbaráttu og "þú ert ekkert betri en ég" viðhorf... en ég finn að þeim langar að komast þangað og eru svo sannarlega á leiðinni með breytt viðhorf eftir að hafa fengið sjálfsstjórn
.
Grænlendingar eru og hafa verið kúgaðir af dönum... sterkt orð en svona er það... danir hafa gert margt gott en það vantar alltaf eitthvað uppá og grænlendingar líta upp til dana með allt! þar kemur inn sjálfstæðisbaráttan... eins og þeir treysti ekki að þeir viti og geti gert hlutina á sama hátt ef ekki betur... þeir eru líka hræddir við að gagnrýna dani og þeirra hætti en það hefur nú heldur betur breyst í vinnunni hjá mér eftir að ég kom :P ekki það að ég sé að drulla yfir dani öllum stundum en ég lít ekki eins upp til þeirra og treysti því að ég viti suma hluti betur :P
.
Þeir hafa hins vegar haft það nokkuð gott undir dönum, hafa t.d. fengið bloktilskud þannig þeir þurfa ekki að kaupa sér húsnæði, leigja það frá kommúnunni eða sjálfsstjórninni... svo er social kerfið svipað hér og í DK, hér kostar ekkert að fara til læknis eða fá lyf en það vantar hins vegar algjörlega uppá að breyta samfélagshugsuninni þegar kemur að drykkju og látunum sem henni fylgir... þar finnst mér danir hefðu mátt koma sterkar inn... samfélagið lítur ennþá framhjá ofbeldi gegn konum að hálfu maka og ég sá unga stelpu, ólétta og blekaða í bænum fyrstu helgina mína hérna... enginn sagði neitt og mér var sagt að þetta væri hluti af grænlandi sem ég þyrfti að sætta mig við! nei takk... þá vil ég frekar eiga þátt í að breyta viðhorfinu...
.
Börnin ganga laus eins og hundarnir... auðvitað ekki öll en rosa mikið um að þau séu hreinlega sjálfala á gangi um bæinn... held þeim líði nú ekkert illa og þetta er auðvitað lítill bær (15þús) þar sem flestir þekkja alla :P kannski er þetta bara svona í sveitinni...
.
Menntunarstig hérna er mjög lágt, hér er ennþá há prósenta ólæsis og flestir sem klára grunnskóla taka "erhvervsuddannelse" nokkurs konar starfsþjálfun og svipar líka til iðnnáms... þó á algjörlega öðruvísi stigi en við skilgreinum það á íslandi... þetta kemur frá DK og er svo sem ekkert út á það að setja en verra þegar hér um bil allir sem á annað borð mennta sig taka þess háttar menntun í staðinn fyrir menntaskóla og svo háskóla... þetta veldur því að mér finnst þeir stundum sjúklega vitlausir :P meina það ekki illa en þegar maður hefur tekið mismunandi stig menntunar þá kemur ákveðin reynsla með og meira common sence :P
.
Það er líka mikið um "svona hefur þetta alltaf verið" viðhorf sem ég held samt að fari að breytast... maður sér tekin hænuskref hér og þar í þá áttina allavega, enda hlýtur það að koma með aukinni sjálfstæðishugsun... ímynda ég mér allavega :P
.
Ég er alveg viss um að ég fái að taka þátt í breytingum á viðhorfum hér :) hlakka mikið til og held að með aukinni áherslu á sjálfstæði þá komi auknar kröfur á samfélagið til betri og meiri menntunar, held að fólkið í landinu fari að gera auknar kröfur til sjálfs síns og setja sér háleitari markmið... og með aukinni menntun þá breytast önnur viðhorf t.d. til drykkju og ofbeldis ásamt uppeldi barnanna :)
.
Samlet op: grænlendingar eru rosa fínt fólk og ótrúlega gott og auðvelt að eiga samskipti við þá, þeir eru þolinmóðir og allir af vilja gerðir til að hjálpa (allavega mér!) :P samfélagið er langt á eftir íslandi en það kemur... strax byrjaðir að komast lengra :) þeir mega líka margir eiga það að þeir víla ekki fyrir sér að ganga í hlutina og redda þessu! það á mjööög vel við mig :)
.
Ég er allavega afskaplega hrifin af landi og þjóð þrátt fyrir hnökra hér og þar :) ég er rosa ánægð hérna, líður vel í vinnunni og fæ mikið hrós frá mínum yfirmönnum :) alltaf jafn mikið að gera en mér finnst það nú bara gaman, allavega enn sem komið er :)
.
Ég er svo að hugsa um að taka mér 3 vikna frí um jólin og ná góðum tíma heima og ágætis stoppi í köben hjá hrefnu sys... þarf að fljúga þar í gegn, er víst ekki á það hættandi að fljúga gegnum kulusuk þar sem maður er oft veðurtepptur þar í lengri tíma á veturna, ætla ekki að vera þar um jólin! enda kostar það svipað að fljúga þangað og svo heim, eins og að fljúga til köben og svo heim :)
.
Eins og ég sagði í byrjun þá er ég alltaf að meta grænlendinga :P það er alveg eins víst að það komi önnur svipuð færsla seinna með breyttu viðhorfi mínu til þeirra :) en ég held ég hafi komið þessu ágætlega frá mér núna...

laugardagur, júlí 25, 2009

komin í litla, fína húsið :)

Nú er ég búin að búa í litla fína húsinu mínu í viku og það er æði!!! Ótrúlegt hvað maður vanmetur svefnherbergi... :P
.
Allt rosa fínt að frétta, ennþá jafn brjálað að gera í vinnunni og áður og það er alltaf jafn gaman :) Þetta er allt að skríða saman, erum að ná að upp þessum mánuði sem enginn var að vinna í deildinni og þá tekur við planlægning fyrir næsta ár og finna út hvað við erum búin að eyða miklu og skipuleggja eyðsluna betur :)
.
Ég nenni ekki að skrifa um grænlendinga akkúrat núna... en hér eru myndir af kotinu :)

Fína kotið :) totally minn litur!

Útsýnið mitt... gamli kirkjugarðurinn - fallegur á sinn hátt

"sólpallurinn" minn :P verður svaka fínt skjól í góðu veðri :)

forstofan og gangurinn - á hægri hönd í forstofunni er wc sem er teppalagt! frekar ógeðfellt en maður passar sig bara að vera í inniskóm :P

hér er svo stiginn upp í svefnherbergið :) á móti stiganum er svo sturta og þvottahús - þangað fer maður líka að þvo sér um hendurnar eftir wc ferðir :P

Af ganginum kemur maður svo inn í eldhús og heldur svo áfram inn í stofu

séð inn í stofu, húsgögnin ekki þau flottustu en ég borga ekkert fyrir þetta :P

restin af stofunni - ágætispláss og sófinn er svefnsófi ef einhver er á leiðinni :)

.

Maturinn ready- kem með grænlendingalýsingar næst :)

laugardagur, júlí 18, 2009

Flutningar...

Daginn hér! eða kveldið...
úher... búið að vera BRJÁLAÐ að gera í arbejden - yfirleitt 10 tímar á dag :) Þetta er rosa stuð - alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og læri helling :)
Vegna sjúklegrar vinnu þá geri ég lítið á kveldin... fór nú samt auðvitað á fredagsbar seinustu helgi - ákváðum að fara á "ströndina" í stað þess að hanga inni í góða veðrinu :) "Ströndin" eru klettar niðri við sjó sem er fínt að sitja á eða leggjast :) Tókum að sjálfsögðu með okkur smá öl og mygga sprey og fórum svo þegar kólnaði til baka á barinn, átum og drukkum soldið meir :) ótrúlega skemmtilegt kvöld, fórum á þá bari sem ég átti eftir að prófa - 2 staðir fullir af eldri blekuðum grænlendingum sem var bara fyndið :) djömmuðum fram eftir nóttu en mín voða skynsöm og hætti að drekka um 1 leytið þannig það var engin þynnka daginn eftir :) eyddi svo restinni af helginni í hvíld og rólegheit :)
.
Nú er Kim - min mentor - farinn og ég ein eftir að slökkva alla litlu eldana út um allt :) fékk algerlega að finna fyrir því í dag - síminn hringdi strax um 9 og þá byrjaði dagurinn :P held ég hafi náð að vinna í 30min að því sem ég ætlaði að klára í dag... svona er þetta, maður hleypur úr einu í annað - redda málunum :) totally me... :P
.
Ég er komin með nýja íbúð - sem er hús algerlega út af fyrir mig :) Það er voða lítið og sætt, ennþá nær vinnunni og með svaka fínt útsýni og smá palli... hendi inn myndum eftir helgi þegar netið er komið þangað :) Ég flyt sumsé um helgina og strax búin að bjóða fólki í heimsókn annað kveld í sötur og mat :) Bergur - íslendingur sem ég kynntist seinustu helgi - kemur í mat og svo kemur kærastinn hans seinna um kvöldið og við hendum okkur í fjörið á aðalstaðnum: Manhattan :)
.
Svo er ég búin að fá loforð um að fara með á hreindýraveiðar :) það þarf víst ekkert skotveiðileyfi hér... maður borgar bara 60DKK fyrir leyfið og byrjar að skjóta :P maður þarf að fara með bát inn í fjörðinn og svo ganga... þarf svoooo að koma mér í ræktina svo maður geti gengið með - þeir tala um hátt í 12 km aðra leið og svo að rogast með dýrið til baka... sendi svo kjetið heim bara! hehehe
.
Annars er lífið gott :) Búið að vera rosa gott veður og ég reyni að vera sem mest úti en ég er ekki með svalir og það er ekki mikið um bekki eða staði til að tylla sér á í góða veðrinu - svo er ég líka stungin svo mikið að mygga að ég var að spá í að vera inni bara :P alveg sama þótt ég beri einhvern viðbjóð á mig - en það er reyndar líka rosa mikið af bítandi mýi hérna... spurning hvort það sé mygga eða mýið :P ég er komin með einhverjar voða allergi pillur sem vonandi slá á þetta allt saman :) þá get ég kannski verið í sólbaði á pallinum mínum fína :)
.
Ég kem svo næst með lýsingu á grænlendingum Elsa mín :)
Hilsen

sunnudagur, júlí 05, 2009

Rólegur sunnudagur...

Jú, móðir - þó íbúðin sé lítil þá er vissulega öllu haganlega komið fyrir og mjög flottar innréttingar :) Ég þarf að vísu að vinna í því að fá rúm í staðinn fyrir ekki svo góða svefnsófann...
.
Ég tók mér göngu niður að sjó í góða veðrinu í dag, skilst að það hafi verið um 15 gráður og sól :) tók nokkrar myndir...


Þetta er nú ekkert leiðinlegt útsýni...

Kom mér fyrir uppá hól í vari frá smá golu

- tók bók með mér og hékk þarna í sólbaði í um 3 tíma...

Um 5 leytið þá sigldu framhjá fullt af bátum í röð og flautuðu

-sneru svo við og flautuðu meira og sigldu burt... þarf að komast að því á morgun hvað málið er...

Job i Grønland

Júbb... ég hef verið beðin að láta vita að það er laus staða skrifstofustjóra hér hjá Grænlensku sjálfsstjórninni - á sama stað og ég er að vinna :) Þau vilja endilega fá íslending og staðan er laus sem fyrst. Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband :) Það yrði svipaður pakki og ég fæ, frítt húsnæði með öllu í ca. ár en ég hef samt ekki fengið uppgefið hver launin eru...

föstudagur, júlí 03, 2009

úher...

Hér smellur í góm... þannig tala grænlendingar ;) kokalelattea... eitthvað þannig :P Væri ótrúlega gaman að læra þetta mál... læri kannski smá, ekki allt :P
first things first - íbúðin og myndir... Ég bý sumsé í ca. 30m2 stúdíóíbúð á 10 hæð í nýju húsi á Jagtvej 9, útsýnið ótrúlegt - ef maður horfir ekki á hinn "turninn" sem er um 20 metrum frá mínum :P En þetta er auðvitað bara tímabundið en mér skilst að ég gæti verið hér í dágóðann tíma þó yfirmaður minn (Jeanette - frábær!) vilji endilega að ég fái stærri íbúð og er víst að vinna mikið í því... here are the pics:

Inngangurinn... kannski pínu þröngt með þennan fataskáp þarna - en hann kemst eiginlega hvergi annars staðar fyrir :)

Hér er svo fínafína baðið -hiti í gólfi og þvottavél + þurrkari bak við hurðina, gengið inn frá ganginum... hefði samt þegið stærra borð fyrir allt draslið mitt :P

Séð frá enda gangsins... rúmið er svefnsófi þó ég hafi nú ekki ennþá nennt að ganga frá honum :P sést svo yfir að hinum enda rýmisins... þetta er nú ekki stórt ;)

Séð frá glugganum við rúmið - eldhúsið rúmgott og fínt... og að sjálfsögðu með uppþvottavél :P Eins hér og í DK... spara heitavatnið (hitað í katli sem er í skáp í forstofunni)

Hér sést frá hinum endanum... rúmið fína og eldhúsið... ekkert langhlaup hér ;)

Og ekki má gleyma þessu dýrindis útsýni ;)


Sama hér - maður passar sig bara að líta örlítið til hliðar svo maður horfi ekki inn í turninn ;)

.

Byrjaði að vinna í gær... dagurinn byrjaði með látum - lyklakerfið í algjörri steik og enginn aðgangskóði (seglakerfi). Var víst búið að reka þann sem sá um þetta mál og næstum víst að það hafi verið hann sem stútaði tölvunni með öllum admin aðgangi... Hefði svo sem ekki verið mikið vandamál ef ekki hefði verið fyrir það að sama dag var verið að skipta um hreingerningarfyrirtæki í öllum byggingunum (mitt svið) og þau þurftu víst nýja lykla... Fyrirtækið sem svo sá um að þjónusta kerfið (setja upp lás og þannig) vildi ekki láta af hendi sinn admin kóða því við vorum víst líka að skipta þeim út... og þeir ekki sáttir - alveg 100 á því að við værum að brjóta einhvern samning sem var síðan víst eingöngu í gildi 2007 (gæjinn sem ég er að taka við af búinn að gera munnlegan síðan)... anyhow... yfirmaður í lyklaveldinu lét ekki ná í sig þrátt fyrir hótanir um lögreglu kveldið áður... og það fór svo - löggan sótti greyið og honum skipað að láta þenna kóða af hendi eftir þref milli lögfræðinga...

Kóðinn kominn og þá var eftir að átta sig á óreiðunni sem þetta helv.... kerfi er og útbúa um 50 mismunandi lykla fyrir ræstitæknana... þetta tók auðvitað allan daginn og í samstarfi við nýja rekstaraðilann breyttum við örlitlu í lyklunum - hann bara gleymdi að maður þarf að breyta dyrunum líka :P þannig allir lyklarnir komu til baka og gera allt uppá nýtt! var að vinna til um 6 í gær til að vera viss um að enginn kæmi einu sinni enn...

Svo var mér hent á fund með arkitektinum í dag og við erum víst að breyta helling í einni byggingunni og byrjum í næstu viku - erum með byggmester en hann þykist vera að fara í frí í 2 vikur af þeim 4 sem verkið tekur - og má víst ekki taka lengri tíma :P þessu þarf ég að redda skilst mér og sjá um - enda svo sem í starfslýsingunni ;) frábært samt hvernig maður fær stórt verkefni í hendurnar og veit ekkert hvað það snýst um :P

sumsé - langir síðustu 2 dagar en ótrúlega skemmtilegir bara ;) nóg að gera - allir í vinnunni (tja, eða langflestir) rosa hressir og góðir húmoristar, allavega allir sem ég vinn með ;) fékk hrós strax í dag fyrir daginn í gær ;) brjálað að gera virðist hjá öllum - fylgir því víst þegar ríki fer úr heimastjórn í sjálfsstjórn en það er bara gaman ;) læri fullt og allir mjög jákvæðir þrátt fyrir miklar annir :)

Á morgun er svo kursus fyrir nýja starfsmenn sjálfsstjórnarinn og mér skilst að það sé fredagsbar eftir það! vúhú!!! fer klárlega með þangað...

p.s. - gekk í svefni í nótt og færði meira að segja til stól! aldrei gert það áður! endalaust nýjar upplifanir í landinu græna :) mjög sátt við það :)

mánudagur, júní 29, 2009

Grænland

Mætt til fyrirheitna landsins :P mætti hér í hádeginu eftir hrikalega ókyrrð í lendinu -þvílíkur fiðringur í mallanum! Grenjandi rigning og rok um leið og ég kom :P ekta íslenskt vetrarveður :P
Fékk rosa fínar móttökur, yfirmaður minn tók á móti mér og rúntaði með mér um bæinn... fórum svo upp í vinnu að hitta helling af liði þar :P svo var förinni heitið í íbúðina mína - þessa pre tímabundna :) rosa fín stúdíóíbúð í alveg nýju húsi. Að vísu er ekkert internet hérna en þá stelur maður bara af nágrannanum :P eingöngu ein stöð í sjónvarpinu - DR1 - ríkissjónvarp DK. Eins gott ég kom með bók...
Skíðasvæðið hérna virkar voða stórt (miðað við Bláfjöllin)... en opnar víst ekki fyrr en um jólin, er sum sé ekki á jöklinum :P en er eiginlega alveg inní borginni.
Svo fór ég að skoða hvar ÍSTAK er að byggja, þvílíkur uppgangur hérna í jaðri borgarinnar...verið að byggja á fullu :)
Annars er ég voða ánægð með þetta allt saman:) Allir ótrúlega næs og taka vel á móti manni, greinilega hress hópur sem ég verð að vinna með :) líst rosa vel á þetta allt saman...
Er svo í fríi á morgun, get aðeins röltað um og áttað mig betur á þessu... fer svo að vinna á miðvikudag en Kim sem á að setja mig inn í jobbið kemur víst ekki fyrr en á föstudag og verður með mér í 2 vikur. Svo komst ég að því í dag að ég fæ afslátt í ræktina - þarf að drífa í því :)
tútílú :) verð með fréttir þegar ég get stolist á netið :P
(internetkaffið er bilað!)

miðvikudagur, júní 24, 2009

Flúin land...

Komið að því... eftir langa pásu í blogginu held ég áfram :) var búin að tala um það að ef ég myndi flýja land þá kæmi að því...

Veruleikinn að kikka feitt inn... fer á mánudag og bara rétt nýbyrjuð að pakka og ekki ennþá komið á hreint hvað ég þarf að taka með :P Svo er ennþá allt á fullu á Miklubrautinni, aaaalveg að klára kjallarann, krossa fingur að ég nái því áður en ég fer...

En til að ná að hitta sem flesta áður en ég fer þá er ég með opið hús hjá ma + pa, Áslandi 6b-Mosó, á laugardag frá kl.14... Vil endilega sjá sem flesta kíkja við og smella kossi bless :)

Verð svo hér með frásagnir af jöklinum :)

Grænlendus...