mánudagur, júní 20, 2005

komin heim...

well, þá er mar loksins komin heim :) er reyndar búin að vera að vinna eins og mother fucker síðan ég kom en er þó búin að taka nokkra öllara öll kvöld! lítið sofið...

ferlega næs að vera komin heim og flutt á eikagötuna... mjög fínt að vera þar, mjög fljót á leið í og úr vinnu... og snilld að vera komin aftur í HH... verður nóg að gera hjá mér í sumar...

hélt reyndar að ég yrði í einhverju chilli hérna í uppló en því fer fjarri lagi... er að fá til mín í dag nokkur "ungmenni" (börn fyrir mér!) í atvinnuviðtöl og á að stýra þeim í sumar og klára helvítis kjallarann hérna... er ekkert búið að gerast síðan ég var hérna um jólin!!! en ég stefni á að þetta verði búið áður en ég fer heim... eins fallegt að ég fái vel borgað fyrir það :)

börnin:

Inga Maja og Bóas eignuðust strák 29.maí!!! til hamingju með það... drengur er nefndur Daníel Loki og kallaður Dalí...
Heiða og Óðinn eignuðust stelpu einhvern tíma í síðustu viku... til hamingju með það...

soldið sein að koma með fréttirnar en það eru alltaf góðar ástæður fyrir því... að þessu sinni er það tæknin sem var að stríða okkur...

svo er ammæli ársins næstu helgi... sendi sms á alla sem er boðið en ef einhver er ósáttur við að hafa ekki verið boðið þá má bara endilega hafa samband :)

snillingurinn sem hefur lifað aldarfjórðung...

mánudagur, júní 13, 2005

búin í prófum...

jæja... þá er maður barasta búin í prófinu mikla :) öllum til mikillar gleði :) er búin að eiga heima uppi í skóla alla síðustu viku og heldur lítill svefn þar af leiðandi...
.
en það hefur nú heldur betur borgað sig því ég fékk heilar 10!!!
til hamingju með það til sjálfrar mín :)
.
vildi nú bara deila þessu með ykkur í tilefni dagsins...
er komin í ölinn og svo er leið heim að pakka niður...
.
jú, druslan er að koma til landsins strax á morgun...

sunnudagur, júní 12, 2005

duranduran

hallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhallóhalló
.
???er einhver að fara á duran duran tónleikana???
.
???er einhver að fara á foo fighters og queen of the stone age???
.
látið mig vita... er enn að spá í að kaupa mér miða en
nenni ómögulega að skella mér ein...

fimmtudagur, júní 09, 2005

meirihátta helgi...

þetta var svaðaleg helgi!!! stúlkur vesturbæjar komu til landsins á fimmtudagskvöld og þá var að sjálfsögðu tekið á því :) skelltum í okkur öl og kíktum í bæinn... enduðum svo kvöldið heima í partýi til um 10 á föstudagsmorgun!!! og stelpurnar vöknuðu actually til að fara í bæinn og versla!!! þær fá mega hrós fyrir það... en ég svaf bara vært til um 6:30 :) skellti mér á fætur og fékk mér meiri öl :) svo kom gústi töffari í heimsókn... og skellti sér með okkur á djammið eins og honum einum er lagið!!! og það kvöld endaði eins og hitt... partý heima til um 7... hehe... og stúlkurnar vöknuðu aftur til að fara í bæinn!!! og ég svaf...hehe, vaknaði reyndar held ég um 2-3 leytið og byrjaði strax í ölinu :) það var algjört möst... vorum að fara að halda grillpartý um kvöldið... og nýju leigjendurir hans halla að koma á svæðið...
það var snilldar partý... hellingur af fólki og massa góður matur... nýju stúlkurnar komu líka og þeirra vinir á endanum... sem þýddi að við vorum komin með eitt stærsta partý síðan við fluttum inn!!! og ógeðslega gaman!!! skelltum okkur svo öll saman í bæinn og langflestir komu síðan með okkur heim í partý :)
held að nágrannarnir okkar hati okkur út af lífinu núna... og kemur ekki á óvart!!!
sunnudagurinn fór svo bara í þynnku og að veltast um af hlátri :) freysi fór alveg á kostum hérna með gullmolana sína sem og gústi... fékk hreinlega harðsperrur af hlátri...hehe, ekki það að helgin hafi ekki verið jafn fyndin :) þegar menn eins og freysi, einar, gústi og helgi eru á svæðinu þá er ekki annað hægt að að tryllast úr hlátri...
verð að kynna ykkur fyrir þeim einn daginn :)

svo eru bara fyrstu dagar vikunnar farnir í þynnku dauðans og lærdóm... er víst á leið í lokapróf á mánudagsmorgun... fyrst af öllum í bekknum... smá stress!!! sérstaklega eftir að hafa ekki gert neitt um helgina... en ég held þetta reddist nú allt saman...

og svo kem ég heim á þriðjudag!!! vona bara að ég verði ekki þunn...