miðvikudagur, ágúst 30, 2006

rólegt líf...

þetta er nú ósköp rólegt líf hérna... mar eyðir meira eða minna mestum tíma innan húss í íbúðinni góðu... enn sem komið er allavega :) það er barasta alltof heitt til að vera að þvælast eitthvað... ef mar á annað borð fer út þá er það yfirleitt með ákveðinn stað í huga sem er þá með loftræstingu! hehe... en okkur er sagt að þetta breytist eftir um 2 vikur... þá fer ég beint í sólbað :)
.
tókum nett vestrænan dag á mánudag... það er ég, Ole og Mikael... ákváðum að kíkja á franska mallið hérna... tókum strætó í fyrsta skipti og rötuðum rétta leið! þvílíkt afrek... á leiðinni rákumst við á McDonald's og fengum okkur eina snittu... langt síðan mar hefur fengið burger :) mjög ánægjulegur og góður tími... í mallinu, sem er ekki ósvipað þessum kínversku, þá eru þar eins og 2 hillur af vestrænum vörum... fyrsta sem ég rak augun í voru amerískar pönnukökur! sem mér finnst náttlega æði og skellti þeim í körfuna og að sjálfsögðu sýrópi með og einni krukku af instant kaffi (mar fær ekki kaffi í kína)... kostaði heilan helling miðað við allt annað en svooo vel þess virði daginn eftir þegar ég eldaði þetta í morgunmat handa okkur :) þegar við komum heim þá voru hinir gæjarnir ný búnir að eta svo við kíktum á pizza hut! hehe... þvílík dýrð og dásemd að fá smá ost! hefði aldrei trúað þessu...
.
gærdeginum eyddum við svipað rólega og daginn þar á undan nema við lögðum í leiðangur seinni partinn, skiptum síðan liði og ég fór og kíkti í búðir :) er alveg búin að komast að því að það þýðir ekkert að hafa 4 gæja hangandi á eftir sér ef mar ætlar að kaupa sér einhver föt! keypti nú ekkert mikið... eða allavega ekki fyrir mikinn pening :) rakst á þessa gríðarflottu búð með kínveskri hönnun og held barasta að ég komi írisi í samband við þetta merki! á pottþétt eftir að fara þangað aftur...
.
í dag fórum við svo loksins uppí skóla og hittum "the dean" og "the vice dean"... kom mér samt soldið á óvart hversu undirbúnir þeir voru... sona miðað við það sem ég las frá liðinu sem var hérna í fyrra... erum sum sé komin í kúrs sem er kenndur á ensku, byrjum á morgun... og fáum þá að vita um annan kúrs... hjá kennara sem hefur kennt í usa... svo þetta er dulítið öðruvísi en það sem við áttum von á og hljómar allt saman mjög spennandi og skemmtilegt :) það er samt eiginlega búið að lofa okkur að við þurfum ekki að vera meira en 3 daga í skólanum í viku :) sem er mjööög gott! nægur tími til að gera annað... um leið og veður leyfir!
.
því miður þá kemst ég ekki inn á myndasíðuna mína til að henda inn myndum... sökum gríðarlega lélegs internets í íbúðinni... en hér eru nokkrar myndir af íbúðinni og svo tékka ég í skólanum hvort það sé ekki betra þar og set þá inn myndir um leið :) læt ykkur vita...
.
gengið inn og til hægri er eldhúsið okkar

aðeins lengra þá kemur stofan okkar á hægri hönd

og á vinstri hönd er borðstofan okkar (herb. strákanna í horninu þarna hægra megin)

beint áfram í gegnum stofuna þá er herbergið mitt inn til hægri

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjæse, rosa fínt og tignarlegt!!!!
Hrefna

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott íbúð maður.... Væri svo til í að vera þarna með þér.!
Hjördís G.

Nafnlaus sagði...

ógeðslega fín :)
Sigurveig

Embla Kristjánsdóttir sagði...

takk stúlkur mínar :) það er rétt að íbúðin er voða tignarleg eitthvað... gólfin eru glansandi viðargólf og öll húsgögn sona dökk, þung og í antíkstíl :)

Nafnlaus sagði...

Snilld að íbúðin sé svona fín. Miðað við þau húsakynni sem ég bjóð við í USA þá er þetta Buckingham Palace;)Heyrumst fljótlega! kv. Maja

Nafnlaus sagði...

vá geggjuð íbúð:) ólíkt þínum stíl samt en rosalega flott:D
Saga saknar "pabba" síns og við mæðgur sendum trilljón kossa til china:*

sjöbba

p.s. er ógeð stollt af þér;)

Nafnlaus sagði...

vá ekkert smá flott íbúð!!!!!! til lukku elskan
kveðja þórey sem er komin í nútímann og með netið aftur! gosshhhhh