laugardagur, júlí 25, 2009

komin í litla, fína húsið :)

Nú er ég búin að búa í litla fína húsinu mínu í viku og það er æði!!! Ótrúlegt hvað maður vanmetur svefnherbergi... :P
.
Allt rosa fínt að frétta, ennþá jafn brjálað að gera í vinnunni og áður og það er alltaf jafn gaman :) Þetta er allt að skríða saman, erum að ná að upp þessum mánuði sem enginn var að vinna í deildinni og þá tekur við planlægning fyrir næsta ár og finna út hvað við erum búin að eyða miklu og skipuleggja eyðsluna betur :)
.
Ég nenni ekki að skrifa um grænlendinga akkúrat núna... en hér eru myndir af kotinu :)

Fína kotið :) totally minn litur!

Útsýnið mitt... gamli kirkjugarðurinn - fallegur á sinn hátt

"sólpallurinn" minn :P verður svaka fínt skjól í góðu veðri :)

forstofan og gangurinn - á hægri hönd í forstofunni er wc sem er teppalagt! frekar ógeðfellt en maður passar sig bara að vera í inniskóm :P

hér er svo stiginn upp í svefnherbergið :) á móti stiganum er svo sturta og þvottahús - þangað fer maður líka að þvo sér um hendurnar eftir wc ferðir :P

Af ganginum kemur maður svo inn í eldhús og heldur svo áfram inn í stofu

séð inn í stofu, húsgögnin ekki þau flottustu en ég borga ekkert fyrir þetta :P

restin af stofunni - ágætispláss og sófinn er svefnsófi ef einhver er á leiðinni :)

.

Maturinn ready- kem með grænlendingalýsingar næst :)

laugardagur, júlí 18, 2009

Flutningar...

Daginn hér! eða kveldið...
úher... búið að vera BRJÁLAÐ að gera í arbejden - yfirleitt 10 tímar á dag :) Þetta er rosa stuð - alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og læri helling :)
Vegna sjúklegrar vinnu þá geri ég lítið á kveldin... fór nú samt auðvitað á fredagsbar seinustu helgi - ákváðum að fara á "ströndina" í stað þess að hanga inni í góða veðrinu :) "Ströndin" eru klettar niðri við sjó sem er fínt að sitja á eða leggjast :) Tókum að sjálfsögðu með okkur smá öl og mygga sprey og fórum svo þegar kólnaði til baka á barinn, átum og drukkum soldið meir :) ótrúlega skemmtilegt kvöld, fórum á þá bari sem ég átti eftir að prófa - 2 staðir fullir af eldri blekuðum grænlendingum sem var bara fyndið :) djömmuðum fram eftir nóttu en mín voða skynsöm og hætti að drekka um 1 leytið þannig það var engin þynnka daginn eftir :) eyddi svo restinni af helginni í hvíld og rólegheit :)
.
Nú er Kim - min mentor - farinn og ég ein eftir að slökkva alla litlu eldana út um allt :) fékk algerlega að finna fyrir því í dag - síminn hringdi strax um 9 og þá byrjaði dagurinn :P held ég hafi náð að vinna í 30min að því sem ég ætlaði að klára í dag... svona er þetta, maður hleypur úr einu í annað - redda málunum :) totally me... :P
.
Ég er komin með nýja íbúð - sem er hús algerlega út af fyrir mig :) Það er voða lítið og sætt, ennþá nær vinnunni og með svaka fínt útsýni og smá palli... hendi inn myndum eftir helgi þegar netið er komið þangað :) Ég flyt sumsé um helgina og strax búin að bjóða fólki í heimsókn annað kveld í sötur og mat :) Bergur - íslendingur sem ég kynntist seinustu helgi - kemur í mat og svo kemur kærastinn hans seinna um kvöldið og við hendum okkur í fjörið á aðalstaðnum: Manhattan :)
.
Svo er ég búin að fá loforð um að fara með á hreindýraveiðar :) það þarf víst ekkert skotveiðileyfi hér... maður borgar bara 60DKK fyrir leyfið og byrjar að skjóta :P maður þarf að fara með bát inn í fjörðinn og svo ganga... þarf svoooo að koma mér í ræktina svo maður geti gengið með - þeir tala um hátt í 12 km aðra leið og svo að rogast með dýrið til baka... sendi svo kjetið heim bara! hehehe
.
Annars er lífið gott :) Búið að vera rosa gott veður og ég reyni að vera sem mest úti en ég er ekki með svalir og það er ekki mikið um bekki eða staði til að tylla sér á í góða veðrinu - svo er ég líka stungin svo mikið að mygga að ég var að spá í að vera inni bara :P alveg sama þótt ég beri einhvern viðbjóð á mig - en það er reyndar líka rosa mikið af bítandi mýi hérna... spurning hvort það sé mygga eða mýið :P ég er komin með einhverjar voða allergi pillur sem vonandi slá á þetta allt saman :) þá get ég kannski verið í sólbaði á pallinum mínum fína :)
.
Ég kem svo næst með lýsingu á grænlendingum Elsa mín :)
Hilsen

sunnudagur, júlí 05, 2009

Rólegur sunnudagur...

Jú, móðir - þó íbúðin sé lítil þá er vissulega öllu haganlega komið fyrir og mjög flottar innréttingar :) Ég þarf að vísu að vinna í því að fá rúm í staðinn fyrir ekki svo góða svefnsófann...
.
Ég tók mér göngu niður að sjó í góða veðrinu í dag, skilst að það hafi verið um 15 gráður og sól :) tók nokkrar myndir...


Þetta er nú ekkert leiðinlegt útsýni...

Kom mér fyrir uppá hól í vari frá smá golu

- tók bók með mér og hékk þarna í sólbaði í um 3 tíma...

Um 5 leytið þá sigldu framhjá fullt af bátum í röð og flautuðu

-sneru svo við og flautuðu meira og sigldu burt... þarf að komast að því á morgun hvað málið er...

Job i Grønland

Júbb... ég hef verið beðin að láta vita að það er laus staða skrifstofustjóra hér hjá Grænlensku sjálfsstjórninni - á sama stað og ég er að vinna :) Þau vilja endilega fá íslending og staðan er laus sem fyrst. Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband :) Það yrði svipaður pakki og ég fæ, frítt húsnæði með öllu í ca. ár en ég hef samt ekki fengið uppgefið hver launin eru...

föstudagur, júlí 03, 2009

úher...

Hér smellur í góm... þannig tala grænlendingar ;) kokalelattea... eitthvað þannig :P Væri ótrúlega gaman að læra þetta mál... læri kannski smá, ekki allt :P
first things first - íbúðin og myndir... Ég bý sumsé í ca. 30m2 stúdíóíbúð á 10 hæð í nýju húsi á Jagtvej 9, útsýnið ótrúlegt - ef maður horfir ekki á hinn "turninn" sem er um 20 metrum frá mínum :P En þetta er auðvitað bara tímabundið en mér skilst að ég gæti verið hér í dágóðann tíma þó yfirmaður minn (Jeanette - frábær!) vilji endilega að ég fái stærri íbúð og er víst að vinna mikið í því... here are the pics:

Inngangurinn... kannski pínu þröngt með þennan fataskáp þarna - en hann kemst eiginlega hvergi annars staðar fyrir :)

Hér er svo fínafína baðið -hiti í gólfi og þvottavél + þurrkari bak við hurðina, gengið inn frá ganginum... hefði samt þegið stærra borð fyrir allt draslið mitt :P

Séð frá enda gangsins... rúmið er svefnsófi þó ég hafi nú ekki ennþá nennt að ganga frá honum :P sést svo yfir að hinum enda rýmisins... þetta er nú ekki stórt ;)

Séð frá glugganum við rúmið - eldhúsið rúmgott og fínt... og að sjálfsögðu með uppþvottavél :P Eins hér og í DK... spara heitavatnið (hitað í katli sem er í skáp í forstofunni)

Hér sést frá hinum endanum... rúmið fína og eldhúsið... ekkert langhlaup hér ;)

Og ekki má gleyma þessu dýrindis útsýni ;)


Sama hér - maður passar sig bara að líta örlítið til hliðar svo maður horfi ekki inn í turninn ;)

.

Byrjaði að vinna í gær... dagurinn byrjaði með látum - lyklakerfið í algjörri steik og enginn aðgangskóði (seglakerfi). Var víst búið að reka þann sem sá um þetta mál og næstum víst að það hafi verið hann sem stútaði tölvunni með öllum admin aðgangi... Hefði svo sem ekki verið mikið vandamál ef ekki hefði verið fyrir það að sama dag var verið að skipta um hreingerningarfyrirtæki í öllum byggingunum (mitt svið) og þau þurftu víst nýja lykla... Fyrirtækið sem svo sá um að þjónusta kerfið (setja upp lás og þannig) vildi ekki láta af hendi sinn admin kóða því við vorum víst líka að skipta þeim út... og þeir ekki sáttir - alveg 100 á því að við værum að brjóta einhvern samning sem var síðan víst eingöngu í gildi 2007 (gæjinn sem ég er að taka við af búinn að gera munnlegan síðan)... anyhow... yfirmaður í lyklaveldinu lét ekki ná í sig þrátt fyrir hótanir um lögreglu kveldið áður... og það fór svo - löggan sótti greyið og honum skipað að láta þenna kóða af hendi eftir þref milli lögfræðinga...

Kóðinn kominn og þá var eftir að átta sig á óreiðunni sem þetta helv.... kerfi er og útbúa um 50 mismunandi lykla fyrir ræstitæknana... þetta tók auðvitað allan daginn og í samstarfi við nýja rekstaraðilann breyttum við örlitlu í lyklunum - hann bara gleymdi að maður þarf að breyta dyrunum líka :P þannig allir lyklarnir komu til baka og gera allt uppá nýtt! var að vinna til um 6 í gær til að vera viss um að enginn kæmi einu sinni enn...

Svo var mér hent á fund með arkitektinum í dag og við erum víst að breyta helling í einni byggingunni og byrjum í næstu viku - erum með byggmester en hann þykist vera að fara í frí í 2 vikur af þeim 4 sem verkið tekur - og má víst ekki taka lengri tíma :P þessu þarf ég að redda skilst mér og sjá um - enda svo sem í starfslýsingunni ;) frábært samt hvernig maður fær stórt verkefni í hendurnar og veit ekkert hvað það snýst um :P

sumsé - langir síðustu 2 dagar en ótrúlega skemmtilegir bara ;) nóg að gera - allir í vinnunni (tja, eða langflestir) rosa hressir og góðir húmoristar, allavega allir sem ég vinn með ;) fékk hrós strax í dag fyrir daginn í gær ;) brjálað að gera virðist hjá öllum - fylgir því víst þegar ríki fer úr heimastjórn í sjálfsstjórn en það er bara gaman ;) læri fullt og allir mjög jákvæðir þrátt fyrir miklar annir :)

Á morgun er svo kursus fyrir nýja starfsmenn sjálfsstjórnarinn og mér skilst að það sé fredagsbar eftir það! vúhú!!! fer klárlega með þangað...

p.s. - gekk í svefni í nótt og færði meira að segja til stól! aldrei gert það áður! endalaust nýjar upplifanir í landinu græna :) mjög sátt við það :)