miðvikudagur, febrúar 16, 2005

allt í rugli...

meiri vitleysan!!! er komin í hrikalegasta hóp allra tíma... er með 2 frá afríku, sven og einum frá indlandi... ekki góður hópur... kann enginn neitt á tölvur og ég allt í einu orðin snillingur... hehehe... gekk út um leið og ég sá þetta... á eftir að ræða ansi ítarlega við kennarann minn... það gerist á morgun!!! það besta er að öll önnin snýst um að vinna á tölvur...

ekki nóg með það... fengum okkur kapal og netið um daginn... áttum að bíða til 18.feb, en ákváðum að kaupa flýtimeðferð, sem við fengum á mánudag... og netiið virkar ekki!!! hringdi í þá í gær og þeir höfðu samband aftur í dag, þá er einhver bilun og það getur enginn komið fyrr en 24.feb!!! týpískt!!! þá var netið ekki inni í flýtimeðferðinni... samt hefði það átt að koma með... einhvert helvítis rugl... erum þó allavega með sjónvarp!!!

er komin á fullt í skólanum núna... með þennan líka ömurlega hóp!!! held án gríns að ég hafi fengið versta hópinn... shit, ég varð brjáluð!!! veit samt að það er örugglega ekki hægt að gera neitt í þessu... kennarinn á bara eftir að brosa og segja "that's life :)" vona bara að ég missi mig ekki á hann...hehe

íris: hver veit nema maður komi bara heim úr námi og opni eitt stykki bar með 2 fyrir 1... :)

later...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...líst vel á það!! það myndi spara fátækum námsmanni ansi margar krónurnar...
hvað er annars málið með símann þinn?? var að reyna að hringja í þig í gær og það koma bara e-ð dönsk talhólfskona sem mig langaði sko ekkert að tala við!! ;c)
kærlig hilsen, sigurveig