fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Kína bebí!!!

Vorum að fá netið í dag!!! var búin að skrifa niður helstu fréttir síðustu daga á wordið svo hér koma þær... NB- soldið langt :)
.
MÁNUDAGUR/ÞRIÐJUDAGUR
.
úher... þá er mar mættur til KÍNA!!! vúhú... ekkert smá ferðalag að baki sem ég reyndar hélt að yrði erfiðara en það var... anyway, hér kemur ferðasagan...
.
við hittumst öll á Kastrup um 10 leytið á mánudagsmorgun og áttum flug kl 12:30... strákarnir eru búnir að hlægja mikið að mér fyrir að vera með mikið af farangri... NB - mér finnst það ALLS ekki mikið fyrir 4 mánuði... allavega, þegar við tékkuðum okkur inn þá tékkaði Ole aðra töskuna mína með sinni inn (þeir voru allir með ca.12 kíló og ég með ca. 40!) og þegar ég tékkaði mig inn með stóru töskunni þá var hún OF þung!!! hef aldrei lent í öðru eins... taskan var 35 kíló og ég þurfti að taka 3 úr... svo hún færi í gegn... hin taskan farin og allt í volli!!! ég var náttlega eins og fífl þarna og strákarnir tróðu í sinn handfarangur og ég tók fullt af drasli sem ég þurfti síðan að dröslast með alla leið til Shanghai...
.
eftir þetta sá ég fyrir mér að ég yrði til vandræða alla leiðina en sem betur fer ekki :) ekkert mál í gegnum security hliðið og svo beint upp í vél til Helsinki... stoppuðum þar í 2 tíma og svo í 9 tíma flug til Shanghai... hélt ég fengi fráhvörf frá nikótíni á leiðinni en sem betur fer þá gerðist það nú ekki... þið sem þekkið mig best vitið að þetta var nett áhyggjuefni :) reyndi meira að segja að finna einhvern sem seldi svoleiðis í Helsinki... en mar verður víst að láta sig hafa það!!! og gekk bara helvíti vel :)
.
flugið var bara nokkuð gott, náði að sofa slatta og lesa helling... lentum svo í Shanghai kl 07:10 að staðartíma... fórum í loftið frá Helsinki kl 16 að okkar tíma! þar vorum við búin að missa ca. 6 tíma og vorum 1 og hálfan tíma að komast í gegnum flugvöllinn... endalausar raðir í passport control... greyið Peter (ráðgjafinn okkar hér) var búinn að bíða í 2 tíma eftir okkur í 27 stiga hita... og þvílíkur helvítis hiti og ógeð! löbbuðum á vegg um leið og við komum út... ekki séns að vera neins staðar án þess að hafa loftræstingu... og við þurftum að bíða í 2 tíma eftir rútu til Nanjing... á meðan komu þessir mestu hitaskúrir sem ég hef á ævi minni orðið vitni að... hellt úr fötu hvað! ekkert á við neitt sem mar hefur séð áður...
.
rúta um 11 leytið í ca. 4 og hálfan tíma... sem betur fer með loftræstingu! á leiðinni stoppuðum við og ég hljóp út að pissa... og strax fyrsta daginn minn í Kína notaði ég holu klósett... fyrsta sem ég velti fyrir mér var hvort allar kínverskar konur væru með hland á löppunum... það vita það allar konur að það spreyast aðeins svo lengi sem mar vandar sig ekki þeim mun meira og það skiptir engu hvort mar er að pissa í holu úr postulíni eða ekki... ég reyndar vandaði mig rosa mikið svo það fór ekkert út fyrir!!! hehe...
.
Nanjing um 16:30... sem betur fer aðeins sofið á leiðinni (hrökk 2svar upp því ég var byrjuð að hrjóta!!!) og nokkur leit gerð að taxa sem við síðan máttum ekki taka því við vorum með svo mikinn farangur... þá var okkur vísað á “minibus” taxa... og beinustu leið í íbúðina okkar... oh lord... fyrsta sem ég hugsaði að ég hefði alveg eins geta sleppt þessum bólusetningum því ég ætti eftir að deyja á leiðinni! umferðin hérna er svo massívt caos! bílar, hjólandi, mótorhjól, gangandi... allt í einni kös og svo keyrir liðið eins og brjálæðingar og taka endalaust framúr og liggja á flautunni á meðan... fórum í 2 bílum og ráðgjafinn með mér og Simon í bíl... Ole, Mikael og Peter í hinum... vissu náttlega ekkert hvar við áttum heima... þó var búið að segja bílstjóranum það... en hann villtist... hehe... strákarnir í sjokki... en komust þó á leiðarenda fyrir rest :)
.
íbúðin er frábær... allt massa fínt hérna og loftræsting í hverju herbergi :)baðherbergið mitt er fyrir framan herbergið mitt svo ég deili því með gæjunum... það er bara hið besta mál, erum með annað líka :) en rúmið hérna eru hreinn viðbjóður! það er eins og að leggjast bara á gólfið þetta er svoooo hart!!! held við verðum að reyna að redda okkur mýkri yfirdýnum...
.
þegar við vorum búin að skoða íbúðina þá skelltum okkur í búðina :) það er alltaf gaman í nýjum löndum! gekk nú bara nokkuð vel sko... eigum allavega smá að eta og vatn! fórum síðan út að borða í gær og það var bara gaman! skildi enginn neitt í ensku á staðnum og ekki séns að það væri til matseðill á öðru máli en kínversku... endaði með því að við bentum á myndir og önnur borð inni á staðnum til að panta :) samt búin að prufa líka að herma eftir kjúkling og sona!!! hehe... þetta var snilld... fengum rosa góðan mat líka :) og allir voða mikið að skoða okkur...
.
fórum síðan á röltið í hverfinu okkar sem er nú bara nokkuð fínt inni á milli... alltaf götumarkaður hérna nálægt með alls konar dóti og mat og öllu... og það blokkar bara umferðina! ekkert verið að loka götunum neitt... bara redda þessu hehe...
.
þetta er algjör snilld að vera kominn og mega skrýtið að reyna að tjá á frummálinu... sem er handapat!!! hehe... held þetta verði massa gaman og er líka barasta nokkuð ánægð með strákana... fínir gæjar :) læt heyra í mér sem fyrst aftur...

MIÐVIKUDAGUR
.
dagurinn í dag var bara nokkuð fínn eftir heldur strembna nótt... ekkert okkar náði heilum svefni vegna vankunnáttu á loftræstikerfin í herbergjunum og harðrar dýnu! ekki það að mar hafi ekki upplifað svefnleysi áður... held það sé nú bara nokkuð eðlilegt í nýju húsnæði og nýju landi :) morguninn fór í að fylgjast með tæknimanninum og eiganda íbúðarinnar ræða saman og reyna að finna lausn á internetvandamálinu... sem er sumsé búið að leysa núna... en var ekki þegar þetta var skrifað! ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með fólki tala saman kínversku... allt öðruvísi hljómfall heldur en mar þekkir... mar veit aldrei hvort fólk er að rífast hástöfum eða bara spjalla :) held reyndar að við höfum ekki ennþá séð neinn rífast...
.
Simon og Peter fóru út að skoða meira á meðan við hin biðum og keyptu wok pönnu og í hádegismatinn... barasta helvíti vel lukkað hjá þeim :) eftir matinn fórum við með Peter Jii (ráðgjafinn) að vesenast í bönkum að borga leigu og á löggustöðina að skrá heimili... eins og annars staðar í heiminum þá tekur þetta alltaf soldinn tímann sinn... og mikið er þetta alltaf jafn leiðinlegt! endalaus bið og vesen... enduðum svo eftirmiðdaginn í supermarkaði að kaupa yfirdýnur, kodda, sængur, suðupott fyrir hrísgrjón og alls konar drasl í eldhúsið... og auðvitað mat :)
.
...dæmi um ferskan mat í boði...
.
fórum svo ekki út að eta fyrr en um 10 um kvöldið... enduðum á tehúsi þar sem var “buffet”... gátum smakkað fullt af alls konar dóti sem mar vissi ekki einu sinni að væri til... kvöldið svo bara tekið rólegt hjá minni, strákarnir fóru að leita að einhverri götu sem átti að vera full af börum... ég tók taxa heim með heimilisfangið skrifað á miða, NB á ensku, og bílstjórinn fór bara að hlægja :) leitaði að einhverjum inni á tehúsinu sem skildi þetta en allt kom fyrir ekki... sem betur fer var ég með afrit af skráningunni frá löggunni þar sem heimilisfangið stóð á kínversku :) hehe... komst á leiðarenda... og beint í rúmið...
.
læt heyra aftur í mér sem fyrst :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha snilldar færsla og gott að vita að ferðin gekk vel skat... mín var orðin smá móðursjúk kíkjandi á síðuna á hálftímafresti ;)

Embla Kristjánsdóttir sagði...

hehe... trúi því mar :) missya skat! og svo er að plögga skypið :)

Embla Kristjánsdóttir sagði...

hehe... trúi því mar :) missya skat! og svo er að plögga skypið :)