föstudagur, júlí 03, 2009

úher...

Hér smellur í góm... þannig tala grænlendingar ;) kokalelattea... eitthvað þannig :P Væri ótrúlega gaman að læra þetta mál... læri kannski smá, ekki allt :P
first things first - íbúðin og myndir... Ég bý sumsé í ca. 30m2 stúdíóíbúð á 10 hæð í nýju húsi á Jagtvej 9, útsýnið ótrúlegt - ef maður horfir ekki á hinn "turninn" sem er um 20 metrum frá mínum :P En þetta er auðvitað bara tímabundið en mér skilst að ég gæti verið hér í dágóðann tíma þó yfirmaður minn (Jeanette - frábær!) vilji endilega að ég fái stærri íbúð og er víst að vinna mikið í því... here are the pics:

Inngangurinn... kannski pínu þröngt með þennan fataskáp þarna - en hann kemst eiginlega hvergi annars staðar fyrir :)

Hér er svo fínafína baðið -hiti í gólfi og þvottavél + þurrkari bak við hurðina, gengið inn frá ganginum... hefði samt þegið stærra borð fyrir allt draslið mitt :P

Séð frá enda gangsins... rúmið er svefnsófi þó ég hafi nú ekki ennþá nennt að ganga frá honum :P sést svo yfir að hinum enda rýmisins... þetta er nú ekki stórt ;)

Séð frá glugganum við rúmið - eldhúsið rúmgott og fínt... og að sjálfsögðu með uppþvottavél :P Eins hér og í DK... spara heitavatnið (hitað í katli sem er í skáp í forstofunni)

Hér sést frá hinum endanum... rúmið fína og eldhúsið... ekkert langhlaup hér ;)

Og ekki má gleyma þessu dýrindis útsýni ;)


Sama hér - maður passar sig bara að líta örlítið til hliðar svo maður horfi ekki inn í turninn ;)

.

Byrjaði að vinna í gær... dagurinn byrjaði með látum - lyklakerfið í algjörri steik og enginn aðgangskóði (seglakerfi). Var víst búið að reka þann sem sá um þetta mál og næstum víst að það hafi verið hann sem stútaði tölvunni með öllum admin aðgangi... Hefði svo sem ekki verið mikið vandamál ef ekki hefði verið fyrir það að sama dag var verið að skipta um hreingerningarfyrirtæki í öllum byggingunum (mitt svið) og þau þurftu víst nýja lykla... Fyrirtækið sem svo sá um að þjónusta kerfið (setja upp lás og þannig) vildi ekki láta af hendi sinn admin kóða því við vorum víst líka að skipta þeim út... og þeir ekki sáttir - alveg 100 á því að við værum að brjóta einhvern samning sem var síðan víst eingöngu í gildi 2007 (gæjinn sem ég er að taka við af búinn að gera munnlegan síðan)... anyhow... yfirmaður í lyklaveldinu lét ekki ná í sig þrátt fyrir hótanir um lögreglu kveldið áður... og það fór svo - löggan sótti greyið og honum skipað að láta þenna kóða af hendi eftir þref milli lögfræðinga...

Kóðinn kominn og þá var eftir að átta sig á óreiðunni sem þetta helv.... kerfi er og útbúa um 50 mismunandi lykla fyrir ræstitæknana... þetta tók auðvitað allan daginn og í samstarfi við nýja rekstaraðilann breyttum við örlitlu í lyklunum - hann bara gleymdi að maður þarf að breyta dyrunum líka :P þannig allir lyklarnir komu til baka og gera allt uppá nýtt! var að vinna til um 6 í gær til að vera viss um að enginn kæmi einu sinni enn...

Svo var mér hent á fund með arkitektinum í dag og við erum víst að breyta helling í einni byggingunni og byrjum í næstu viku - erum með byggmester en hann þykist vera að fara í frí í 2 vikur af þeim 4 sem verkið tekur - og má víst ekki taka lengri tíma :P þessu þarf ég að redda skilst mér og sjá um - enda svo sem í starfslýsingunni ;) frábært samt hvernig maður fær stórt verkefni í hendurnar og veit ekkert hvað það snýst um :P

sumsé - langir síðustu 2 dagar en ótrúlega skemmtilegir bara ;) nóg að gera - allir í vinnunni (tja, eða langflestir) rosa hressir og góðir húmoristar, allavega allir sem ég vinn með ;) fékk hrós strax í dag fyrir daginn í gær ;) brjálað að gera virðist hjá öllum - fylgir því víst þegar ríki fer úr heimastjórn í sjálfsstjórn en það er bara gaman ;) læri fullt og allir mjög jákvæðir þrátt fyrir miklar annir :)

Á morgun er svo kursus fyrir nýja starfsmenn sjálfsstjórnarinn og mér skilst að það sé fredagsbar eftir það! vúhú!!! fer klárlega með þangað...

p.s. - gekk í svefni í nótt og færði meira að segja til stól! aldrei gert það áður! endalaust nýjar upplifanir í landinu græna :) mjög sátt við það :)

3 ummæli:

Hrefna sagði...

hehhe, allt ad gerast í grænlandi. Heyri í thér á morgun

Nafnlaus sagði...

Flott íbúð! Virkilega :)

Gott að heyra að þér líst þokkalega á þetta...hlakka nú til að geta komið hingað oft í viku og ekki komið að tómum kofanum :)

Ást í poka sem ekki má loka,
Sigurveig

Nafnlaus sagði...

Mér finnst íbúðin mjög flott þótt lítil sé. Öllu virðist haganlega fyrir komið og góðar innréttingar.
mamma