þriðjudagur, október 03, 2006

shanghai

úff... ein skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað á enda :) lögðum í hann á föstudag til Shanghai og vorum þar þangað til í dag... aðaltilgangur ferðarinnar var að fara á Formúlu 1... áttum miða í stæði en fengum fyrir mistök miða í stúku :) reyndar ekki þá bestu en fín samt... og borguðum ekkert á milli :)
.
föstudagskvöldið var tekið með trompi eftir nett "shopping spree" í aðalgötu bæjarins... þegar mar er túristi í shanghai þá er mar hundeltur af gæjum sem vilja selja manni alls kyns "fake" merkjavörur... auðvitað kíktum við á þetta og komumst þá að því að þeir eru með fullt af bakhúsum í miðbænum með endalaust af dóti :) endaði með því að ég keypti mér GUCCI úr og DIOR sólgleraugu... svooo pottþétt fake :) en hver sér það??? við enduðum svo kvöldið á massa djammi til um 7 um morguninn :) magnað...
.
hálfur laugardagurinn fór að sjálfsögðu í þynnku og restin var aðeins kíkt í búðir... kvöldið var svo hittingur með vinkonu Ole á rosa flottum indverskum veitingastað... eftir það kíktum við í Ferrari partý en stoppuðum stutt því planið var að leggja í hann til "Shanghai Circuit" kl 10 morguninn eftir...
.
sunnudagurinn að sjálfsögðu tekinn snemma og fórum með "shuttle" frá öðrum íþróttaleikvanginum að brautinni... það tók um 45 mín og með í för var Sterling, gaur frá USA sem við hittum á hostelinu... hann er massa skemmtilegur og dagurinn fór í endalaus hlátursköst á milli þess sem mar var að upplifa þessa líka gríðarstemningu á brautinni... hef sjaldan ef ekki aldrei upplifað annað eins :) man, þetta var ógeð gaman :) og það besta var náttlega að Shumi vann! ferðin til baka á hostelið var um 2 klukkutímar því Shanghai var þvílíkt crouded sökum þess að það er haustfrí þessa vikuna, bæði í skólum og öllum fyrirtækjum... og þá ákveða flest allir kínverjar að ferðast! ruglið eina... örugglega alveg nóg af fólki í borginni fyrir... varla hægt að komast yfir götu án þess að bíða eftir eins og tveimur ljósum...
.
það var náttlega ekki hægt að enda kvöldið öðruvísi en að fara út á lífið :) fórum beint eftir að við komumst aftur inn í borgina að borða, svo heim til að "freshen up", ákváðum svo að fara á eina helstu bargötu bæjarins og þræða þar alla barina og enda svo á "windows"... þar sem er opið til 7 :) Sterling var með okkur allt kvöldið sem var hin hreinasta snilld... hef sjaldan hlegið svona mikið á einu kvöldi :) brandararnir fuku af fólki allt kvöldið...
.
mánudagur fór allur í þynnku hjá mér... kvöldið var með eindæmum indælt... röltum um og sötruðum öl í blíðunni :) snemma í háttinn það kvöldið og dagurinn í dag fór svo í að kíkja á söfn og þannig vesen :)
.
uppúr stendur eftir þessa helgi: sáum kínverskan dverg, sáum 200 kg kínverja, sáum albínóa kínverja, formúla 1... klárlega allur sá dagur! moskítóbit=5 ný á aðra löppina (og verkur með) :( það skal einnig taka fram að ég er með ofnæmi fyrir þessu helvíti og fæ því blöðrur á stærð við jarðaber á hvert bit!!! sem að sjálfsögðu springa svo á endanum og úr verður sár... ég er farin að sjá fyrir mér að ég geti aldrei aftur farið í kjól!!! allavega verður það pottþétt ekki næstu vikurnar...
.
...í hnotskurn var þetta frábær helgi...
hendi inn myndum um helgina

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar ekki leðinlega..

kk.,
Sigfús

Nafnlaus sagði...

Jee....cool shit! Ég vonast til að heyra í þér bráðlega, bara þegar ég hef tíma, ´
á sama tíma og þú hefur tíma....
Sjáumst í tíma......Gríma

Nafnlaus sagði...

lucky barðstarður... Diddi er grænn af öfund!!ég er ennþá í svíþjóð ég tjékka á þér á skype þegar ég kem heim! sakna þín!