miðvikudagur, desember 29, 2004

mesta snilld í heimi...

jújú... druslan komin í gróðarhug... er ekki fyrr stigin á klakann og strax farin að pæla hvernig ég get grætt peninga!!! komin í braskið... held stundum að ég hefði frekar átt að skella mér í viðskiptafræði eða eitthvað þannig dót...

ég er sum sé búin að láta meta íbúðina mína... í ljósi þess að fasteignamarkaðurinn virðist vera í toppi þessa dagana... og viti menn... mega gleðifréttir! þeir vilja setja 15 millur á hana!!! haha, keypti hana á 10.1 millur!!! fyrir aðeins einu og hálfu ári... erum að tala um nettan gróða þar... svo verð ég bara að finna mér einhvern snilla í viðskiptum sem getur braskað aðeins með peninginn fyrir mig svo ég fái meiri og meiri pening!!! planið er að fá fullt... sjáum hvernig það gengur... en langar mikið að kaupa mér íbúð í köben... og ef ég á nóg pening að kaupa líka hérna heima... eftir að verðið hefur aðeins lækkað... jebba, druslan er að selja...

annars allt massa fínt að frétta... er á leið út að borða með vesturbæjargellunum í kvöld... á caruso!! ég og elsa hittumst aðeins í öl í gær og ákváðum að hittast í smá öl áður en við mætum á svæðið í kvöld... aðeins að hita upp!!!

en ég óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs... lifið heil!!!

mánudagur, desember 27, 2004

jólin...

!! GLEÐILEG JÓL !!
vonandi hafa allir haft það gott um jólin...

þriðjudagur, desember 21, 2004

komin heim!!!

vibbííí!!! ég er komin heim... massa gott :) skellti mér í bæinn um leið og ég kom heim... hitti eitthvað af liði... ekkert mikið samt... en þetta var fínt, bara smá öl og engin þynnka daginn eftir :) svo fór ég í gær með sjálfsbjargarliðinu á vegamót... massa gaman að hitta gellurnar aftur :) takk fyrir það!!! svo kemur mæja pæja heim á morgun... vonandi hittingur annað kvöld með henni... er í þessu þessa dagana... hitta fólk :) svo verður bara tekið því rólega þess á milli og vinna aðeins niðri í hinu húsi...

must go... er að fara út á völl að sækja hrefnu systur... bið að heilsa :)

þriðjudagur, desember 14, 2004

4 dagar eftir!!!

jújú, 2 stykki afmælisbörn í dag... Til hamingju með afmælið Maja og Þórey!!! :) knús og kossar...

ekki nema 4 dagar eftir... sundlaugarferð í dag... í tilefni þess að gussan er að flytja heim!!! nei, segi nú sona... kannski ekki alveg í tilefni... en svona nettur kveðjupakki :) erum að fara í sundlaug þar sem eru víst mismunandi pottar eða laugar... með mismunandi vatni í... vatn eins og er í dauðahafinu til dæmis... mér var bannað að raka á mér lappirnar og önnur svæði... er víst mega vont að fara í dauðahafið nýrakaður... þannig við mætum allar nett loðnar bara!!! tek raksturinn fyrir helgina... veit annars ekki hvort við ætlum síðan eitthvað út eða hvað??? býst sterklega við því... annars er ég svo helvíti kvefuð eftir fylleríið á föstudaginn að það hálfa væri nóg... þarf ekki nema ca. 2 bjóra til að finna á mér!!! mjög ólíkt mér!!! sé til í hvaða gír ég verð í kvöld...

jebba, enn og aftur til hamingju með afmælið stúlkur!!! hlakka til að taka hitting þegar við komum heim :)

mánudagur, desember 13, 2004

á leiðinni heim!!!

jújú, druslan er á leiðinni heim... eftir 5 daga!!! get varla beðið... mæti bara beint í djammið!!! þvílík snilld... annars er ég ennþá að jafna mig eftir julefrokostið með bekknum... fórum á föstudaginn!!! held ég hafi sjaldan verið jafn þunn á ævi minni... og ennþá á sunnudeginum... jafnvel ennþá í dag!!! svo var bara hlegið að mér þegar ég mætti í morgun... hehe, var á perunni!!! en þannig taka danirnir þetta líka... veit eiginlega ekki hvað gerðist, var rólegust af öllum meirihlutann af kvöldinu svo bamm... emblan komin á hausinn... hafið þið ekki lent í þessu??? ekkert alltof gaman daginn eftir... hmmm, hvernig komst ég aftur heim? og þannig spurningar...

jebba, held ég taki því bara nett rólega þangað til ég kem heim... er reyndar búin að lofa mér annað hvort á fim eða fös á djammið með ástu pæju... hún er að klára prófin á fim! svo er gussan að flytja heim á fim líka... ætlum að taka eitthvern hitting á þriðjudaginn, eitthvað spa og læti!!! fjandinn, sé ekki beint fram á að vera róleg næstu 5 daga!!!

svo er svaka dagskrá um jólin... byrjum á helling af parýum næsta laug... held að allir sem ég þekki séu að fara að djamma!!! svo er út að borða með sjálfsbjargarliðinu og vesturbænum :) það verður stuð eins og alltaf!!! svo er ég líka að vinna eitthvað niðri í Hinu Húsi... fæ pening!!! ekki amalegt það... en er að hugsa mér að skella inn eins og einni mynd af mér síðan á fös... bannað að hlægja...hmmmmm, ein massa full!!!

http://public.fotki.com/Embla/jokes/mig.html

mánudagur, desember 06, 2004

ekki mjög gaman að lifa...

fokk, fokk, fokk!!! hvað er málið með mig og að vera óheppin??? Er ekki í allt of góðu skapi í dag... fór á laug í litlu jólin hjá stelpunum sem var mjög gaman :) takk fyrir mig!!! fórum á vega og góðum fílíng og um 3 leytið þá hringdi Mikael (my roomy) og sagði mér að það hefði verið brotist inn til okkar!!! helvítis andskotans... hann búinn að hringja á lögguna en það er víst svo svakalega mikið að gera hjá þeim að þeir sögðust ekki geta komið fyrr en daginn eftir... Mikael joinaði okkur á vega og við skelltum okkur bara á fyllerí... kom síðan heim í massa drasl... allt út um allt... vöknuðum svo snemma til að bíða eftir löggunni en nei, gæinn frá því um nóttina hafði ekki skrifað neitt niður svo þeir gátu ekki komið fyrr en í dag!!! meira ruglið... svo komu þeir loksins til að taka skýrslu og gera lista yfir það sem var horfið... sem var: tölvan hans Mikael, myndavélin hans og halla, dvd spilarinn hans og minn, allir geisladiskarnir mínir og tvö úr frá mér... mjög pro gæji/gæjar greinilega... tóku bara það sem var hægt að selja en svo er eins og einhver hafi truflað þá því það var búið að pakka niður öllum dvd myndunum hans mikaels og taka græjurnar mínar úr sambandi og taka allar fjarstýringar... komust inn um glugga, brutu bara upp festinguna...

nei, ekki mjög góður dagur... en það er ekkert hægt að gera í þessu núna :( lífið heldur áfram... er immit upp í skóla að sækja stærðfræðibókina... er að fara í próf á föstudag... gussa ætlar að kenna mér :) hef ekkert mætt....hmmmm.......... efast ekki um að ég massi þetta!!!

langaði bara að deila með ykkur vondu fréttunum... lífið soldið upp og niður þessa dagana!!!
blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja votta samúð sína er bent á lögregluna í Kaupmannahöfn...

föstudagur, desember 03, 2004

gaman að lifa...

mikið svakalega er gaman að lifa núna :) komin mánaðarmót og ég sé fram á að geta lifað sómasamlegu lífi... allavega þangað til ég kem heim!!! það eru ekki nema 2 vikur í að ég mæti á klakann... held nú reyndar stundum að ég sé á meiri klaka hérna úti heldur en heima... helvítis skítakuldi alltaf hreint!!!

skellti mér í fagnaðarfílinginn á þriðjudaginn... var með þeim hæstu :) fórum flest á Temple bar og skelltum í okkur ansi mörgum bjórum... hmmmm!!! mæli með temple... uppáhaldsbarinn minn þessa dagana... svona hómí bar, þekkja mig allir þar :) nettur Lux fílíngur...

er á leiðinni að halda upp á litlu jólin heima hjá gussu og öglu á morgun... á víst að vera svona íslensk litlu jól, hangikjöt og læti!!! ekki það að ég borði mikið af því... ekki mitt uppáhald!!! en það verða víst einhver pakkaskipti og fínn klæðnaður... hlakkar nú soldið til :) svo er ég bara í því þessa dagana að drekka meiri bjór og mæta snemma í skólann daginn eftir!!! tel mig nokkuð góða :) er orðin mjög þjálfuð í að fá mér 3-4 bjóra, fara snemma heim og vakna snemma... þarf líka að skrifa maintenance report fyrir húsið mitt... einhver helvítis skýrsla... reyndar ekki svo mikið mál þegar allt kemur til alls... sé reyndar fram á að ég þurfi að skrifa allt inn í word... þetta lið kann ekkert á tölvur og ég er svona secretary týpa sem skrifa um 3000 orð á mín!!! nei, kannski ekki alveg en er ansi lungin í typing... svo kann þetta lið ekkert að setja upp smekklega... neineinei, það verður ekkert hálfkák hér!!! geri þetta my way... hefur virkað fínt hingað til!!!

takk kærlega fyrir öll góðu kommentin :) alltaf jafn gaman að fá svona mikið af commentum... gerir lífið betra...

hjördís... barnið okkar flutti út í byrjun nóvember og við höfum verið að leita að nýjum leigjanda síðan... er nú bara nokkuð ánægð með þennan dóra... þó ég þekki hann ekki neitt!!! hitti hann kannski um jólin... gussa var að spá hvort hann væri ekki sætur... hún er eitthvað að spá í að finna sér gæja en hún er að flytja heim 16.des svo dóri kemur víst ekki til greina...