þriðjudagur, september 19, 2006

lítið að frétta...

mest lítið að frétta héðan... búið að vera brjálað að gera í skólanum eftir þessa blessuðu "field trip" í að teiknateiknateikna... og alls ekki búið enn! fáum þar til á ca. mánudag að klára allt heila klabbið en erum líklegast að fara í aðra ferð um helgina... mar verður náttlega að standa undir því þegar manni er hrósað fyrir "hard work" :) svo vorum við að komast að því að í hinum áfanganum okkar þá eigum við í rauninni ekki að vinna sem hópur heldur gera sama verkefnið "hver for sig"...
.
get ekki neitað því að ég er að verða nett ryðguð í íslenskunni hérna... og hreinlega öllum tungumálum! er öll komin í kross með þetta... tala dönsku við beboerne, ensku við skólafélaga, ensku/handapat við flesta aðra kínverja, íslensku í msn og í símann og hugsa á þessu öllu saman! hehe... vona bara að ég verði ekki allt of slæm þegar ég kem heim :)
.
annars er planið framundan að fara til Shanghai þann 29.sept og fara á formúlu 1 þann 1.okt... það verður náttlega ekkert annað en þrusu upplifun! ætlum að vera þar í um 5 daga og taka túristann á borgina... jafnvel kíkja eitthvað rétt út fyrir... erum nebblega í fríi í skólanum í heila viku :) svo verðum við að bíða með fleiri plön þar til seinna því eins og ég sagði áðan þá er nett brjálað að gera í skólanum... erum víst líka búin að koma okkur í að hjálpa masterstúdentunum í að þýða frá kínversku yfir á ensku... veit ekki alveg hvernig það mun ganga fyrir sig en býst stórlega við að það verði aðallega yfirlestur...
.
lokaplön þessarar vistar eru einnig að komast á hreint... komst að því í kvöld að ég á víst miða heim til danmerkur... hélt ég hefði aðeins borgað aðra leiðina en nei pabbi minn... svo er nú aldeilis ekki :) á miða til köben þann 21.des og ég á nú ekki von á öðru en að hún Sigurveig mín komi til mín um leið og ég er búin með skólann í byrjun des og ferðist með mér um Kína þar til yfir lýkur :) :)
.
annars er skemmtilegt að segja frá því að ég asnaðist í klippingu í kínalandi... landi þar sem hérumbil enginn þjónustustarfsmaður kann ensku... var vel stressuð og leið barasta nett illa þegar ég loksins kom á stofuna... það var mikið um handapat og teikningar á blað, ég meira að segja tók með mér gamla mynd af mér því mig langaði í fallegan topp... og loks sagði ég bara OK og lét gæjann vaða í hausinn á mér... sem betur fer, sem betur fer þá labbaði ég ánægð út :) sem betur fer segi ég því ég gat ekki með nokkru móti gert það skiljanlegt að ég væri með náttúrulegar krullur... munaði engu að gæjinn færi að setja permanent í hausinn á mér!!! hehehe... en ég er staðráðin í því að sona á mar að gera upplifunina sem besta :)
...bara láta vaða...

...fundum þennan félaga um daginn-miklir fagnaðarfundir...

!!!og ég er búin að finna kaffihús sem selur kaffi!!!

...nú vantar bara ljósastofu og "beauty parlor"...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh var einmitt að fá mér kalla í gær sko !
og já skil þig með tungumálin!
gvöð ég var orðin svo lummó í þessu vinna á bechtel enska allan daginn, spænska heima hjá mér og íslenska á social lífinu úfff
enda fékk ég comment út á íslensku kunnáttu mína í ritgerðinni minni!halló ég sko ahaaa
kveðja þórey íslenska já takk!

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að þú sért búin að finna Kalla. Veit þá að þú ert í góðum höndum ;)

Annars bætti ég link yfir á bloggið þitt frá bloggi okkar hjóna og máttu sennilega búast við einhverjum villiráfandi sauðum hér á þessu skemmtilega bloggi. Panta fleiri sögur af framandi átu....

kk.,
Sigfús

Nafnlaus sagði...

Hæ. Get ég ekki blikkað þig til að senda mér póstkort í safnið mitt...?
kv. Hjördís frænka!