miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Danmörk - Ísland

!!!leikur - bleikur - sleikur!!!
.
djíses... fór á leikinn í kvöld og það fór eins og gamla sagan! skellti mér fyrir fullt af pening í skítakulda að styðja okkar menn og sjaldan séð annað eins... ekkert spil og baunarnir unnu með 3 mörkum gegn engu... stemningin í stúkunni var ekki 100% og má kannski kenna því um... en ég vil nú heldur meina að þetta sé liðið... verð að viðurkenna að ég er ekki nógu mikill stuðningsmaður í mér til að gera svona lagað aftur! það gengur ekkert hjá þeim!
.
fokk... hvað er maður að eyða pening og dýrmætum læritíma í svona vitleysu???
.
...farin að læra og einbeita mér að því að láta ekki hafa mig út í svona ever again...

mánudagur, nóvember 19, 2007

stór og góður dagur :)


vá, fullt að gerast í dag...
.
fékk einkunn fyrir BS ritgerðina í dag... skrifaði um íslenska byggingasögu og fékk að sögn leiðbeinandanum mínum "stóra" 10!!! hann var alveg á mörkunum að hækka upp í 12 þegar ég var að spjalla við hann en ég gleymdi víst veigamiklu atriði í innganginum: skrifaði ekki af hverju ég valdi þetta efni... þannig að 10 varð að "stórri" 10 :) held það sé um 9 og hálfur á klakanum...
.
svo fékk ég vinnu í dag... hjá Fjarhitun :) á reyndar eftir að semja um launin en fer í það á næstu dögum og krosslegg fingur og vona að ég fái það sem ég bið um... allavega mjög nálægt því! veit ekki alveg hvað ég geri annars...
.
svo talaði ég við litla bróður í dag... og hann og Helga Björg voru að trúlofa sig í gær!!! til hamingju þau!!! þvílík hamingja á öllum bæjum í dag sko...

skötuhjúin

.
já, sko stór og góður dagur í dag :) búin með 1/3 af önninni og ekki amaleg einkun þar :)
.
nú er bara að drullast til að halda áfram...

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

one done... on to go!

jæja... búin með prófið og það fór eins og ég vissi :P var ekki búin með mikið og var sagt að ég þyrfti að "step on it!"... sem betur fer þá voru ekki margir búnir með meira en ég og einhverjir með enn minna :)

nú er bara að halda áfram í sama gírnum... drífa í þessu svo maður geti verið búinn fyrir jól... nenni ekki að vera í stressi með þetta þegar ég er heima :) kem heim að kvöldi 20.des og verð líklega til 4.jan... hef ekki ennþá keypt miða, er að bíða eftir næsta kortatímabili :P

ég er sum sé totally að fara á hausinn hérna... fæ svoooo lítið frá lín að það dugir ekki einu sinni fyrir leigu og því sem ég þarf að borga :( er í því að hækka yfirdráttinn og auka stressið með... held ég biðji bara um peninga í jólagjöf... hehe, og bið alla um að gefa mér bjór þegar ég kem heim!!! :P

lokaorð... veit ekki hversu lengi ég nenni þessu bloggi áfram... virðist ekki vera sem margir lesi það! sama og engin komment... hmmmmm

laugardagur, nóvember 10, 2007

fljótt skipast veður í lofti...

jú, þetta sagði einn af mínum sambýlingum síðasta þriðjudag...
.
ég bjó sum sé með Didda og Brynju, hans ektakvinnu hér í litlu íbúðinni í Valby... svo síðasta mánudag ákvað skvísan að fara heim á klakann... missir fyrir okkur bæði... þannig að við Diddi erum hér tvö eftir og vonandi helst það nú fram yfir jólin :)
.
en út í allt annað... af hverju í andskotanum heldur maður að það sé hægt að gera allt á einni nóttu??? ótrúlegt... önn eftir önn er ég komin með upp fyrir haus af verkefnum því ég kann ekki og meira reyndar nenni held ég ekki að vinna skipulega... klára eitt verkefni, tek mér svo frí í allt of langan tíma og lendi í þvílíku veseni með að klára næsta stig!!! fucking helvíti...
.
er sum sé upp fyrir haus hérna að reyna að klára ansi margt á immit alltof stuttum tíma... og við tekur nákvæmlega sama batteríið þegar það er búið! shit hvað ég nenni þessu alls ekki!!! djöfuls ógeð... er alveg með gubbuna hérna af skólanum og ef ég væri ekki á síðustu önninni þá myndi ég fara í frí! og eins og staðan er í dag þá er ég orðin ansi stressuð um að ég falli hreinlega!!! shæt mar... það má bara alls ekki gerast!
.
svo náttlega eins og alltaf þegar mar á að vera að læra þá gerir mar allt annað... :P er búin að vera voða dugleg að naglalakka, húðhreinsa, ljósast, taka til, þvo þvott, vaska upp og finna mér ástæður fyrir að "þurfa" að fara niður í bæ :) en ég er líka í fylleríspásu - ekki sama og bjór pásu - og vonandi hefst þetta allt saman... fæ samt pottþétt spark í rassgatið á þriðjudag þegar ég fer í mat... :P ekki þannig að það hafi ekki gerst áður... hehe
.
framundan hjá mér er sum sé... díla við spark í rassgatið... sparka sjálf í rassgatið á mér... drullast til að gera allan fjandann... fara á ísland-danmörk... fara á julefrokost og læralæralæra!
...
hilsen fra skide kolde sjöppenhavn...