þriðjudagur, maí 24, 2005

bíð spennt...

ég bíð enn spennt eftir fréttum af ingu maju... ætli hún gangi ekki með svipað langt fram yfir eins og síðast??? minnir að það hafi verið um vika...

það er held ég það eina sem ég get verið spennt yfir þessa dagana... held ég hafi aldrei séð eins rólega tíð í bloggheiminum eins og núna!!! það liggur við að það taki því ekki að taka "blogghringinn"... held það sé orðið nóg að reyna það einungis um helgar!!! sem er náttlega ekki nógu gott... minni eini og sanni yndislestur í skólanum :) hehe...

...þar sem ég er búin að vera bara helvíti dugleg... sé fram á að við náum að sona "rapitup" áður en gellurnar mæta á svæðið... 2.júní!!! það verður djamm dauðans... hver veit nema mar taki grillarann á þetta í góða veðrinu??? ef það helst... búið að vera fanta fínt undanfarna daga, mega hiti og sól inn á milli :) og veðurspáin segir að það eigi að vera 30 stiga hiti næstu helgi!!! spáið í því... hahahahaha, frostafólkið á klakanum...

eins fallegt samt að það verði komið betra veður eftir ja... 3 vikur... þá kem ég heim!!! var að kaupa mér svo mikið af fötum... nikita ja... og vantar veður til að ganga í þeim!!! panta það...

annað sem ég er spennt fyrir: koma heim...

þriðjudagur, maí 17, 2005

enn ein ólétt..

shæza mar... nú er enn ein orðin ólétt af vesturbæjargellunum... ein búin að eiga og þá orðnar 3 sem eiga von á sér... vanda sú nýjasta... til hamingju með það!!! þær eru nú ekkert smá frjóar gellurnar... 4 að eiga á sama árinu... og eins og þær segja þá er víst planið að safna í fótboltalið!!!

svo er inga maja á steypirnum núna... er víst komin með fyrirverki... ætli hún eigi ekki bara 19??? hún yrði ábyggilega fegin... er alveg komin með ógeð á bumbuveseni...

út í annað...

ég held án gríns að danski meðleigjandi minn hafi verið að kaupa sér þjónustu gleðikonu!!! núna á laugardag... hún kom hérna hún "Jessica", inn í herbergi, lokað vel og vandlega og svefnpoki hengdur fyrir hurðina, og fór aftur eftir hálftíma!!! og ég hef staðfestar heimildir fyrir því að hún afklæddist!!! kannski var þetta þó bara vinkona hans að gera honum stóran greiða :) eða kannski fór hún sona snemma því hún hefur farið í fýlu eða eitthvað... en þetta var mjög súrrealískt...

var veik meirihlutann af síðustu viku og tók svo helgina með trompi!!! fékk mér öl á fös, fór á djamm á laug, og meiri öl strax um 5 leytið á sun og langt fram eftir kvöldi... og heilsan í dag eftir því!!! var að deyja í gær... þurfti samt að mæta í skólann svona líka vel mygluð og annar í þynnku í dag... handónýt!

ég er alveg komin á það að mar á annað hvort að djamma báða dagana allar helgar til að halda sér í æfingu eða bara einn dag hverja helgi... alltaf!!! fanta erfitt að drekka sona nokkra daga í röð þegar mar hefur ekki gert það lengi... er að spá í að gera þetta aftur næstu helgi og taka sumarið snemma :)

svo er alveg spurning að drekka bara alla vikuna fyrir verslunarmannahelgar og soleiðis... sona til að meika heimferðina og dagana þar á eftir!!! held ég hafi immit upplifað verstu þynnku í heimi síðustu þjóðhátíð...

vert að hugsa um... sérstaklega í miðri prófatörn!!!

mánudagur, maí 09, 2005

prófið búið...

!!TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GRÍMA SYS!!

veivei!!! prófið (kynningin...) er búið! og gekk líka bara allt í lagi miðað við... hélt að hópurinn myndi kúka á sig og fara að grenja en allt kom fyrir ekki... allir stóðu sig bara fínt :) mikil gleði þar á ferð... og beint á barinn!!! jújú, drakk mig svona líka helölvaða á fös... fólki í kringum mig til mikillar gleði!!! vantar hér og þar í kvöldið en sýnu minna en ég hélt þegar ég vaknaði á laug...

ég kenni þreytunni alfarið um þetta... var vakandi allt of mikið dagana fyrir próf, hékk í afríkulandinu öllum stundum, langt fram á nótt og kom heim einungis til að reyna að eitra fyrir sambýlingum mínum með fjölskyldutáfýlunni... og huxið ykkur... ég reyndi í næstum heila viku og þeir eru allir enn við hestaheilsu!!! þeir eiga bara hrós skilið... og það vita þeir sem hafa búið með mér eða einhverjum úr minni familíu!

sona fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ég er að tala um þá er þetta ekkert grín!!! stundum þegar ónefndur aðili í familíunni fer í bað eða shower þá er ennþá fýla eftir þá hreinsiathöfn... það segir meira en nokkuð annað!!! er að spá í að tala við kára hjá íslenskri erfðagreiningu og biðja hann að analysera þetta vandamál... og finna lyf hið snarasta!!!

annars er bara allt ferlega fínt að frétta... tók helgina í þynnku dauðans á laug og svo róleg á sun... kíkti til Frikka með ástu á sun og bauð henni svo heim að skoða myndir sem ég lét framkalla fyrir ekki svo löngu síðan... framkallaði 7 filmur sem ég fann í skúffum í flutningunum í sumar... mega snilld!!! myndir síðan ég og liðið úr Hlíðaskóla vorum ca. 18 ára... myndir frá Lux... svo voru líka myndir af okkur gellunum með vesturbæjargellunum á leið á sveitaball í Njálsbúð... ballið þar sem við gerðum allt vitlaust og ég held að við höfum allar með tölu endað í slagsmálum!!! það var snilld... og það besta var að við fengum að gista hjá frænda ástu og konu hans sem var staðgengill sýslumanns þetta kvöld... veit samt ekkert hvort hún hafi vitað af okkur öllum þarna í slagsmálum... held að hún hefði nú ekkert litið allt of vel út ef allir hefðu vitað að við værum á hennar vegum.... sona getur mar verið klikkaður stundum!!! ó, hver glöð var vor æska...

memorís... gaman að rifja sona crapp upp... kem með myndirnar á klakann í sumar og leyfi ykkur að skoða... það er rétt rúmur mánuður þangað til :)

!!AUGLÝSA HERBERGI TIL LEIGU Í KÖBEN Í SUMAR!!

mánudagur, maí 02, 2005

h&m

samkvæmt bloggheiminum þá er H & M að fara að opna á klakanum... til hamingju!!! shit hvað ég þekki mikið af gellum sem eiga eftir að gera h&m ennþá ríkara... og hver veit nema ég leggi mitt af mörkum í sumar??? after all... þá fæ ég taxfree á klakanum!!! en þetta er frábært og enn og aftur til hamingju chicks on iceland...
.
eina leiðinlega við þetta mál er að ég er nokkuð viss um að mar fái færri heimsóknir á komandi árum en annars hefði getið orðið... eða þá að dæmið snúist við og fólk fari að spara meira en áður með því að versla í h&m???? mar veit ekki... vona það... það er svo helvíti gaman að fá lið í heimsókn...
þá verður fólk bara að einbeita sér enn meira að ölinu... :)
.
...til lukku...

djamm í miðjum prófum...

er ekki búin að gera mikið yfir helgina frekar en á föstudag... hef hreinlega ekki nennt neinu... og það er nú einu sinni þannig að þegar mar er ekki í stuði þá þýðir bara ekkert að reyna... mar á bara að gera eitthvað allt annað!!! held að allir hafi lent í þessu... lesa og lesa og muna ekki rassgat hvað mar var að lesa... þá er alveg eins gott að taka sér pásu bara... don't you think???

reyndar var dulítil þynnka á laug... hrefna sys bauð mér á tónleika með einhverju norsku bandi á fös og hallinn kíkti með... og við enduðum bara á djamminu!!! við systurnar þó nokkru meira en hallinn... urðum sæmilega ölvaðar og í góðum fílíng :) en það var mega gaman... alveg þess virði að sleppa lærdómnum daginn eftir :) svo ætluðum við að vera massa duglegar í gær en allt kom fyrir ekki... fanta gott veður, 1.maí og mega partý í fælledparken... og við systurnar létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta þar... fólk fer yfirleitt á fyllerí þennan dag og byrjar oftar en ekki fyrir hádegi... endar þar af leiðandi perölvað um miðjan dag... en neinei, við voða skynsamar og fórum uppúr 4 á svæðið og fengum okkur bara samloku og cola light... og einn öl í eftirrétt!!! svo trítluðum við bara heim í góða veðrinu um 6 leytið og ætluðum reyndar að læra um kvöldið... gerðist ekkert hjá mér... veit ekki um hrefnu... góð helgi mar!!!

núna þýðir sko ekkert að slá slöku við... kynningin á næsta leyti og við alltaf að finna meira og meira að gera... sé fram á mikla vökudaga framundan og sífellda viðveru í afríkulandinu mikla... er reyndar að reyna að stressa mig ekki neitt... læt sem mér sé bara nett sama og verð sífellt hrifnari af "vöntunarlistanum"... það er ágætt svo mar fari ekki yfirum eins og alltaf... "þetta reddast" er mitt nýja motto... og ef ekki "fuck it"...

tókuð þið eftir að ég reyndi mitt besta til að bæta úr blótunarleysinu???