mánudagur, febrúar 21, 2005

á leið heim...

!!!TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÍRIS!!!


HERA FRÆNKA ÁTTI LITLA STÚLKU SÍÐASTA FIMMTUDAG...
TIL HAMINGJU TIL HELE FAMILIEN :)
.
jebba, ég er á leiðinni heim... kem 1.apríl og verð í heila 10 daga!!! er að koma til að skrifa undir afsalið á íbúðinni minni... ætlaði hvort eð er að kíkja heim einhvern tíma í apríl og þetta er eins góður tími og hver annar :) svo er þetta líka rétt á eftir fyrstu kynningunni minni svo það gæti ekki verið betra hvað skólann varðar... hlakka til og heimta djamm!!!

er held ég barasta að jafna mig eftir tilfinningasveiflur síðustu viku og í fyrsta skipti í dag fór grúppan mín ekki endalaust í taugarnar á mér... ekki í þeim skilningi þó að ég sé ánægð með hana... langt í frá! en ég gat allavega talað við þá... og hver veit nema ég geti unnið með þeim þótt það verði helvíti strembið... asskoti strembið!!! en ég talaði við kennarann og bað hann að hafa í huga hvað ég væri með frekar ömurlegann hóp sem kynni ekkert á tölvur... og bað hann vinsamlegast að fylgjast með þeim og að ef mér fyndist ég vera farin að kenna of mikið þá væri ég ekki til í að snappa heldur kæmi ég beint til hans... svo ætla ég að fara með þetta í skólastjórnina... er ekki að fíla hvernig hópaskiptingin er... erum bara ekki með jafningjum í hóp, og ekki fæ ég borðgað fyrir að kenna!!!

nóg um það... helgin við það sama hér... kíkti út á laugardag og bara nokkuð gaman :) gústi og fél kíktu í heimsókn og það var djammað langt fram á morgun... eins og normalt er þegar gústi er nálægt :)

reyndar á föstudag... eða aðfararnótt laugardags þá var ég að glápa á imbann fram eftir nóttu... fór inn í rúm um 3 leytið og fór barað lesa (eins og vant er...), var samt eitthvað á nálinni sona... var eitthvað óróleg yfir einhverjum hljóðum í húsinu... en ok, sætti mig við það... svo er barið á gluggann hjá mér!!! ég fríkaði, stökk upp úr rúminu og þá er einhver gæji að kíkja inn... sést aðeins undir gardínurnar hjá mér... og ég stóð þarna í sjokki og öskraði á hann: hvað! og hann hreyfði sig ekki!!! hélt bara áfram að glápa... endaði með því að ég hljóp fram og vakti halla!!! þetta var massa creepy... viðbjóður... átti ekkert allt of auðvelt með svefn eftir þetta!!! hafðist þó að ná mér í smá kríu fyrir kvöldið...

svo var það bara sunnudagur í þynnku... og jafnvel aðeins af deginum í dag... hvað annað er nýtt???

seeya soon...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kveðjurnar elskan mín:*

kv iris

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá þig gellan þin :)

Nafnlaus sagði...

ji dúdda... hvað er með gæja og glugga!! það er greinilega alveg sama hvort þeir þekkja mann eða ekki... jesús:/

Hlakka til að sjá þig í mars skvís;)

7bbz