mánudagur, ágúst 14, 2006

stutt í kína...

jæja... nú er að styttast í Kínaför... allt að komast á hreint með íbúðarmál, sjáum fram á að fá eina 150fm íbúð sem er með 3 svefnherbergum... strákarnir þurfa þá að deila :) stór stofa, borðstofa og 2 baðherbergi... mér er sagt að ég fái litla herbergið og sér bað :) svo eiga víst að vera öll húsgögn til staðar og eitthvert risa sjónvarp líka... gæti vel farið svo að maður myndi bara hanga inni fyrstu dagana... það er víst 38 stiga hiti þarna... soldið mikið fyrir minn smekk... vona bara að það verði ekki alltof lengi þannig :)

en þetta hljómar sum sé allt voða vel enn sem komið er... er ennþá á landinu en fer á þriðjudag til Köben og verð þar í smá chilli í nokkra daga :)

reyni að vera dugleg næstu vikuna að rifja upp sumarið og henda inn myndum :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæjj, Kína spennó mar, og já ég get vitnað fyrir að 38 gráðu hiti er hreint helvíti, þá kýs maður frekar kuldann. En heyrðu ég gleymdi að athuga með hvað þú vildir fá fyrir að flytja kassann. Ég gæti lagt það inn á þig heima.

Nafnlaus sagði...

hæhæ

Ég var svo steinrotuð þegar þú hringdir í mig í gær, var tiltölulega nýlent. Festist á flugvellinum í 10 tíma og svo flug í 5 tíma....var mjög illa sofin. Heyrumst fljótlega! kv. Maja