föstudagur, mars 24, 2006

lítið bloggað...

...heyrst hafa kvartanir um lítil skrif hér á þessari síðu og skal þessi færsla bæta nokkuð úr því...

það er rétt... ég hef ei nennt að blogga og verið þónokkuð buisy... tja... allavega þóst vera það :) margt, mikið og skemmtilegt gerst síðan við síðustu skrif... það sem kemur helst upp í hugann eru tónleikar með cardigans... þvílík einasta snilld!!! og gott fyllerí eftir á... á sunnudagskvöldi! segiði svo að mar sé ekki buisy...

ákvað síðan með örlitlum fyrirvara að skella mér á klakann... sem ég held ég hætti að fara að kalla klakann... þvílíkt sumarveður sem ég fékk :) var himinlifandi með það þar sem það er búið að vera bítandi frost hér "heima" síðan ábyggilega ég kom eftir jólafríið... og fyrir þá sem ei vita, þá er frost hér miklu verra en heima... já, pabbi minn... það virkar svo miklu, miklu kaldara... og það nær alveg inn að beini... endalaust óþolandi að búa við þessar aðstæður... íslendingar í köben komnir með frostþunglyndi! ekkert skammdegisþunglyndi hér neitt...

anyways... þá skellti ég mér heimheim til að kíkja á sýningu í höllinni: "verk og vit"... gríðarfræðandi og endulífgaði heil ósköp áhuga minn á því sem ég fæst við í daglegu lífi... svo var ég líka að troða mér á kortið hjá teiknifyrirtækjum sem voru á svæðinu... óheppin þau sem voru þar ekki! stutt en gríðargott stopp :)

held reyndar að það sé aðeins að hlýna hérna... þurfti allavega ekki að vera í lopapeysu í dag!!! og þá strax fær mar auðvitað sumarfiðringinn... langaði voða mikið að skella mér á eins og eitt gott fimmtudagsdjamm... en aðeins þegar ég horfði út um gluggann... vissi alveg að það væri of kalt um leið og sólin hyrfi!

svo... því sit ég hér að bæta úr bloggleysi undarfarna daga (vikur???)... búin að læra helling í kvöld... ákaflega montin :)... er að hlusta á nick drake og með kveikt á animal planet... það eina sem mig skortir er ölinn!!! stenst þó freistinguna köldu sem er inni í ískáp að æpa á mig... því það er læri dagur á morgun og stutt í próf... þá er víst bannað að fara að missa sig í of mikla skemmtun! er nebblega búin að plana annað kvöld... þá verður sötrað yfir ljúfum tónum Trabant sem ætla að troða upp á Bryggen... fullt af góðu fólki á leið þangað og hver veit nema mar kíkji eitthvað meir eftir það???
.
hmm... enn og aftur þarf mar að halda í við sig þar... læri helgi framundan...

djöfull... fattaði núna að fram undan er gjörsamlega viðburðasnautt líf...
næstu tvær vikurnar!!!
.
...hlýt að mega fá mér bjór...

miðvikudagur, mars 01, 2006

þykjast læra...

iss hvað mar nennir stundum ekki neinu... sérstaklega þegar mar er sona hálfveikur eitthvað... hvað er málið með það??? er ekki bara hægt að fá hita og liggja í ca. 2 daga í staðinn fyrir að vera slappur í ca. viku??? óþolandi...
.
nenni engan veginn að læra... kannski vegna þess að ég veit ekki alveg hvernig á að byrja... er orðinn snillingur í að þykjast læra, enda eru þeir hæfileikar ekki á hvers manns hendi... er búin að þróa ansi góða aðferð sem kemur ekki inn samviskubiti svo auðveldlega... ætlað leyfa ykkur að njóta:
.
fyrsta skref er að taka aðeins til í kringum sig... sérstaklega í kringum og á skrifborðinu sem læra á við...
annað skref er að koma sér þar vel fyrir... með öll gögn við hendina og að sjálfsögðu tölvuna...
þriðja skref er svo að opna öll þau forrit sem þú þarft að nota við lærdóminn... þar á meðal vefsíður sem innihalda upplýsingar sem þörf er á...
fjórða skref er svo að kveikja á sjónvarpinu og horfa!!!
.
með allt ready fyrir framan mann þá kemur glettilega lítið samviskubit yfir að vera ekki að læra heldur njóta sjónvarpsins...
.
vona að þetta komi að góðum notum fyrir lesendur... munið bara að ef þið eruð með screen saver on... þá er um að gera að hreyfa músina endrum og eins... þá er mar soldið að passa sig... hafa allt opið :)
.
...endilega látið mig vita hvernig þetta virkar fyrir ykkur...