sunnudagur, apríl 23, 2006

kína here i come...

það er orðið 100%
.
ég er að fara til kína og verð þar í ca. 3 og hálfan mánuð :) á að vera mætt þangað fyrir 31.ágúst svo næsta skref er bara að fara að finna sér flug :) svo kem ég heim í desember... ennþá óráðið hvenær... á "enrolment letterinu" stendur að ég klári í byrjun des en ekkert nákvæmlega hvenær... svo flýg ég líka örugglega hingað til köben og tek smá tíma í að hitta fólk og kaupa jólagjafir... aðallega samt til að missa af stressinu heima!
.
þetta er gríðarspennandi... miklar pælingar legið á bak við þessa ákvörðun en nú er bara að standa með henni :) held þetta verði sturlað skemmtilegt og sérstaklega í ljósi þess að við fáum að ákveða áfangana sjálf... við = ég og hinir 4 strákarnir sem eru að fara :) skólinn reddar okkur svo húsnæði og ætlar að fá 2 íbúðir... eina 3 herb og eina 4 herb... ég mun því koma til með að búa með 1 eða 2 dönum... sem er bara fínt held ég... halda við dönskunni :)
.
hlakka mikið til... og ég hlakka líka mikið til að koma heim í sumar :) eins fallegt að mar verði komin með vinnu...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

engin partý...

gömlu kellu hefur tekist áætlunarverk sitt... það er komin pása á partýhöld hér á sortedam... hún fór aðeins lengra með málið en við héldum... talaði við nágranna vora og fékk víst einhverjar undirskriftir... og þar með er komið kvörtunarbréf til leigutaka, með fullt af nöfnum...
.
veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta allt saman... líður ekkert alltof vel vitandi af því að nágrannar okkar fíli okkur alls ekki en á hinn bóginn finnst mér hún hafa gengið full langt í þessu öllu saman... samt skil ég hana alveg... hlýtur að vera soldið pirrandi að hafa fólk á hæðinni fyrir neðan sig allar helgar... þó tek ég það fram að okkur finnst við ekki hafa haft partý hér allan þennan tíma... greinilega mismunandi skilgreining á hvað er partý í gangi hér...
.
kella hefur alltaf misst það á okkur... hefði verið mikið áhrifaríkara að spjalla um málið á rólegu nótunum... þá hefðum við öll verið betur móttækileg fyrir kvörtunum og hugsanlega tekið tillit til þessa helgarnar á eftir... það fer í taugarnar á mér að hún skuli láta sona... orðin þetta gömul og vonandi lífsreynd en samt skil ég hana... .
já, soldið óþolandi að hafa sona tilfinningar togast á... kærleikur til náungans og tillitssemi á móti dónaskaps í minn garð (á mar að láta það líðast???)... svo er spurningin hvort við höfum ekki líka verið dónalega í allra annarra garð???
.
er hins vegar sannfærð um það að kærleikur til náungans og tillitssemi tekur völdin í húshaldinu nú... engin partý fram undan og strangar reglur settar á fótboltaspil... sona aðeins til að vinna góðvild fyrir hið stóra eurovision partý :)
.
hef enga trú á að þetta komi niður á okkur sem skemmtanaglöðum manneskjum... það er nóg af pöbbum í kringum okkur þar sem ölinn kostar lítið :) gæti barasta orðið meira spennandi að þurfa alltaf að vera ready fyrir ákveðinn tíma og drulla sér út úr húsi... hver veit???

mánudagur, apríl 17, 2006

innbrotsþjófur...

vaknaði upp í dag við þá óskemmtilegu hugsun að það væri einhver að reyna að brjótast inn um útidyrnar hjá okkur...
.
lætin voru svakaleg og allir meðlimir heimilisins hrukku upp af værum svefni þótt klukkan væri orðin tvö...
.
allir komnir fram og lætin héldu áfram... það var ljóst, það var einhver að missa það með því að berja á útidyrnar...
.
helgi var hetjan í dag... fór og opnaði og þá var það gamla að ofan...
.
fyrir þá sem lesa þessa síðu reglulega vita að gamla er ansi hress á kantinum þegar hún fær þörfina fyrir að kvarta... og ekki var hún minna hress núna... hún kom hér niður í eldhúsgluggann síðustu helgi og kvartaði undan látum og sagðist ei geta sofið og hversu óþolandi það væri að við héldum partý hverja helgi... við vorum nú ekki alveg sammála því... er partý þegar 6 manns eru hérna??? og þá eru húshaldarar meðtaldir???
.
noh... það komu tveir vinir grímu hingað í gær ásamt tveimur vinum dóra... vinir dóra fóru frekar snemma og vinir hennar grímu... það var hins vegar ekkert skemmtilegt um að vera á stöðunum í kring svo gríma og co komu aftur... eftir það sátum við inni í eldhúsi með smá músík og spjölluðum saman... er það partý???
.
gamla kom sum sé hress á kantinum niður í morgun og ákvað að vekja mannskapinn með því að leika innbrotsþjóf... sem tókst gríðarvel :) helgi lenti fyrir svörum og hún kvartaði yfir partýi hverja helgi og að þau gætu ekki sofið... helgi sagði að sjálfsögðu "undskyld" trekk í trekk en hún lét það nú ekki á sig fá og ætlar að hringja í eigendur á morgun... hún ætti þá að eiga góðan dag því þá kemst hún ábyggilega að því að við erum að flytja út eftir ca mánuð :) þá ætti gamla að verða ánægð og hver veit nema henni verði alveg sama þótt við höldum partý allar helgar þangað til???

laugardagur, apríl 08, 2006

föstudagur, apríl 07, 2006

endalaus bjór...

...í þessum skrifuðu orðum er meðleigjandi minn í þýskalandi að kaupa 36 kassa af bjór fyrir heimilið...
.
okkur reiknast til að þetta endist okkur þangað til við flytjum út þann 1.júní... þó veit mar aldrei því oft poppa upp skemmtileg partý alveg uppúr þurru... svo eigum við líka eftir að halda málningarpartý fyrir liðið sem ætlar að hjálpa okkur að gera upp pleisið... og að sjálfsögðu má ekki gleyma útflutningspartýinu sem verður haldið á Eurovision kvöldinu... þar verður án efa mikið drukkið... líka síðasta helgi til að detta almennilega í það fyrir próf :)
.
allan þennan bjór... sem er eðal carlberg í litlum dósum... erum við að fá fyrir litlar 2.000 DKK... eða um 24.000 ISK eins og gengið er í dag... í landi bankanna og yfirtökumanna myndi þetta kosta um 119.000 ISK... hugsið ykkur hvað þetta er mikið kjaftæði! hehe... án gríns... held það sé ekki til betra orð yfir þetta... nema þótt væri kannski RUGL! þarna munar um ansi góða summu...
.
jamm... er yfir mig ánægð að búa í landi baunanna sem stendur... gott að vera sona skratti nálægt landi nægtanna... svo er ég líka nýbúin í "evaluation" sem gekk bara þó nokkuð vel... eftir mikla yfirsetu og vökunætur... as usual :)
.
þykist núna ætla að taka mig á í skipulagninu námsins... veit ég segi þetta eftir hvert einasta próf en það má alltaf reyna :) ætla mér að actually læra eitthvað um páskana þó ég viti neðstu undir niðri að það eru ei miklar líkur á því... gríma sys er komin í heimsókn og það ekki stutt... neineinei, hún ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur :) must að taka túristahringinn með henni því þótt hún hafi nú komið hingað stundum áður þá hefur hún aldrei séð þessa helstu túristastaði... svo er jafnvel spurning hvort mar leggi í roadtrip um danmörku... ja, eða kíki bara yfir í land nægtanna :)
.
...bið alla vel að lifa og eiga gott páskafrí...