miðvikudagur, nóvember 05, 2008

áframhald?

úher... spurning um að halda áfram eða??? held það barasta, sérstaklega ef til kemur að mar flýji land...

það er sko alveg inni á kortinu, líklegt að ég missi vinnuna bráðlega ef ekki koma inn fleiri verkefni :P að ég tali nú ekki um ef núverandi verkefni verður pásað...

ég er aðallega að hugsa til norðurlandanna, dubai, írlands eða skotlands :P nú er bara að drífa sig í gang, uppfæra cv-ið, þýða yfir á ensku, sænsku, norsku, dönsku og drífa í að sækja um :) er held ég alveg búin að sjá það að það þýðir ekkert fyrir mig að vera hér áfram ef ég missi vinnuna, tölurnar um uppsagnir á teiknistofunum eru þannig að ég held það sé ekki séns að fá vinnu hér heima í bráð... og í bráð þá er ég að tala um allavega næsta árið til 3... eina vitið að koma sér út, sérstaklega þegar mar er laus og liðugur og án barna ;)

er það ekki málið? finna sér nýtt ævitýri... hvenær ætla ég að hætta þessu... :P

miðvikudagur, apríl 23, 2008

pirringur í fólki...

er þetta nú ekki einum of langt gengið?
.
.
eða hvað???
.
dáist reyndar að vörubílstjórunum fyrir að halda þetta út... ef ég hefði ekki verið á kafi í vinnu þá hefði ég bókað farið og verið með... +
best samt að löggan sé með svona mikinn viðbúnað... sérð ekki svona í nágrannalöndum okkar útaf einhverjum nokkrum Jónum... þarf heldur meira til... en það er víst um að gera að nýta og þjálfa sérsveitina okkar ógurlegu :)

föstudagur, mars 28, 2008

tími til kominn...

!!!ÞETTA FINNST MÉR MAGNAÐ FRAMTAK!!!
.
.
OG TÍMI TIL KOMINN...
.
ÉG ÆTLA AÐ VERA MEÐ Á MORGUN!
.
ANYBODY WITH ME/US???
.
p.s. ég verð á bláa kvikindinu sem virðist drekka bensín að því er virðist sér til gamans...

mánudagur, mars 17, 2008

sms...

uuuhhhhuuummm
.
það virðast vera einhver tilvik þar sem fólk hefur ekki fengið sms!!! kenni símanum alfarið um það! ég sendi á hérumbil alla símaskránna mína svo endilega hafið samband ef þið hafið ekki fengið sms... ykkur er alveg örugglega boðið!
.
...and remember the red theme...

föstudagur, mars 14, 2008

þema kvöldsins

Ákváðum að setja smá tvist í spilið og hafa rautt þema í partíinu. Þannig að endilega spila með og mæta í eða með eitthvað rautt.

fimmtudagur, mars 13, 2008

partý smartý!

Sæl öll sömul enn á ný!
.
þetta blogg er nú við það að deyja en hugsa þrátt fyrir það að ég hendi inn færslu einstaka sinnum þó ekki sé nema til að halda í því lífinu þar til ég flyt erlendis á ný :)
.
Allt á fullu í vinnandi lífinu, á daginn er ég á teiknistofunni þar sem er nóg að gera og eftir þá vinnu fer ég að skúra í ca.2 tíma og sum kvöldin næ ég að hvíla mig smá... það mun þó breytast á næstunni því ég er að fara í auka teiknivinnu og teikna upphækkanir á íbúðina mína og fyrir Fjalar bróður... og svo einhvers staðar þarna á milli er ég að reyna að klára að laga bílskúrinn minn...
.
sumsé nóg að gera en alltaf finnur maður tíma til að skemmta sér inná milli... sá tími verður immit um páskana og ég býð í:
.
útskriftar/innflutningspartý föstudaginn langa (21.mars)!!!
.
teitið verður haldið það kvöld um 8 leytið í eskihlíð 6a og í boði verður bolla og bakstur :)
.
þeir sem telja sig vini mína eru að sjálfsögðu boðnir en hinir... hringja og spyrja!!!

mánudagur, febrúar 11, 2008

jújú, nú er það ekkert "punky í köben" lengur heldur einungis punky downtown reykjavík...
.
ég er sumsé alflutt á klakann í bili og það ekki á amalegan stað! neinei, ég er í skrifuðum orðum að flytja inn til hennar kötlu frænku minnar í eskihlíðina :)
.
svo er ég byrjuð að vinna á Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar þar sem ég er að teikna og teikna næstu mánuði :) gefum þessu 3mán til reynslu og svo sjáum við til...
.
þannig lífið leikur bara við mann þó peningarnir streymi nú ekkert sérstaklega hratt inn :P ég mun svo í náinni framtíð henda í eins og eitt stykki innflutningspartý/útskriftarpartý og læt vita um leið og það er komið á hreint...
.
annars mega allir vera í bandi ef þið eruð á leið í bænum, ég er hér bara í Ingólfsstræti alla daga og oft til í kaffi... ja, eða bara gamla góða Kalla :)
.
-reported in downtown reykjavík-

miðvikudagur, janúar 16, 2008

kallið mig bara
.


fröken byggingafræðingur


þriðjudagur, janúar 08, 2008

prófprófpróf

úff... klukkan orðin eitt að nóttu, ég á eftir að gera helling og blóðið hætt að renna í löppuninum sökum mikillar setu á stólnum í allan dag og dagana þar á undan! eeeennnn... þetta er alveg að verða búið! eins gott ég nái þessu helvíti... skila öllu draslinu á föstudag á CD (liðið í skólanum að sýna hver ræður!) og svo próf á mið í næstu viku... eftir það: heim, leggja mig, ljós, sjónvarp, undirbúa bekkjapartý, chilla massívt... pakka niður og flytja heim!

er komin með húsnæði heima... flyt til henna kötlu frænku í eskihlíðina :) ahhh... gott að komast aftur þangað, segi nú ekki annað :) á klakanum tekur svo við vinnulífið... komin með fína vinnu held ég en ekki búin að skrifa undir svo læt vita seinna hvar það er :)

jiii... verð að standa á lappir og hreyfa mig! gerist þessa dagana aðeins í því að fara í ísskápinn og ná í eitthvað að drekka og labba "alla leið" út á svalir að reykja... svo aftur í stólinn! hehe...

Later