mánudagur, júní 29, 2009

Grænland

Mætt til fyrirheitna landsins :P mætti hér í hádeginu eftir hrikalega ókyrrð í lendinu -þvílíkur fiðringur í mallanum! Grenjandi rigning og rok um leið og ég kom :P ekta íslenskt vetrarveður :P
Fékk rosa fínar móttökur, yfirmaður minn tók á móti mér og rúntaði með mér um bæinn... fórum svo upp í vinnu að hitta helling af liði þar :P svo var förinni heitið í íbúðina mína - þessa pre tímabundna :) rosa fín stúdíóíbúð í alveg nýju húsi. Að vísu er ekkert internet hérna en þá stelur maður bara af nágrannanum :P eingöngu ein stöð í sjónvarpinu - DR1 - ríkissjónvarp DK. Eins gott ég kom með bók...
Skíðasvæðið hérna virkar voða stórt (miðað við Bláfjöllin)... en opnar víst ekki fyrr en um jólin, er sum sé ekki á jöklinum :P en er eiginlega alveg inní borginni.
Svo fór ég að skoða hvar ÍSTAK er að byggja, þvílíkur uppgangur hérna í jaðri borgarinnar...verið að byggja á fullu :)
Annars er ég voða ánægð með þetta allt saman:) Allir ótrúlega næs og taka vel á móti manni, greinilega hress hópur sem ég verð að vinna með :) líst rosa vel á þetta allt saman...
Er svo í fríi á morgun, get aðeins röltað um og áttað mig betur á þessu... fer svo að vinna á miðvikudag en Kim sem á að setja mig inn í jobbið kemur víst ekki fyrr en á föstudag og verður með mér í 2 vikur. Svo komst ég að því í dag að ég fæ afslátt í ræktina - þarf að drífa í því :)
tútílú :) verð með fréttir þegar ég get stolist á netið :P
(internetkaffið er bilað!)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh Embllús minn, búin að hugsa til þín í allan dag, dugleg ertu að blogga svona strax :)

Æðslegt að heyra að líst vel á þetta, nú bíð ég spennt eftir myndum :)

Knúsur frá Tránu og Elísxxx

Íris Dögg sagði...

en spennó, gangi þér vel:)

Farðu nú að joina á facebook;)

Kv.Íris Dögg