mánudagur, janúar 30, 2006

spámaður...

eftir lestur á blogginu hennar Evu pæju kíkti ég á spamadur.is... og las mér til um spádómstréð mitt... ég er ekki frá því að þeir hafi nokkuð rétt fyrir sér...

Fíkjutré - Skynsemi 14.06-23.06 & 12.12-21.12
Manneskjan býr yfir miklum styrk, er sjálfstæð og gædd góðum gáfum. Hún gæti komist langt á hæfileikum sínum en hættir til að vera löt og nokkuð einþykk á stundum. Hún er ekki hrifin af deilum og eru þá rökræður meðtaldar.
Manneskjan hefur ágæta kímnigáfu og dreifir kröftum sínum víða. Hún er barngóð og setur fjölskyldu sína í öndvegi. Heimilisdýrið nýtur oft mikillar hylli líka, svo og önnur dýr.
.
...fyrir utan þetta með að vera barngóð...
...á heldur ekki dýr, ekki ennþá allavega...

laugardagur, janúar 28, 2006

þjóðarstoltið...

...nú er maður að springa úr þjóðarstolti...
.
okkur gengur vel í handboltanum
.
og
.
það er búið að reka Herra landsins
.
.
TIL HAMINGJU ÍSLAND

fimmtudagur, janúar 12, 2006

á klakanum...

jú, lítið um að vera hér eins og vanalega þegar ég er mætt á klakann... búin að vera heima síðan rétt fyrir jól og fer ekki fyrr en í lok janúar... ennþá nægur tími til að hitta fólk :)
gerði sama og ekkert um jólin... alveg eins og það á að vera :) át mikið og hitti fólk... og djammaði :) ekkert nema gaman bara... er svo farin að vinna niðrí HH, eitthvað smá allavega... veit ekki hvað ég nenni að vinna mikið og er jafnvel að spá í að stytta veru mína og mæta til köben ca. viku fyrr en upphaflega planið gerði ráð fyrir... ná mér í smá frí áður en skólinn byrjar :) á eftir að skoða hvort buddan þoli það...
en nú er tími skiplagninga... must að hitta það fólk sem er eftir :) vona bara að liðið sem býr úti á landi kíki kannski í bæinn svo mar nái að kasta á það kveðju og kossi... nú, ef ekki þá er alltaf næst :) sem verður ek fyrr en í sumar... stefnan tekin á skíðaferð um páskana :)
læt þetta nægja að sinni... óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs... með þökkum fyrir það gamla :)