þriðjudagur, maí 08, 2007

skrýtnir dagar

skrýtnir dagarnir hjá mér þessa dagana... og verður víst eitthvað áfram! er ennþá að vesenast í íbúðinni svo dagurinn hjá mér er yfirleitt vinna hjá Fjarhitun 8-ca.6 og svo á Gunnarsbrautina til um 9 eða 10... eftir þannig dag deyr mar náttúrulega bara af þreytu :)
.
mér tekst þó merkilegt nokk að djamma einhvers staðar þarna á milli... sem ég er mjög ánægð með :) alltaf jafn gaman að enda hauslaus niðrí bæ og láta koma sér í leigubíl :P
.
eins og þið sjáið þá er nú ekki mikið merkilegt hægt að segja af mér... ég er t.d. ekki búin að meiða mig neitt í þessum framkvæmdum (húrra), ekki einu sinni smá skráma með pínku blóði! veit ekki hvort ég eigi að vera massa ánægð með það eða velkjast í vafa um hvort ég sé þá nokkuð eins mikill töffari og ég hélt ég væri???
(kannski ég hendi mér niður stigann í von um að brjóta á mér hendina svo ég geti sagst hafa lent með hana undir baðkari eða eldhúsinnréttingu... og fundið töffarann í mér aftur...)
.
...alveg yrði það nú samt típískt að ég myndi meiða mig óviljandi á næstu dögum...
og allir myndu halda að ég væri búin að tapa mér og hefði actually hent mér niður stiga eða hreinlega lagst undir eldhúsinnréttinguna...
.
vona samt ekki því helgin framundan er náttúrulega ein sú stærsta í djammbransanum á þessu misseri... það er víst roskilde upphitun á ellefunni góðu á fös kvöld... er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég mæti þangað, ætla ekki á roskilde og held mig langi meira til að vera eiturhress á laug... í glamúrklæðnaði, á sturlað háum hælum, með eurovision remix undir arminum, kafmáluð og ekki má vanta hoffinn í hönd... jafnvel að mar hafi fyrir því að útbúa eins og einn mohito áður en lagt er í'ann að heiman...
.
svo má að sjálfsögðu alls ekki gleyma að stór hluti af þessu góða fólki sem ég hef umkringt mig með er að klára prófin nú um helgina... og þá eiga náttúrulega allir skilið að djammað verði með þeim :)
.
með þessum orðum kveð ég og óska öllum góðs gengis í prófum og komandi sukkerí...