þriðjudagur, desember 08, 2009

Julefrokost

Fór á Julefrokost með vinnunni á föstudag og það var nú alvöru frokost :) byrjað í "marmorhallen" - móttakan í þinginu og sungið saman... ég missti nú reyndar af því sökum vinnu en var mætt rétt um eitt þegar átti að byrja að borða :) við í Økonomi- og Personalestyrelsen heyrum undir Departament of Finans og því var raðað upp borðum á ganginn hjá þeim sem er í sömu byggingu og þingið... Við vorum í allt um 70 manns, fengum fullt af alvöru dönskum julefrokost mat... sem þýddi að ég var svöng!!! borðaði nokkrar rækjur og brauðsneið með engu og endaði með því að finna mér afsökun að skjótast heim :P sagðist hreinlega verða að sækja cameruna og borðaði svo morgunkorn heima :P
það var að sjálfsögðu skálað og skálað... ansi margir byrjuðu med det samme en skynsemin hér á bæ nær engum mörkum og ég byrjaði ekki "fyrr en" um 4 leytið... helvíti ánægð með það því um klukkutíma síðar voru nú einhverjir ansi hressir á því! þeir fóru svo heim um 7 leytið... ég hins vegar trallaði og skemmti mér langt fram á kvöld, dansaði eins og enginn væri morgundagurinn og það besta var að af því við vorum í sömu byggingu og þingið þá var hægt að heimsækja fleiri deildir :) byggingin rúmar sum sé þingið og 8 ráðuneyti... um að gera að nýta sér fest til að stimpla sig inn :P held ég hafi reyndar hent fram þeirri speki áður...
eftir mikið rölt á mega háum hælum og í fínum kjól var auðvitað farið í bæinn og þar er því miður smá pása í mínu minni! breytir reyndar engu... fórum á sama bar og hérumbil alltaf svo ég held hausinn á mér blandi þessu bara öllu saman og geri engan mun á þessu fylleríinu eða hinu :P
ég, bossinn og vinkonan, pólitíkus og túlkur enduðum svo í eftirpartýi heima hjá mér... spiluðum fullt af músík og dönsuðum fram undir morgun :) fólk var svo farið heim rétt yfir 5... geri aðrir betur takk! hehe...
laugardagurinn eins og við var að búast... þvílík þynnka og ekki séns að koma sér á lappir :) svissaði milli sængur og sófa allan daginn og fram á sun morgun :) best þegar maður þarf ekki að gera neitt daginn eftir 13 tíma djamm... :P
er gríðaránægð með þetta allt saman :) þó það vanti smá bar inní þá var samt rosa gaman og engin vitleysa í gangi... sem því miður alltof margir fóru út í :P en það fylgir víst julefrokost...
.
kem heim eftir 12 daga...

2 ummæli:

Unknown sagði...

sound good, sé samt ekki fyrir mér mega hæla og Grænland....sé það bara ekki sama hvað ég reyni hehehehe

Hlakka brjálað til að fá þig heim xxx

Embla Kristjánsdóttir sagði...

hehehe... maður tekur nú alltaf auka skó með til að ganga á í snjónum :)en maður þarf nú ekkert að vera minni pæja innandyra :P