miðvikudagur, október 11, 2006

ó romeo...

nú hafa verið brestir í sambandi okkar Romeo í að verða 2 vikur... ég hef ekki sagt frá þessu fyrr því ég var sannfærð um að frí frá "ástríðu" þunga mínum (för mín til Shanghai) myndi bæta sambandið... allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir að ég hafi sýnt mínar bestu hliðar og hugsað af alúð um minn eina sanna þá virðist hann ekki kunna að meta það
...en ég mun ekki að gefa mig og ætla mér að halda þetta út til jóla...
.
talandi um shanghai... ég gleymdi að segja ykkur að á föstudeginum í hlægjandi ferðinni góðu þá smökkuðum við frosk... "fried bullfrog"... ég spottaði þetta á matseðlinum og gat ekki látið matverðinn líða hjá án þess að smakka :) froskurinn kom, eitthvert deig utan um bitana og svo snögg djúpsteikt... hann smakkaðist ágætlega... hefði vantað örlítið meira af kryddi en það kemur óneitanlega við hjartað í manni þegar mar sér það græna í gegnum deigið... við áttum reyndar alveg eins von á að fá að velja okkur úr fiskabúrinu og fá hann í heilu lagi á borðið en sem betur fer ekki... held að Mikael hefði farið að gráta þá...
.
síðasta vika var tekin heldur rólega eftir svaðilförina til shanghai... held líka að við höfum öll verið heldur þreytt á hvort öðru... ekki í slæmum skilningi þannig... bara meira svona "gott að fá að sofa einn en ekki í herbergi með öllum hinum" skiljiði??? svo var líka búið að ákveða að förinni væri heitið 3ja sinni til smábæjarins (4 milljónir) Daiyang, þar sem við höfum verið að mæla og teikna nokkur hús...
.
síðasta fös morgun var svo lagt af stað eldsnemma en aðeins 3 af okkur því tveir pésarnir voru orðnir veikir (spurning hvort þeir hafi tekið svona vel á því í shanghai???)... anywho... skelltum okkur beint í að fara yfir teikningar og mæla á nýtt það sem þurfti... svo var náttlega hádegisverður í boði stjórnvalda Daiyang og eins og alltaf ótrúlega vel hlaðið borð... þeir sögðu okkur líka að úr því þetta væri líklega síðasta skiptið okkar þá hefðu þeir pantað lambakjötsrétti sem allajafna er víst ekki gert nema í október... hvers vegna lamb er tengt október hef ég ekki hugmynd um :) fullt af gómsætum réttum og dulítið í ætt við sláturtíð á íslandi... þarna var magi skorinn niður, held það hafi verið hluti af læri, einhvers konar gúllasréttur og síðast en ekki síst... BLÓÐ!!! hvað er að??? einn rétturinn var actually blóð... nema búið að segja svona jelly hleypi einhvern í og búa til blóðhlaup!!! því var svo loks hvíslað að okkur hvað þetta væri því í reynd leit þetta ekki svo illa út... og án gríns, hvíslað að okkur af yngismeynni sem yfirleitt er með í þessum ferðum... hvíslað eins og hún skammaðist sín fyrir þessa vitleysu og viðbjóð!
.
sko, ég komandi frá íslandi, frá heimili þar sem sláturtíð var og er alltaf í hávegum höfð, í fyrri tíð tekið slátur á hverju hausti og borðið mikið af því... ég gat ekki látið diskinn rúlla á hringborðinu fram hjá mér án þess að smakka...
hugsaði bara: blóð... iss, hef nú aldeilis borðið helling af því áður... kannski ekki alveg í þessu formi, hlýtur líka að vera búið að blanda einhverju í þetta... en what the hekk... geri það!
.
viðbjóður! án gríns... þetta er ekkert líkt því að fá smá roða með kjöti eða bíta sig í tunguna... þetta var beisiklí BLÓÐ! ojjj... fékk þvílíka flashbakkið frá því mútta var að blanda blóðinu í blóðmörina... það var nú ekki góð lykt en bragðið er mikið verra!
...blóðmörina er hins vegar ekki hægt að deila um...
(: hún er góð um leið og það er búið að elda hana :)
.
svona er nú veran í kína :) alltaf að smakka eitthvað nýtt og ég er sannfærð um að þessu upplifun yrði nú eitthvað öðruvísi ef mar myndi neita svona tækifærum... hehe... annars er mjög fínt að frétta... erum farin að kíkja einstaka sinnum í Ping Pong (útleggst borðtennis á íslensku) uppí skóla og ég var að enda við að kaupa mér rosa flotta cameru :) (rándýr :/ ) mar getur ekki verið endalaust með þessa litlu í öllum þessum upplifunum hérna í kínalandinu... svo verð ég bara að bjóða í myndasýningu einhvern tíma um jólin eða janúar... reyni nú samt að manna mig upp og drullast til að setja upp nýja myndasíðu :) nenni bara ekki alveg núna...
(: þarf að fara að leika með myndavélina :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ét lifandi froska og drekk með því heitt mannablóð daglega og finnst mér hið mesta hnossgæti.

Nafnlaus sagði...

Ojj barasta.. það á aldeilis að prufa allt sem kína hefur uppá að bjóða:)

Kv.'iris

Embla Kristjánsdóttir sagði...

fyrir þá sem ei vita hver hinn eini sanni romeo er... þá er um að gera að skrolla lengra niður síðuna og komast að því :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert rosa nagli! Ég veit ekki hvert ég væri til í að láta svona viðbjóð upp í mig.....:/

Ég dáist að þér;)