sunnudagur, september 24, 2006

andrés önd og félagar...

endalaust mikið að gera þessa dagana... þurfum að skila af okkur öllum teikningum af húsinu sem við mældum og helst fyrir síðustu helgi! á miðvikudag þá vöktum ég og mikael alla nóttina við að teikna og hittum svo prófessorinn á fim... jújú, hann var allt í lagi ánægður og flutti þær fréttir að við værum að leggja í hann eftir klukkutíma í sama bæ og síðast... við tvö vorum nú ekki alveg á því að fara eitt né neitt sökum svefnleysis og sendum því hina þrjá af stað og komum okkur heim í háttinn...
.
á föstudag fór ég svo á stúfana að leita að fokdýrri myndavél :) var búin að fá upplýsingar um hvert ég ætti að fara og snaraði mér uppí leigubíl og benti á kortið... ekki málið, hann lagði af stað... stuttu síðar stoppaði hann fyrir utan sjoppu og mér skildist að hann ætlaði að kaupa sér e-d að drekka... hann kom til baka með ís og gaf mér...
.
ég varð náttlega voða ánægð að vera dekruð sona þar til mér varð litið á pakkningarnar... þetta var klaki með grænum baunum bragði!!! ekki sona grænar ORA baunir heldur eitthvað allt annað sem ég kann ekki heitið á...
.
ég varð náttlega að smakka ísinn og þótti hann ekki góður... ég gat náttlega ekki bara hent ísnum út um gluggann svo driverinn sæi... það hefði þótt einstaklega dónalegt og ég efast ekki um að hann hefði hent mér út á eftir ísnum... svo ég lét mig hafa það að borða ísklaka með grænum baunum... nema hvað, eftir eins og 3 bita þá fannst mér ég allt í einu stödd í sögu af mikka mús og félögum í einu af andrés blöðunum mínum... hún er eitthvað á þessa leið:
.
mikki er gerður ábyrgur fyrir því að kaupa afmælistertu í afmæli mínu músar... hann snarast í búðina á leiðinni í veisluna og ákveður að kaupa dýrindis ístertu... þegar til mínu er komið er tertan sett á borðið og lítur bara mjög vel út, allir smakka og á flesta gesti kemur ógeðissvipur... nema náttlega guffa, honum finnst tertan einstaklega góð og svona líka sniðugt að hafa tertu með gulrótum og súrum gúrkum... ojjjj...
.
mína verður öll fúl út í mikka fyrir að hafa keypt sona vonda tertu og hann greyið skilur ekki neitt... hélt hann hefði keypt hindberjatertu... mikki fer af stað og mína með í búðina... þau kaupa nýja köku sem þau opna á staðnum og það er það sama uppá teningnum þar... einhvert grænmeti í tertunni... mikki er að sjálfsögðu ekki sáttur og fer í verksmiðjuna að kvarta... honum finnst þetta nú eitthvað dubíus allt saman og ákveður að fela sig í frystinum þar til um nóttina...
.
þá gerist það! um miðja nótt koma mörgæsir með fullt af grænmeti og hræra því út í ísinn eftir skipunum frá fyrrverandi starfsmanni! sá gæji hafði víst aldrei fengið neitt annað en grænmeti sem barn, aldrei sælgæti, því pabbi hans var garðyrkjubóndi og nú skyldu sko allir hinir fá að finna fyrir því... mikki slæst að sjálfsögðu við gæjann og endurþjálfar mörgæsirnar á mínútu til að búa til góðan ís... og svo fer hann með nýja tertu til hennar mínu sinnar :)
.
jú, þetta var ég að hugsa alla leiðina í taxanum... þar til bílstjórinn fór að reyna að tjá sig eitthvað um svefn... benti á mig og setti hendur undir kinn og benti svo á sig og gerði það sama!!! þetta gerði hann í annað sinnið og þá bað ég hann vinsamlegast að stoppa bara, þetta væri orðið fínt! því vesturlandabúinn sem ég er fannst hann vera að tala um að við ættum að sofa saman!!! hann hefur þó örugglega bara verið að tala um hvað hann væri þreyttur... hvers vegna hann benti á mig veit ég ekki...
.
ég fann svo náttlega aldrei neina búð sem selur fokdýrar myndavélar... fór þess í stað í mallinn og keypti hitt og þetta :) endaði daginn á að vera lamin af lítilli kínverskri stelpu!
.
þannig var málið að ég ákvað að dekra mig og fá mér handsnyrtingu... jújú, gellan benti mér á blað og spurði hvaða pakka ég vildi... ég hef náttlega aldrei farið í sona þannig að ég skellti mér á dýrasta pakkan, 700 kall...
.
þetta byrjaði allt saman voða vel, pússað og klippt... svaka smart... svo kom hún með heitan þvottapoka og sagði mér að setja hendurnar saman líkt og ég væri að biðja og vafði pokanum utan um og hóf að nudda hendurnar... svo byrjuðu barsmíðarnar... hún lamdi í handarbökin á mér með hnúunum!!! mér brá náttlega svaðalega en ég er nú enginn aumingi svo ég sagði ekki neitt... þetta tók allt saman enda fljótt og þá kom hún með krem og byrjaði að bera á hendurnar... og þá byrjaði allt uppá nýtt! hún barði á mismunandi vegu í handarbökin og lófana og togaði svo í puttanna þannig að þeir hrukku úr höndunum á henni!!! ég hef aldrei vitað annað eins...
.
nú var þetta ekki vont en ekki var þetta mjög þægilegt heldur... ég hef haft það markmið síðan ég kom hingað að fara í nudd á einum af þessum nuddstofum sem eru hérna út um allt... nú hef ég hins vegar miklar efasemdir... ef handanudd er svona, hvernig ætli baknudd sé þá???

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Embla ég dó úr hlátri yfir vitleysunni í thér, thad er allt samt svo súrrealistískt thegar madur er bara aleinn eitthvad ad upplifa svona hluti. Ég mana thig til ad taka taxatúr aftur og sjá hvad thú endar næst. Sofa saman, muahahahahahha.
Love you
Hrefna

Nafnlaus sagði...

óGUÐ þvílíkt blogg. Viltu ekki bara koma heim:D Perra taxidriver marr oj.
Farðu vel með þig.

kv.Íris Dögg

Embla Kristjánsdóttir sagði...

hehe... jú, mar lætur sig nú hafa það einhvern tíma aftur að taka einsömul taxa :) en held það sjáist skýrt í þessari færslu hversu mikið ég sakna andrésar andar :/ hef barasta aldrei verið svo lengi án hans... og ekki allt búið enn...

Nafnlaus sagði...

Hallo astarpungurinn minn!

Get ekki lesid bloggid thannig eg imynda mer thad bara ;) Pabbi kutur er i heimsokn nuna og er ad elda dyrindissteik handa mer haha. Annars bara massa fint ad fretta hedan.

Hafdu thad gott sweety, hlakka mega til ad sja thig aftur og taka eitt par a barnum.

Knus i klessu
Hlin Marta Sveinsson

P.s vertu dugleg ad setja myndir a myndasiduna ;)

Nafnlaus sagði...

Já, mana þig í að fara í nudd, verður skrautlegt miðað við annað þarna. Ég þekki mann sem fór í nudd í fyrrum A-Þýskalandi og endaði það nudd á því að stöndugur karlnuddarinn rasskellti hann svo um munaði. Múhahahaa

kk.,
Sigfús

Nafnlaus sagði...

Heyrdu góda, yalla yalla*!!! Hvernig væri nú ad blogga fyrir hana aumingja systur thína sem á sér ekkert líf????
Hrefna