mánudagur, október 30, 2006

Ørduleikar

Já thad er ekkert grín ad vera í Kína, fólki er ekki hleypt inná hvada heimasídur sem er, hvenær sem er. Í augnablikinu er thad blogspot.com sem er úti í kuldanum, svo lesendur thessarar sídu eru bednir um ad kíkja hingad til ad sjá ný blogg frá ævintýrafør Emblu í Nanjing. Minni einnig á ad førin verdur thanin til muna eftir u.th.b. mánud, thegar førin heldur um allt Kína (já eda bara 1/100...) Fylgist vel med!

Thetta er Hrefna, fréttaritari emblapunky, sem talar frá Køben

fimmtudagur, október 19, 2006

fabio hinn hvíti...

..:: ÉG ER BÚIN AÐ OPNA NÝTT MYNDAALBÚM::..
.
... KÍKIÐ Á LINKINN HÉR TIL HLIÐAR ...
.
...ath að förin byrjar neðst á myndasíðunni - kíkið á dagsetningar albúmanna...
...ég er ennþá að hlaða inn myndunum svo fylgist vel með...
.
þótt romeo hafi yfirgefið mig eina og allslausa þá læt ég ekki deigan síga... fór strax og fann mér annan... fann hann á sama stað og romeo og hef kallað hinn nýja: FABIO - hinn hvíti :) ég er gríðaránægð með hann og gott ef ekki meira en ég var með romeo... takið eftir að romeo er skrifað með litlum stöfum! FABIO er öðruvísi, manni líður eins og mar sé í öðrum menningarheimi þegar mar þeysist um á honum :) hér er nýjasti meðlimur Emblu & co:
.

...það skal tekið fram, til að afmá allan misskilning, að romeo var hjólið mitt og var stolið...

.
annars höfum við reynt að taka því rólega eftir mikið annasama helgi... fórum á mánudaginn og fengum okkur löngu tímabæra STEIK!!! mmmmm... þetta var æði :) að vísu ekkert á við almennilega steik heima en mjög gott miðað við kína... eða það höldum við allavega... náttlega í fyrsta skipti sem við smökkuðum þetta hér :) en miðað við fyrri reynslu á matsölustöðum landsins þá er ég nokkuð viss um að þetta hafi verið vel gert...
.
eftir steikina ákváðum við að kíkja í pool og öl... þótt við hefðum átt að fara heim að læra... vorum að vísu ekkert lengi en það var engu að síður ekkert lært það kvöld... skóladeginum daginn eftir var ekki eytt í að læra heldur... sátum bara og spjölluðum (við sem vorum þar) og létum okkur svo fljótt hverfa :) héldum heldur heim til að spisa og glápa á dvd...
.
á miðvikudeginum var okkur svo boðið í hádegismat af prófessornum... okkur öllum og foreldrum Peters sem hafa verið hér síðan á mán... það var að sjálfsögðu ekta kínverskur matur og sérstaklega pantaður með tilliti til hráefnis... og allt hráefnið úr nágrenni Nanjing... margt af þessu er náttlega ekkert gott en það er ótrúlegt hverju mar venst :) eftir matinn ákváðum við að kíkja á KTV með kínversku nemendunum...
.
KTV er stytting á karókí TV... það er ótrúlega mikið af þessu hérna og mætti segja að þetta einkenni kína að vissu leyti... ég hélt náttlega að þetta væri eins og heima, myndum mæta á einhvern bar og syngja fyrir alla sem voru þar staddir... en nei, mér skjátlaðist eins og svo oft hefur gerst hérna... við fengum sér herbergi þar sem er svaka sófi, svið og 2 stórir skjáir... þetta er tekið ansi alvarlega hérna... og þykir mikið gaman og ég veit fyrir víst að ein af kínversku stelpunum notar þetta til að pústa ef hún er slæm í skapinu... hehe... þetta var rosa gaman að prufa en ég lét náttlega ekki plata mig upp á svið... söng einu sinni í karókí á ölver? fyrir ca. 7 árum og mun ekki gera það aftur... ekki einu sinni í singstar :) get bara ekki hugsað mér að gera öðru fólki svona hrikalega vont... hef það ekki í mér :)

...þetta er sviðið í herberginu - Ole & Ecko að syngja...

FYRIR ÞÁ SEM VILJA SENDA MÉR "ALVÖRU" PÓST ÞÁ SETTI ÉG HEIMILISFANGIÐ HÉR TIL HLIÐAR

mánudagur, október 16, 2006

romeo horfinn...

það hefur komið á daginn að romeo er ekki minn eini sanni því hann er horfinn... ég er einnig sannfærð um að það sé fyrir fullt of allt því hann var vel hlekkjaður en á einhvern hátt hefur einhver náð að nappa honum! mér til mikillar mæðu... það er þó vel hugsanlegt að hann hafi horfið vegna vanrækslu minnar síðustu viku, sem á sér skýringu... það er búið að vera brjálað mikið að gera í skólanum... ég er hins vegar ekki af baki dottinn... held áfram leitinni af hinum eina sanna og efast ekki um að ég finni hann í næstu götu...
.
annars er án gríns búið að vera brjálað að gera... liggur við að manni líði eins og mar sé nýbúinn með "evaluation" eða "exam"... prófessorinn okkar, hinn sami og við förum í ferðir með, átti að skila 5 greinum um Tíbet í gær (sun kvöld). Hann og hans nemendur hafa hins vegar verið einstaklega upptekin upp á síðkastið og þess vegna voru þau ekki búin að skrifa greinarnar fyrr en á föstudag... þar komum við til kastanna því jú, það þurfti að þýða allt saman yfir á ensku... nú kunnum við ekki staf í kínversku svo aðferðin var "einföld": setjast niður mann á mann og kínversku nemendurnir útskýrðu fyrir okkur um hvað greinin var og við sömdum á ensku... ég mæli ekki með þessu sem þýðingaraðferð en sem betur fer þá náðum við að klára í tæka tíð...
.
við vorum í skólanum frá kl. 9 á fös morgun til að verða 4 í nótt (sun)... þetta er soldið meira en að segja það því nemendurnir kunna mjöööög lítið í ensku... að útskýra eina setningu gat tekið uppí 10min... svo var að skrifa þetta og fara yfir og þá kom oft misskilningur í ljós sem þurfti að leiðrétta... í sjálfu sér þá voru þetta ekki neitt rosalega margar blaðsíður í það heila en frá kínversku yfir á ensku!!! úfff...
.
á móti erfiðinu og stundum pirringi kemur að nú vitum við öll heilmikið um Tíbet... svo koma þessar greinar í bók sem er gefin út fyrir ráðstefnuna... að ég tali nú ekki um hvað prófessorinn finnst við miklir "hard workers" :)
.
"the hard workers" komu svo fram í kínversku sjónvarpi á dögunum... í þætti um varðveitingu gamalla húsa í Daiyang sjáumst við vera að borða með prjónum... þetta finnst kínverjum svaka sniðugt... hvíti maðurinn að borða með prjónum...
.
það má taka það fram að ég efast orðið um að nokkurt okkar kunni að nota hnífapör lengur... fengum okkur pizzu um daginn og hnífapör með og aðferðirnar voru svipaðar eins og að borða með prjónum í fyrsta skipti... ég læt ímyndunarafl lesenda um rest...
.
framundan er svo meiri endalaus vinna í skólanum því vegna mikillar samveru með prófessornum þá höfum við vanrækt "urban planning" kúrsinn... erum ca. 5 vikum á eftir áætlun þar og þurfum svoleiðis að gefa í... í næstu viku erum við svo búin að bóka okkur aftur í þýðingarvinnu hjá prófessornum... í þetta skipti er það sama efni: Tíbet en mikið nákvæmara og ítarlegra... prófessorinn á fullt af efni þaðan því hann fer á hverju ári til að framkvæma "investigation" og hefur nú þegar gefið út eina bók, önnur er að verða tilbúin og þriðja er komin á planið... svo er mjög líklegt að okkar "investigation" í Daiyang komi einnig út í bók :) sver það... mar verður bara frægari og frægari í kína :) nógu fræg erum við fyrir... einkum vegna húðlitar!!! hehe...

miðvikudagur, október 11, 2006

ó romeo...

nú hafa verið brestir í sambandi okkar Romeo í að verða 2 vikur... ég hef ekki sagt frá þessu fyrr því ég var sannfærð um að frí frá "ástríðu" þunga mínum (för mín til Shanghai) myndi bæta sambandið... allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir að ég hafi sýnt mínar bestu hliðar og hugsað af alúð um minn eina sanna þá virðist hann ekki kunna að meta það
...en ég mun ekki að gefa mig og ætla mér að halda þetta út til jóla...
.
talandi um shanghai... ég gleymdi að segja ykkur að á föstudeginum í hlægjandi ferðinni góðu þá smökkuðum við frosk... "fried bullfrog"... ég spottaði þetta á matseðlinum og gat ekki látið matverðinn líða hjá án þess að smakka :) froskurinn kom, eitthvert deig utan um bitana og svo snögg djúpsteikt... hann smakkaðist ágætlega... hefði vantað örlítið meira af kryddi en það kemur óneitanlega við hjartað í manni þegar mar sér það græna í gegnum deigið... við áttum reyndar alveg eins von á að fá að velja okkur úr fiskabúrinu og fá hann í heilu lagi á borðið en sem betur fer ekki... held að Mikael hefði farið að gráta þá...
.
síðasta vika var tekin heldur rólega eftir svaðilförina til shanghai... held líka að við höfum öll verið heldur þreytt á hvort öðru... ekki í slæmum skilningi þannig... bara meira svona "gott að fá að sofa einn en ekki í herbergi með öllum hinum" skiljiði??? svo var líka búið að ákveða að förinni væri heitið 3ja sinni til smábæjarins (4 milljónir) Daiyang, þar sem við höfum verið að mæla og teikna nokkur hús...
.
síðasta fös morgun var svo lagt af stað eldsnemma en aðeins 3 af okkur því tveir pésarnir voru orðnir veikir (spurning hvort þeir hafi tekið svona vel á því í shanghai???)... anywho... skelltum okkur beint í að fara yfir teikningar og mæla á nýtt það sem þurfti... svo var náttlega hádegisverður í boði stjórnvalda Daiyang og eins og alltaf ótrúlega vel hlaðið borð... þeir sögðu okkur líka að úr því þetta væri líklega síðasta skiptið okkar þá hefðu þeir pantað lambakjötsrétti sem allajafna er víst ekki gert nema í október... hvers vegna lamb er tengt október hef ég ekki hugmynd um :) fullt af gómsætum réttum og dulítið í ætt við sláturtíð á íslandi... þarna var magi skorinn niður, held það hafi verið hluti af læri, einhvers konar gúllasréttur og síðast en ekki síst... BLÓÐ!!! hvað er að??? einn rétturinn var actually blóð... nema búið að segja svona jelly hleypi einhvern í og búa til blóðhlaup!!! því var svo loks hvíslað að okkur hvað þetta væri því í reynd leit þetta ekki svo illa út... og án gríns, hvíslað að okkur af yngismeynni sem yfirleitt er með í þessum ferðum... hvíslað eins og hún skammaðist sín fyrir þessa vitleysu og viðbjóð!
.
sko, ég komandi frá íslandi, frá heimili þar sem sláturtíð var og er alltaf í hávegum höfð, í fyrri tíð tekið slátur á hverju hausti og borðið mikið af því... ég gat ekki látið diskinn rúlla á hringborðinu fram hjá mér án þess að smakka...
hugsaði bara: blóð... iss, hef nú aldeilis borðið helling af því áður... kannski ekki alveg í þessu formi, hlýtur líka að vera búið að blanda einhverju í þetta... en what the hekk... geri það!
.
viðbjóður! án gríns... þetta er ekkert líkt því að fá smá roða með kjöti eða bíta sig í tunguna... þetta var beisiklí BLÓÐ! ojjj... fékk þvílíka flashbakkið frá því mútta var að blanda blóðinu í blóðmörina... það var nú ekki góð lykt en bragðið er mikið verra!
...blóðmörina er hins vegar ekki hægt að deila um...
(: hún er góð um leið og það er búið að elda hana :)
.
svona er nú veran í kína :) alltaf að smakka eitthvað nýtt og ég er sannfærð um að þessu upplifun yrði nú eitthvað öðruvísi ef mar myndi neita svona tækifærum... hehe... annars er mjög fínt að frétta... erum farin að kíkja einstaka sinnum í Ping Pong (útleggst borðtennis á íslensku) uppí skóla og ég var að enda við að kaupa mér rosa flotta cameru :) (rándýr :/ ) mar getur ekki verið endalaust með þessa litlu í öllum þessum upplifunum hérna í kínalandinu... svo verð ég bara að bjóða í myndasýningu einhvern tíma um jólin eða janúar... reyni nú samt að manna mig upp og drullast til að setja upp nýja myndasíðu :) nenni bara ekki alveg núna...
(: þarf að fara að leika með myndavélina :)

þriðjudagur, október 03, 2006

shanghai

úff... ein skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað á enda :) lögðum í hann á föstudag til Shanghai og vorum þar þangað til í dag... aðaltilgangur ferðarinnar var að fara á Formúlu 1... áttum miða í stæði en fengum fyrir mistök miða í stúku :) reyndar ekki þá bestu en fín samt... og borguðum ekkert á milli :)
.
föstudagskvöldið var tekið með trompi eftir nett "shopping spree" í aðalgötu bæjarins... þegar mar er túristi í shanghai þá er mar hundeltur af gæjum sem vilja selja manni alls kyns "fake" merkjavörur... auðvitað kíktum við á þetta og komumst þá að því að þeir eru með fullt af bakhúsum í miðbænum með endalaust af dóti :) endaði með því að ég keypti mér GUCCI úr og DIOR sólgleraugu... svooo pottþétt fake :) en hver sér það??? við enduðum svo kvöldið á massa djammi til um 7 um morguninn :) magnað...
.
hálfur laugardagurinn fór að sjálfsögðu í þynnku og restin var aðeins kíkt í búðir... kvöldið var svo hittingur með vinkonu Ole á rosa flottum indverskum veitingastað... eftir það kíktum við í Ferrari partý en stoppuðum stutt því planið var að leggja í hann til "Shanghai Circuit" kl 10 morguninn eftir...
.
sunnudagurinn að sjálfsögðu tekinn snemma og fórum með "shuttle" frá öðrum íþróttaleikvanginum að brautinni... það tók um 45 mín og með í för var Sterling, gaur frá USA sem við hittum á hostelinu... hann er massa skemmtilegur og dagurinn fór í endalaus hlátursköst á milli þess sem mar var að upplifa þessa líka gríðarstemningu á brautinni... hef sjaldan ef ekki aldrei upplifað annað eins :) man, þetta var ógeð gaman :) og það besta var náttlega að Shumi vann! ferðin til baka á hostelið var um 2 klukkutímar því Shanghai var þvílíkt crouded sökum þess að það er haustfrí þessa vikuna, bæði í skólum og öllum fyrirtækjum... og þá ákveða flest allir kínverjar að ferðast! ruglið eina... örugglega alveg nóg af fólki í borginni fyrir... varla hægt að komast yfir götu án þess að bíða eftir eins og tveimur ljósum...
.
það var náttlega ekki hægt að enda kvöldið öðruvísi en að fara út á lífið :) fórum beint eftir að við komumst aftur inn í borgina að borða, svo heim til að "freshen up", ákváðum svo að fara á eina helstu bargötu bæjarins og þræða þar alla barina og enda svo á "windows"... þar sem er opið til 7 :) Sterling var með okkur allt kvöldið sem var hin hreinasta snilld... hef sjaldan hlegið svona mikið á einu kvöldi :) brandararnir fuku af fólki allt kvöldið...
.
mánudagur fór allur í þynnku hjá mér... kvöldið var með eindæmum indælt... röltum um og sötruðum öl í blíðunni :) snemma í háttinn það kvöldið og dagurinn í dag fór svo í að kíkja á söfn og þannig vesen :)
.
uppúr stendur eftir þessa helgi: sáum kínverskan dverg, sáum 200 kg kínverja, sáum albínóa kínverja, formúla 1... klárlega allur sá dagur! moskítóbit=5 ný á aðra löppina (og verkur með) :( það skal einnig taka fram að ég er með ofnæmi fyrir þessu helvíti og fæ því blöðrur á stærð við jarðaber á hvert bit!!! sem að sjálfsögðu springa svo á endanum og úr verður sár... ég er farin að sjá fyrir mér að ég geti aldrei aftur farið í kjól!!! allavega verður það pottþétt ekki næstu vikurnar...
.
...í hnotskurn var þetta frábær helgi...
hendi inn myndum um helgina