fimmtudagur, október 19, 2006

fabio hinn hvíti...

..:: ÉG ER BÚIN AÐ OPNA NÝTT MYNDAALBÚM::..
.
... KÍKIÐ Á LINKINN HÉR TIL HLIÐAR ...
.
...ath að förin byrjar neðst á myndasíðunni - kíkið á dagsetningar albúmanna...
...ég er ennþá að hlaða inn myndunum svo fylgist vel með...
.
þótt romeo hafi yfirgefið mig eina og allslausa þá læt ég ekki deigan síga... fór strax og fann mér annan... fann hann á sama stað og romeo og hef kallað hinn nýja: FABIO - hinn hvíti :) ég er gríðaránægð með hann og gott ef ekki meira en ég var með romeo... takið eftir að romeo er skrifað með litlum stöfum! FABIO er öðruvísi, manni líður eins og mar sé í öðrum menningarheimi þegar mar þeysist um á honum :) hér er nýjasti meðlimur Emblu & co:
.

...það skal tekið fram, til að afmá allan misskilning, að romeo var hjólið mitt og var stolið...

.
annars höfum við reynt að taka því rólega eftir mikið annasama helgi... fórum á mánudaginn og fengum okkur löngu tímabæra STEIK!!! mmmmm... þetta var æði :) að vísu ekkert á við almennilega steik heima en mjög gott miðað við kína... eða það höldum við allavega... náttlega í fyrsta skipti sem við smökkuðum þetta hér :) en miðað við fyrri reynslu á matsölustöðum landsins þá er ég nokkuð viss um að þetta hafi verið vel gert...
.
eftir steikina ákváðum við að kíkja í pool og öl... þótt við hefðum átt að fara heim að læra... vorum að vísu ekkert lengi en það var engu að síður ekkert lært það kvöld... skóladeginum daginn eftir var ekki eytt í að læra heldur... sátum bara og spjölluðum (við sem vorum þar) og létum okkur svo fljótt hverfa :) héldum heldur heim til að spisa og glápa á dvd...
.
á miðvikudeginum var okkur svo boðið í hádegismat af prófessornum... okkur öllum og foreldrum Peters sem hafa verið hér síðan á mán... það var að sjálfsögðu ekta kínverskur matur og sérstaklega pantaður með tilliti til hráefnis... og allt hráefnið úr nágrenni Nanjing... margt af þessu er náttlega ekkert gott en það er ótrúlegt hverju mar venst :) eftir matinn ákváðum við að kíkja á KTV með kínversku nemendunum...
.
KTV er stytting á karókí TV... það er ótrúlega mikið af þessu hérna og mætti segja að þetta einkenni kína að vissu leyti... ég hélt náttlega að þetta væri eins og heima, myndum mæta á einhvern bar og syngja fyrir alla sem voru þar staddir... en nei, mér skjátlaðist eins og svo oft hefur gerst hérna... við fengum sér herbergi þar sem er svaka sófi, svið og 2 stórir skjáir... þetta er tekið ansi alvarlega hérna... og þykir mikið gaman og ég veit fyrir víst að ein af kínversku stelpunum notar þetta til að pústa ef hún er slæm í skapinu... hehe... þetta var rosa gaman að prufa en ég lét náttlega ekki plata mig upp á svið... söng einu sinni í karókí á ölver? fyrir ca. 7 árum og mun ekki gera það aftur... ekki einu sinni í singstar :) get bara ekki hugsað mér að gera öðru fólki svona hrikalega vont... hef það ekki í mér :)

...þetta er sviðið í herberginu - Ole & Ecko að syngja...

FYRIR ÞÁ SEM VILJA SENDA MÉR "ALVÖRU" PÓST ÞÁ SETTI ÉG HEIMILISFANGIÐ HÉR TIL HLIÐAR

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegar myndir!
Gaman að fylgjast aðeins með þér þarna í Nanjing.
Þín verður sárt saknað í innflutningspartyinu á föstudaginn:)
heyrumst!!!

já og þessi gaur hjá lea, damn bara svarar ekki þá er bara að senda lögfræðing á kvikindið.

Nafnlaus sagði...

Frábært að fá myndir frá þessu ævintýri þínu. Þetta er reynsla sem þú átt eftir að lifa á alla ævi, engin spurning.....

kk.,
Sigfús

Nafnlaus sagði...

Fabio er svaðalegur!!!
kveðja þórey

Nafnlaus sagði...

Djøs røgl Embla ad thú kunnir ekki ad syngja, komandi úr músíkølsku fjølskyldum úr bádum áttum. Hef oft heyrt thig syngja, um ad gera ad skella sér bara uppá svid næst!!

Næst minnsta systir thín