sunnudagur, febrúar 27, 2005

hrefnu afmæli...

!!!TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SKAT!!!

jújú... hrefna systir bara orðin 23 ára... til hamingju með það og ég biðst afsökunar á að hafa ekki bloggað þetta á föstudaginn... en ég meina... :) varð smá vesen á föstudag... reifst við sven min men í grúppunni minni... það er sá gamli!!! óþolandi helvítis kall!!! var nú samt ekkert svakalegt þannig... hann dirfðist að öskra á mig!!! það leyfist engum nema gamla settinu... en þetta jafnaði sig nú allt saman á endanum... las nett yfir hausamótunum á honum!!! hehe, er samt komin með algjört ógeð á þessu rugli... finn líka að mig vantar algjörlega allan "eldmóð" til að stunda námið út af grúppunni minni... sem er ekki nógu gott!!! eins og mér finnst þetta skemmtilegt þá er ömurlegt að líða svona... mér er bara nett sama allt í einu um allt námið... er í því þessa dagana að reynað hressa mig við en to badly þá hefur það gengið soldið illa... kannski líka af því að það er búið að ganga svo mikið á síðan ég kom aftur... ekki nóg með að ég hafi rifist við min ven þá fékk ég mail frá fasteignasölunni um að ég ætti að borga 2 millur!!! eitthvert massa rugl í gangi þar... eru víst að redda því í töluðum orðum... ekki séns að ég borgi rassgat!!! svo er búið að losa sig við gæjann sem seldi mína íbúð... hvort hann hafi verið rekinn??? hver veit... kannski var hann að gera eitthvað af sér!!! en það á allt að koma í ljós á morgun... svo kannnski lyftist yfir mér í vikunni :)
vona það...

mánudagur, febrúar 21, 2005

á leið heim...

!!!TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÍRIS!!!


HERA FRÆNKA ÁTTI LITLA STÚLKU SÍÐASTA FIMMTUDAG...
TIL HAMINGJU TIL HELE FAMILIEN :)
.
jebba, ég er á leiðinni heim... kem 1.apríl og verð í heila 10 daga!!! er að koma til að skrifa undir afsalið á íbúðinni minni... ætlaði hvort eð er að kíkja heim einhvern tíma í apríl og þetta er eins góður tími og hver annar :) svo er þetta líka rétt á eftir fyrstu kynningunni minni svo það gæti ekki verið betra hvað skólann varðar... hlakka til og heimta djamm!!!

er held ég barasta að jafna mig eftir tilfinningasveiflur síðustu viku og í fyrsta skipti í dag fór grúppan mín ekki endalaust í taugarnar á mér... ekki í þeim skilningi þó að ég sé ánægð með hana... langt í frá! en ég gat allavega talað við þá... og hver veit nema ég geti unnið með þeim þótt það verði helvíti strembið... asskoti strembið!!! en ég talaði við kennarann og bað hann að hafa í huga hvað ég væri með frekar ömurlegann hóp sem kynni ekkert á tölvur... og bað hann vinsamlegast að fylgjast með þeim og að ef mér fyndist ég vera farin að kenna of mikið þá væri ég ekki til í að snappa heldur kæmi ég beint til hans... svo ætla ég að fara með þetta í skólastjórnina... er ekki að fíla hvernig hópaskiptingin er... erum bara ekki með jafningjum í hóp, og ekki fæ ég borðgað fyrir að kenna!!!

nóg um það... helgin við það sama hér... kíkti út á laugardag og bara nokkuð gaman :) gústi og fél kíktu í heimsókn og það var djammað langt fram á morgun... eins og normalt er þegar gústi er nálægt :)

reyndar á föstudag... eða aðfararnótt laugardags þá var ég að glápa á imbann fram eftir nóttu... fór inn í rúm um 3 leytið og fór barað lesa (eins og vant er...), var samt eitthvað á nálinni sona... var eitthvað óróleg yfir einhverjum hljóðum í húsinu... en ok, sætti mig við það... svo er barið á gluggann hjá mér!!! ég fríkaði, stökk upp úr rúminu og þá er einhver gæji að kíkja inn... sést aðeins undir gardínurnar hjá mér... og ég stóð þarna í sjokki og öskraði á hann: hvað! og hann hreyfði sig ekki!!! hélt bara áfram að glápa... endaði með því að ég hljóp fram og vakti halla!!! þetta var massa creepy... viðbjóður... átti ekkert allt of auðvelt með svefn eftir þetta!!! hafðist þó að ná mér í smá kríu fyrir kvöldið...

svo var það bara sunnudagur í þynnku... og jafnvel aðeins af deginum í dag... hvað annað er nýtt???

seeya soon...

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

útþrá...

var beðin að koma eftirfarandi á framfæri:
.
ÚTÞRÁ
Kynning á námi, leik og starfi erlendisfyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára.
Föstudaginn 18. febrúar n.k. býðst ungu fólki á aldrinum 15-25 ára að kynna sér þau fjölbreyttu tækifæri sem þeim standa til boða varðandi nám, leik og starf erlendis.
Kynningin fer fram í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, og stendur frá kl. 16:00 - 18:00.
Ef þig langar til útlanda til lengri eða skemmri dvalar er Útþrá sniðin að þínum þörfum. Kynntu þér þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru, fáðu þér svalandi drykk,
hlustaðu á framandi tónlist og spjallaðu við starfsmenn og þátttakendur úr
hinum ýmsu verkefnum í vinalegu umhverfi Hins Hússins.
.
Eftirfarandi aðilar taka þér opnum örmum:
AFS á Íslandi (Alþjóðleg fræðsla og samskipti)
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti)
BÍSN (Bandalag íslenskra námsmanna)
EES Vinnumiðlunin
Enskuskólinn Bell - language for life
Leonardo starfsmenntaáætlunin
Lýðháskólar á Norðurlöndum
Nordjobb
Snorri West
Stúdentaferðir
Ungt fólk í Evrópu (UFE)
Upplýsingamiðstöð Hins Hússins
Veraldarvinir
.
Hlökkum til að sjá þig!
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hins Hússins www.hitthusid.is.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
.
mæli eindregið með þessu fyrir ykkur sem langar að "get your ass up"
og flippa aðeins í útlandinu...

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

allt í rugli...

meiri vitleysan!!! er komin í hrikalegasta hóp allra tíma... er með 2 frá afríku, sven og einum frá indlandi... ekki góður hópur... kann enginn neitt á tölvur og ég allt í einu orðin snillingur... hehehe... gekk út um leið og ég sá þetta... á eftir að ræða ansi ítarlega við kennarann minn... það gerist á morgun!!! það besta er að öll önnin snýst um að vinna á tölvur...

ekki nóg með það... fengum okkur kapal og netið um daginn... áttum að bíða til 18.feb, en ákváðum að kaupa flýtimeðferð, sem við fengum á mánudag... og netiið virkar ekki!!! hringdi í þá í gær og þeir höfðu samband aftur í dag, þá er einhver bilun og það getur enginn komið fyrr en 24.feb!!! týpískt!!! þá var netið ekki inni í flýtimeðferðinni... samt hefði það átt að koma með... einhvert helvítis rugl... erum þó allavega með sjónvarp!!!

er komin á fullt í skólanum núna... með þennan líka ömurlega hóp!!! held án gríns að ég hafi fengið versta hópinn... shit, ég varð brjáluð!!! veit samt að það er örugglega ekki hægt að gera neitt í þessu... kennarinn á bara eftir að brosa og segja "that's life :)" vona bara að ég missi mig ekki á hann...hehe

íris: hver veit nema maður komi bara heim úr námi og opni eitt stykki bar með 2 fyrir 1... :)

later...

sunnudagur, febrúar 13, 2005

úff maður...

úffff... ég er massívt búin á því eftir eina mestu fylleríshelgi sem ég hef tekið þátt í!!! við erum að tala um fyllerí á fimmtudag, föstudag og laugardag... get svarið það... nú er ég alveg búin á því þó að þynnkan segi ekki mikið til sín :) það er sona að þegar maður drekkur marga daga í röð þá minnkar þynnkan með hverjum degi... :):) en held ég bíði með fyllerí allavega fram að næstu helgi :) hehehe...

imba kíkti í pleisið í gær ásamt meira liði... drukkum heilan helling og skelltum okkur svo í bæinn að hitta eitthvað lið sem býr víst hér... það var bara cool, fórum svo að sjálfsögðu á moose... hvað annað??? þar er eins og allir landsmenn vita 2 fyrir 1 á þri, fim og laugardögum... mega nett fyrir fátæka námsmenn:) en held að það verði farið eitthvert annað næst... liggur við að moose sé orðinn okkar annað heimili...
dóri er búinn að vera með mér í þessari fyllerísreisu... og aui vinur hans... þeir standa sig mega vel... svo vaknar dóri alltaf heavy snemma (miðað við undirritaðann) og tekur til í pleisinu... er ekki búin að finna fyrir því að hafa haldið partý í alla þessa daga... veit ei hvaðan hann hefur þessa mega orku... hann er varla búinn að sofa neitt!!! hahaha, hann finnur þá fyrir því á mánudaginn... ekki ég!!! djók... maður er orðinn svo gamall að ég á eftir að minnast þessarar helgar það sem eftir lifir... og finna fyrir henni alla næstu viku!!! gamla upp hefur ekkert látið í sér heyra í alla þessa daga... á nú samt von á því að hún hafi hringt í óla til að kvarta... fáum að heyra af því þegar dóri kemur heim úr vinnu á mán...

annars hef ég lítið annað fyrir ykkur en fylleríssögur... koma svo væntanlega fleiri eftir næstu helgi:):):)

föstudagur, febrúar 11, 2005

ruglið...

jújú, missti mig nett í ikea... samt ekki um of :) nú er komið pínu meira dót í pleisið... lampar og svona... keypti samt engin blóm þótt það hefði verið á planinu... held ég drepi það bara... hrefna+ gunni gáfu mér blóm en það dó eftir ca. 3 vikur... en ég á samt blómapott!!!

fór í mat til öglu og hildar í gær... mega gott :) er búin að komast að því að agla er snilli í að elda úr öllu sem er til... verð að fá kennslustund hjá henni... en áður en ég fór til þeirra var ég á skólabarnum og hellti aðeins í mig... svo héldum við áfram eftir matinn og ég endaði frekar blekuð svona... sofnaði í sófanum og vaknaði í öllum fötunum... alltaf gaman... svo er djamm í kvöld... í skólanum... ég slysaðist til að bjóða einhverju liði hingað fyrir partýið... nenni því engann veginn... en verð að láta mig hafa það... svo er líka djamm á morgun... imba er að koma í dag og við tökum vel á því á morgun... held að kellan uppi verði ekki ánægð eftir helgina... en kemur í ljós :) hún verður barað lærað slaka á...

well, ætlað koma mér í rúmið og taka þynnkulúrinn :) er í ruglinu hérna... mega þynnka... og verð að vera hress í kvöld...

later...

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

komin aftur heim...

sæl again... er komin aftur heim til mín í kóngsins köbenhavn... er as we speak í skólanum að bulla eitthvað... gerist mest lítið hér... allavega ennþá!!! hlýtur að koma...

lenti í gær og fór beint heim að leggja mig... fékk nett sjokk... það er ekkert í íbúðinni minni!!! á planinu er að fara í ikea á morgun með hrefnu hans gunna og sjoppa smá... verð að fá meira dót... er voða lítið eins og heima... fíla mig ekki alveg þannig...

annars var bara fínt að koma heim... íbúðin greinilega aðeins búandi af strákum undanfarið... ekkert slæmt samt, sæmilega fínt bara en ekki alveg fyrir minn standard!!! ég redda því þá bara... hehe... svona hluti verður maður að líta framhjá þegar maður býr með svo mörgum...

svo kíktum við í bjór í gærkvöld... ég + dóri og svo kom halli seinna... komin strax aftur í þann fíling... bjór, bjór, bjór!!!

gleður mig...