föstudagur, september 08, 2006

loksins komin með í magann...

sælirrr... held ég hafi aðeins talað af mér hérna... hefði betur átt að þegja :) er sum sé loksins búin að fá í magann :/... djöfuls helvíti! sem betur fer ekkert eitthvað hrikalegt... held þetta sé nú allt saman voða venjulegt miðað við að vera hinum megin á hnettinum :) og ekki get ég nú verið þekkt fyrir að taka ekki út samúð með meðleigjendum mínum...
.
það er nú ekkert nýtt að mar fái í magann... öllu verra er þegar mar er í landi þar sem flest klósett eru postulínsholur! hef varla farið úr húsi í 2 daga og ætla mér ekkert að gera það fyrr en ég verð góð :) þó mar sé komin í svaka þjálfun á holurnar þá held ég að mar bjóði ekkert í það eins og ástandið hefur verið... hehe...
.
að öðru... pabbi gamli er að verða áttræður á mánudag! haldiði að það sé mar... vantar einhvern til að skjótast með gjöf til hans frá mér á mán... hver er til???
koma svo - koma svo - koma svo

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Embla

Það er aldeilis ævintýri sem þú ert að upplifa þarna í Kína. Gaman að þessu. Hafði sérstaklega gaman að lýsingunum á matnum sem þið fenguð þarna á þessum stað, rækjunum með andlitinu sem þjónninn reyndi ítrekað að myrða með því að hrista skálina. Snilldin eina.

Ég er sjálfur að fara aftur til Flórída á föstudaginn, segi þér frá því við tækifæri.

Hafðu það sem allra best.

kk.,
Sigfús

Nafnlaus sagði...

hæ emblus heyrðu ég var að fá voða sniðugt forrit sem heitir voipstunt og maður hringir frítt í heimasíma af netinu.... bara láta þig vita ef þér vantar svona:) láttu þér batna dúllan mín...

Nafnlaus sagði...

hahhahahah :-D það hlaut að koma að því! held að það sé ekki hægt að fara til asíu án þess að fá niðurgang ;) vona að lyfjapakkinn frá mér komi að góðum notum...þekki af eigin raun þá súru upplifun að þora ekki að prumpa af ótta við að...jah látum þetta gott heita...
Vonandi hefurðu það annars gott dúllan mín!