föstudagur, mars 30, 2007

loksins...

jú, stóru fréttirnar loksins komnar í höfn!!! mikið var...

staðan er þannig í dag að ég er orðin íbúðareigandi í annað sinn! og alls ekki amaleg eignin það... samtalst um 200m2 á Gunnarsbraut í Norðurmýrinni :)
ferlið að ná í peninga fyrir þessu er búið að taka soldið lengri tíma en ég hélt en í dag var skrifað undir svo ég er sum sé orðin eigandi að fullt af fermetrum fyrir fullt af peningum!
við tekur svo "renovation" eða endurnýjun húsnæðisins því mér er sagt að það líti ekkert alltof vel út... jú, mér er sagt! hef nebblega aldrei séð þetta :) ekki einu sinni á myndum!

ég er augljóslega búin að missa það hérna! en ég er samt miklu meira spennt fyrir verkefninu framundan :) þetta verður held ég nákvæmlega það sem mig hefur lengi langað... kaupa íbúð í niðurníslu og gera hana upp sjálf :)

er að vísu ekki alveg ein í þessu... upprunalega er þetta hugmynd föður míns svo hann verður með mér í þessu verkefni :)

annars er að frétta frá köben að ég er búin að hafa það svaka gott... í mega tjilli, fullt af öl og fullt af góðu fólki :) skólinn fékk að sjálfsögðu að kenna á því... var að klára lokapróf sjöttu annar í dag og rétt skreið...

en hey, held mar megi skríða einu sinni á þessarri blessuðu skólagöngu... er það ekki???

framundan... djamm um helgina, UK að heimsækja Finna á sun, Ísland á föstudaginn langa og djamm þá helgi... svo beint að vinna og ná sér í pening fyrir þessu fasteignabraski :)

annars er ég að hugsa um að lofa því að verða duglegri að blogga svona fyrst ég er komin á gamlar slóðir :) fylgist því spennt með...