þriðjudagur, nóvember 29, 2005

komin aftur...

komin aftur til kóngsins köben eftir 2ja vikna dvöl á klakanum... og djöfuls kuldi var allan tímann!!! hélt það væri kalt hérna en djíses... ekkert á við gamla kalda ísland...
.
vikurnar tvær voru sæmilega fljótar að líða... var að vinna í skrekknum og nældi mér síðan í aðeins meira að gera... er því komin með pening í vasann fyrir jólin... og nú verða sko keyptar buxur sem passa!!!
.
framundan er endalaus lærdómur... lærði ekkert á meðan ég var heima eins og ég ætlaði að gera... og lokapróf 19.des... verð að koma mér í "sofa kl.22 og vakna kl.07" pakkann einn tveir og tíu ef ég ætla mér hreinlega að ná þessu á sómasamlegan hátt... hlakka ei til...
.
takk fyrir hittinginn allir saman og sjáumst aftur eftir um 4 vikur :)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

langt síðan síðast...

hmmm... rosalega er langt síðan ég bloggaði síðast... og hef reyndar ekki saknað þess neitt :) vona bara að aðrir hafi heldur ekki saknað þess...
.
sá að ég er víst að blogga í 105 skipti... mér finnst það voða mikið en held það standist enga mælikvarða í bloggheiminum... er búin að vera með þetta blogg í held 1 og hálft ár...
.
er búin að vera massa busy undanfarið... tók tvö próf í síðustu viku og sama og ekkert sofið eftir því... varð svo að sjálfsögðu að leggja mig eftir það :) svo daginn eftir kom hún mútta mín og dekraði við okkur systurnar í 5 daga :) takk fyrir það momy! reyndar alltaf soldið leiðinlegt þegar fólk fer héðan... þá tekur alltaf við hið daglega, og að mér finnst soldið leiðinlega, líf... skólinn er eiginlega bara massa leiðinlegur þessa önnina og það er svoooo niðurdrepandi að vita til þess að maður þarf að fara aftur á fullt þegar fólk fer heim... sem er það nákvæmlega sem gerðist núna... verkefnaskil á fös... man, engan veginn að nenna því...
.
læt mig þó heldur betur hafa það og skal sko skila inn flottu verkefni... því ég kem heim á fös!!! hlakka til... og verð í heilar 2 vikur :) :) :) ætlað vinna smá í HH en restina verð ég í "fríi"... þarf náttlega að læra slatta... og vera á msn til að spjalla við grúppuna mína... en það verður hittingur á vonandi sem flesta :)
.
must að skella sér í lærdóminn... hitti ykkur eftir smá :)