mánudagur, október 16, 2006

romeo horfinn...

það hefur komið á daginn að romeo er ekki minn eini sanni því hann er horfinn... ég er einnig sannfærð um að það sé fyrir fullt of allt því hann var vel hlekkjaður en á einhvern hátt hefur einhver náð að nappa honum! mér til mikillar mæðu... það er þó vel hugsanlegt að hann hafi horfið vegna vanrækslu minnar síðustu viku, sem á sér skýringu... það er búið að vera brjálað mikið að gera í skólanum... ég er hins vegar ekki af baki dottinn... held áfram leitinni af hinum eina sanna og efast ekki um að ég finni hann í næstu götu...
.
annars er án gríns búið að vera brjálað að gera... liggur við að manni líði eins og mar sé nýbúinn með "evaluation" eða "exam"... prófessorinn okkar, hinn sami og við förum í ferðir með, átti að skila 5 greinum um Tíbet í gær (sun kvöld). Hann og hans nemendur hafa hins vegar verið einstaklega upptekin upp á síðkastið og þess vegna voru þau ekki búin að skrifa greinarnar fyrr en á föstudag... þar komum við til kastanna því jú, það þurfti að þýða allt saman yfir á ensku... nú kunnum við ekki staf í kínversku svo aðferðin var "einföld": setjast niður mann á mann og kínversku nemendurnir útskýrðu fyrir okkur um hvað greinin var og við sömdum á ensku... ég mæli ekki með þessu sem þýðingaraðferð en sem betur fer þá náðum við að klára í tæka tíð...
.
við vorum í skólanum frá kl. 9 á fös morgun til að verða 4 í nótt (sun)... þetta er soldið meira en að segja það því nemendurnir kunna mjöööög lítið í ensku... að útskýra eina setningu gat tekið uppí 10min... svo var að skrifa þetta og fara yfir og þá kom oft misskilningur í ljós sem þurfti að leiðrétta... í sjálfu sér þá voru þetta ekki neitt rosalega margar blaðsíður í það heila en frá kínversku yfir á ensku!!! úfff...
.
á móti erfiðinu og stundum pirringi kemur að nú vitum við öll heilmikið um Tíbet... svo koma þessar greinar í bók sem er gefin út fyrir ráðstefnuna... að ég tali nú ekki um hvað prófessorinn finnst við miklir "hard workers" :)
.
"the hard workers" komu svo fram í kínversku sjónvarpi á dögunum... í þætti um varðveitingu gamalla húsa í Daiyang sjáumst við vera að borða með prjónum... þetta finnst kínverjum svaka sniðugt... hvíti maðurinn að borða með prjónum...
.
það má taka það fram að ég efast orðið um að nokkurt okkar kunni að nota hnífapör lengur... fengum okkur pizzu um daginn og hnífapör með og aðferðirnar voru svipaðar eins og að borða með prjónum í fyrsta skipti... ég læt ímyndunarafl lesenda um rest...
.
framundan er svo meiri endalaus vinna í skólanum því vegna mikillar samveru með prófessornum þá höfum við vanrækt "urban planning" kúrsinn... erum ca. 5 vikum á eftir áætlun þar og þurfum svoleiðis að gefa í... í næstu viku erum við svo búin að bóka okkur aftur í þýðingarvinnu hjá prófessornum... í þetta skipti er það sama efni: Tíbet en mikið nákvæmara og ítarlegra... prófessorinn á fullt af efni þaðan því hann fer á hverju ári til að framkvæma "investigation" og hefur nú þegar gefið út eina bók, önnur er að verða tilbúin og þriðja er komin á planið... svo er mjög líklegt að okkar "investigation" í Daiyang komi einnig út í bók :) sver það... mar verður bara frægari og frægari í kína :) nógu fræg erum við fyrir... einkum vegna húðlitar!!! hehe...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvusslags ég verð að fylgjast betur með þér. ég vissi ekki að þú værir að deita þarna úti;)

Nafnlaus sagði...

hæbb skvisa ! takk ædinslega fyrir strakinn vid hlökkum öll 3 til ad fa thig heim :)Eggert Brynja og Siggi Sæti