fimmtudagur, janúar 12, 2006

á klakanum...

jú, lítið um að vera hér eins og vanalega þegar ég er mætt á klakann... búin að vera heima síðan rétt fyrir jól og fer ekki fyrr en í lok janúar... ennþá nægur tími til að hitta fólk :)
gerði sama og ekkert um jólin... alveg eins og það á að vera :) át mikið og hitti fólk... og djammaði :) ekkert nema gaman bara... er svo farin að vinna niðrí HH, eitthvað smá allavega... veit ekki hvað ég nenni að vinna mikið og er jafnvel að spá í að stytta veru mína og mæta til köben ca. viku fyrr en upphaflega planið gerði ráð fyrir... ná mér í smá frí áður en skólinn byrjar :) á eftir að skoða hvort buddan þoli það...
en nú er tími skiplagninga... must að hitta það fólk sem er eftir :) vona bara að liðið sem býr úti á landi kíki kannski í bæinn svo mar nái að kasta á það kveðju og kossi... nú, ef ekki þá er alltaf næst :) sem verður ek fyrr en í sumar... stefnan tekin á skíðaferð um páskana :)
læt þetta nægja að sinni... óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs... með þökkum fyrir það gamla :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Embla og takk fyrir það gamla. Vonandi hittumst við hressar á nýju ári:)
Eva:)

Nafnlaus sagði...

Hæ Embla mín, það er ár og öld síðan ég sá þig. Er farin að sakna þín hellings!! Langar að reyna að koma til þín á þessu ári hvenær sem það verður:)

Kv.Íris Dögg