miðvikudagur, nóvember 14, 2007

one done... on to go!

jæja... búin með prófið og það fór eins og ég vissi :P var ekki búin með mikið og var sagt að ég þyrfti að "step on it!"... sem betur fer þá voru ekki margir búnir með meira en ég og einhverjir með enn minna :)

nú er bara að halda áfram í sama gírnum... drífa í þessu svo maður geti verið búinn fyrir jól... nenni ekki að vera í stressi með þetta þegar ég er heima :) kem heim að kvöldi 20.des og verð líklega til 4.jan... hef ekki ennþá keypt miða, er að bíða eftir næsta kortatímabili :P

ég er sum sé totally að fara á hausinn hérna... fæ svoooo lítið frá lín að það dugir ekki einu sinni fyrir leigu og því sem ég þarf að borga :( er í því að hækka yfirdráttinn og auka stressið með... held ég biðji bara um peninga í jólagjöf... hehe, og bið alla um að gefa mér bjór þegar ég kem heim!!! :P

lokaorð... veit ekki hversu lengi ég nenni þessu bloggi áfram... virðist ekki vera sem margir lesi það! sama og engin komment... hmmmmm

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

neineinei, engin að fara að hætta:)
Ég les ávallt, vil blogg á hverjum degi:)
En annars þá finnst mér þú svo ótrúlega dugleg, ert aldeilis búin að standa þig brilljant í þessu námi og búin að þrauka þetta lengi.

Kv.Íris Dögg

Embla Kristjánsdóttir sagði...

takk ástin mín! mér finnst þú nú líka mjög dugleg skat :)

Nafnlaus sagði...

Eins og ég sagði við þig í gær - það er alveg bannað að hætta að blogga - ég les þetta sko reglulega en gef mér allt of sjaldan tíma til að kommenta.

Nafnlaus sagði...

þetta var sem sagt Hjördís sem skrifaði hér að ofan!