þriðjudagur, apríl 18, 2006

engin partý...

gömlu kellu hefur tekist áætlunarverk sitt... það er komin pása á partýhöld hér á sortedam... hún fór aðeins lengra með málið en við héldum... talaði við nágranna vora og fékk víst einhverjar undirskriftir... og þar með er komið kvörtunarbréf til leigutaka, með fullt af nöfnum...
.
veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta allt saman... líður ekkert alltof vel vitandi af því að nágrannar okkar fíli okkur alls ekki en á hinn bóginn finnst mér hún hafa gengið full langt í þessu öllu saman... samt skil ég hana alveg... hlýtur að vera soldið pirrandi að hafa fólk á hæðinni fyrir neðan sig allar helgar... þó tek ég það fram að okkur finnst við ekki hafa haft partý hér allan þennan tíma... greinilega mismunandi skilgreining á hvað er partý í gangi hér...
.
kella hefur alltaf misst það á okkur... hefði verið mikið áhrifaríkara að spjalla um málið á rólegu nótunum... þá hefðum við öll verið betur móttækileg fyrir kvörtunum og hugsanlega tekið tillit til þessa helgarnar á eftir... það fer í taugarnar á mér að hún skuli láta sona... orðin þetta gömul og vonandi lífsreynd en samt skil ég hana... .
já, soldið óþolandi að hafa sona tilfinningar togast á... kærleikur til náungans og tillitssemi á móti dónaskaps í minn garð (á mar að láta það líðast???)... svo er spurningin hvort við höfum ekki líka verið dónalega í allra annarra garð???
.
er hins vegar sannfærð um það að kærleikur til náungans og tillitssemi tekur völdin í húshaldinu nú... engin partý fram undan og strangar reglur settar á fótboltaspil... sona aðeins til að vinna góðvild fyrir hið stóra eurovision partý :)
.
hef enga trú á að þetta komi niður á okkur sem skemmtanaglöðum manneskjum... það er nóg af pöbbum í kringum okkur þar sem ölinn kostar lítið :) gæti barasta orðið meira spennandi að þurfa alltaf að vera ready fyrir ákveðinn tíma og drulla sér út úr húsi... hver veit???

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

DJöf... tjellingin...neihei við látum þetta ekki stoppa okkur í gleðinni... nú er að koma sumar við finnum okkur bara almenningsgarð og færum partíð þangað

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar.
Hjördís