mánudagur, september 04, 2006

vaktararnir...

það er loksins að kólna hérna... thank god! þó það sé nú ekki mikið þá er það nú samt svo að manni finnst mar ekki alveg labba á vegg um leið og út er komið... samt eru kvöldin ennþá soldið slæm því þá magnast rakinn helvíti mikið og mar svitnar eins og svín fyrir vikið! en þetta er sem betur fer allt að koma...
.
byrjuðum í skólanum á fimmtudaginn... mættum í fyrsta tíma í "workshop" kúrsinn okkar og fengum fyrirmæli um rannsókn sem við þurfum að gera áður en við getum byrjað að hanna heilt íbúðarhverfi... um 9:30 fórum við svo á fund með kennaranum sem hefur víst kennt í USA (veit ekki hvernig hann hefur farið að því!) og fórum yfir hvað hans kúrs snýst um... sem er í stuttu máli saga kínverks arkitektúr með áherslu elstu byggingar (án vestrænna áhrifa)... hljómar allt saman voða vel og við fáum að fara með í "research trips" þ.e. með útskriftarhópnum til að skoða eldri þorp og þannig... áttum reyndar að fara núna um helgina en kennarinn hringdi aldrei...
.
þessi kúrs byrjaði svo stundvíslega kl 10:00 á fim, sem þýðir að hann rekst á við "workshop" kúrsinn... það kemur víst ekki að sök því þar eru ekki eiginlegir fyrirlestrar... okkur var vísað í risa stofu án loftræstingar, fullri af litlum kínverjum... og kennarinn byrjaði að tala ensku sem er nú barasta alls ekki uppá marga fiska! USA my ass... talaði um sjálfan sig, sínar rannsóknir og hvað hann hefur haft mikið að gera í sumar í ca. 30min og gerði síðan það nákvæmlega sama á kínverku! við erum sum sé komin í kúrs þar sem er töluð enska en verður að þýða allt yfir á kínversku líka... pínku glate! það góða er samt að tíminn er ekki nema 2 klst...
.
á fim kvöldið ákváðum ég, mikael og ole að skella okkur á barinn eftir að hafa viðhafst í íbúðinni allan seinnipartinn... fórum að sjálfsögðu á scarlet og hittum þar fullt af liði sem buðu okkur með á litla scarlet! vissum náttlega ekkert hvað þau voru að tala um en þá er annar scarlet annars staðar í bænum... sona morgunpöbb :) þar getur mar djammað langt fram eftir... og þeir selja carlsberg!!! þvílíkur munaður...
.
fös fór svo náttlega meira og minna í netta þynnku... ekki mikið þó, og á laug þá tókum við ole og mikael hjólatúr um bæinn... átti að verða shopping trip en það varð úr að við vorum á ferðinni í um 4 tíma að skoða :) rosa gaman og rétt í bláendann þá náðum við að versla pínu :) um kvöldið þá fórum við út að éta á sama stað og lifandi rækjurnar voru á... held við förum ekki þangað aftur! allavega ekki ég takk... pantaði mér "fillet beef with black pepper"... ég ákvað að gefa staðnum einn séns í viðbót og var alveg á því að þetta gæti nú ekki verið neitt annað en nautasteik með pipar... ekki aldeilis! var í fyrsta lagi ekki rassgat "fillet" heldur steiktir, niðursneiddir gúllasbitar - í kös með ofsoðnum chilipipar ávöxtum! sem betur fór þá tók ég ekki fyrsta bitann því þetta var svooo sterkt! gat ekki étið neitt af þessu... hehe :) ég át bara frá hinum og fékk mér bjór...
.

"fillet beef with black pepper"

.
eftir matinn þá fórum við í innflutningspartý til píu sem heitir hillary (frá írlandi), þar var fyrir komið meirihlutinn af liðinu sem við erum búin að kynnast á scarlet og að sjálfsögðu var haldið þangað eftir partýið... rosa stuð en bara ég og mikael þraukuðum á litla scarlet til um 7 um morguninn :)
.
sun var náttlega slatta þynnka eftir langt kvöld og dagurinn í dag hefur barasta verið nokkuð rólegur... vaknaði að vísu fyrst af heimilinu og beint út í búð að kaupa eitthvað í ísskápinn... og eldaði svo lummur handa liðinu :) heldur betur húsmóðirin...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh þú ert svo myndarleg... það verður gaman þegar saga fer að koma til þín um helgar og fá lummur og pönnsur á morgnanna hhehe:)

lot of hugs and kiss

7bba og Saga