jæja... þið urðuð öll of sein til að panta að fá að fara með afmælisgjöf handa honum föður karli mínum!!! get ekki sagt að ég sé gríðaránægð með viðbrögðin...
.
maginn komst sem betur fer í lag á föstudag... ég er greinilega ennþá að sleppa vel :) helgin var tekin í rólegheit á föstudeginum því við vorum búin að mæla okkur mót við hóp af liði úr skólanum til að fara í "investigation" ferð... sem þýðir bara það að við þurftum að rölta allan daginn og skoða íbúðarhverfi... kvöldið var að sjálfsögðu tekið í djamm og sun í netta þynnku með McDonald's og tilheyrandi :)
.
á sun kvöldið hringdi svo annar kennarinn okkar og bauð okkur með í "field trip" daginn eftir... sagði að hugsanlega þyrftum við að gista svo við ættum að koma í skólann morguninn eftir með dót með okkur... off we go, í þorp sem við höldum að heiti "diayang", um 1 og 1/2 klst héðan... um leið og við komum var okkur vísað á hótelið okkar svo það var útséð að við myndum eyða þarna nótt... nú, svo tók við fundur með einhverjum ráðamönnum þarna í bæ og svo brunað af stað í hefðbundinn kínverskan hádegismat...
hefðbundinn kínverskur matur er hringborð og þar ofan á er rosa stór glerdiskur sem hægt er að snúa... á þetta er svo raðað alls kyns réttum og mar fær sér að vild...

eftir matinn var okkur tilkynnt að við ættum að rannsaka eitthvert eldgamalt hús þarna... mæla og teikna það allt upp... eyddum restinni af deginum í það sem og fyrr part næsta dags og eftirmiðdagurinn fór í að skoða fleiri gömul hús...
.
þegar mar er í boði stjórnvalda að rannsaka þá er heldur betur stjanað við mann... kvöldmaturinn fyrsta daginn var hreinasta snilld! fengum að eta á stað þar sem allt var gulli slegið... og kínverski maturinn mjög fínn og víni og bjór skenkt endalaust :) það kvöld fengum við disk með hænsnalöpp! það er víst eitthvert kjöt á þessu... og auðvitað smökkuðum við :)
...hænsnalöppin...
seinna kvöldið var ekki síðra... borðuðum á sama stað og daginn áður og alveg eins vel boðið af mat og víni :) nema hvað að það var öllu undarlegri matur á boðstólnum... einhver strákanna hafði víst komið með sérpantanir... það fór svo þetta kvöld að ég smakkaði HUND, DÚFU, og borðað heilan smákrabba (kemur heill á borðið)... hundurinn er nú barasta nokkuð góður... eins og hrossakjöt á litinn en alls ekki eins seigur eða saltur... dúfan var ágæt... lítið kjöt samt á beinunum :) hehe...
...dúfuhaus...
.
í dag þurfti ég svo að skella mér til læknis því það sem ég hélt að væri moskítóbit leit út eins og það væri komin sýking í allt saman... sem hefði ekki verið neitt skrýtið þannig þar sem ég er með nett ofnæmi fyrir þessum kvikindum... nema hvað, það er náttlega aldrei neitt auðvelt í kringum mig! læknirinn segir mér að þetta séu ekki moskítóbit heldur ormabit!!! sem ég náði mér í þegar ég labbaði í gegnum gras á laugardaginn... djöfuls viðbjóður! liggur við að það sé verri tilhugsun um orminn að bíta en að borða hund... heheheh... en ég er sum sé komin á einhvern massa af lyfjum og kremum og á að verða góð eftir helgi...
...verst að ég get ekki verið í kjól um helgina...
2 ummæli:
Maður borðar ekki HUND!! embla... En var bara að lesa bloggið..þú verður að nappa mann á msn með svona spurningar.. er orðin svo löt að lesa blogg;)
Kv.Íris
Hér um árið var kyrjað slagorðið "Börnin heim" sem síðar breyttist í "Halim heim". Nú segi ég "Emblu heim". Áður en hún verður annaðhvort étin eða étur eitthvað sem mun síðar éta hana lifandi.......
kk.,
Sigfús
Skrifa ummæli