mánudagur, júní 29, 2009

Grænland

Mætt til fyrirheitna landsins :P mætti hér í hádeginu eftir hrikalega ókyrrð í lendinu -þvílíkur fiðringur í mallanum! Grenjandi rigning og rok um leið og ég kom :P ekta íslenskt vetrarveður :P
Fékk rosa fínar móttökur, yfirmaður minn tók á móti mér og rúntaði með mér um bæinn... fórum svo upp í vinnu að hitta helling af liði þar :P svo var förinni heitið í íbúðina mína - þessa pre tímabundna :) rosa fín stúdíóíbúð í alveg nýju húsi. Að vísu er ekkert internet hérna en þá stelur maður bara af nágrannanum :P eingöngu ein stöð í sjónvarpinu - DR1 - ríkissjónvarp DK. Eins gott ég kom með bók...
Skíðasvæðið hérna virkar voða stórt (miðað við Bláfjöllin)... en opnar víst ekki fyrr en um jólin, er sum sé ekki á jöklinum :P en er eiginlega alveg inní borginni.
Svo fór ég að skoða hvar ÍSTAK er að byggja, þvílíkur uppgangur hérna í jaðri borgarinnar...verið að byggja á fullu :)
Annars er ég voða ánægð með þetta allt saman:) Allir ótrúlega næs og taka vel á móti manni, greinilega hress hópur sem ég verð að vinna með :) líst rosa vel á þetta allt saman...
Er svo í fríi á morgun, get aðeins röltað um og áttað mig betur á þessu... fer svo að vinna á miðvikudag en Kim sem á að setja mig inn í jobbið kemur víst ekki fyrr en á föstudag og verður með mér í 2 vikur. Svo komst ég að því í dag að ég fæ afslátt í ræktina - þarf að drífa í því :)
tútílú :) verð með fréttir þegar ég get stolist á netið :P
(internetkaffið er bilað!)

miðvikudagur, júní 24, 2009

Flúin land...

Komið að því... eftir langa pásu í blogginu held ég áfram :) var búin að tala um það að ef ég myndi flýja land þá kæmi að því...

Veruleikinn að kikka feitt inn... fer á mánudag og bara rétt nýbyrjuð að pakka og ekki ennþá komið á hreint hvað ég þarf að taka með :P Svo er ennþá allt á fullu á Miklubrautinni, aaaalveg að klára kjallarann, krossa fingur að ég nái því áður en ég fer...

En til að ná að hitta sem flesta áður en ég fer þá er ég með opið hús hjá ma + pa, Áslandi 6b-Mosó, á laugardag frá kl.14... Vil endilega sjá sem flesta kíkja við og smella kossi bless :)

Verð svo hér með frásagnir af jöklinum :)

Grænlendus...