mánudagur, desember 12, 2005

rífandi stemmari...

það er nú alltaf sama rífandi stemmingin á þessu bloggi!!! var að renna yfir þetta og djíses... er ekki hissa á að fólk nenni ekki að lesa þetta... en nú koma betri tímar!!! eða ég skal reyna...
.
þyrfti kannski að fá mér sona teljara... meira bara til að tékka hvort einhver lesi þetta á annað borð... mar fær örsjaldan comment á þessi blessuðu skrif... geri mér reyndar grein fyrir því að ég er sjálf mjööög lélég í að skilja eftir mig comment og þar af leiðandi er kannski ekki skrýtið að fólk nenni ekki að tala við mig... sé mig samt ekki alveg fyrir mér commenta massívt... en ég á það nú samt alveg til að láta í mér heyra... svona svo fólk viti að ég er lifandi!!! þætti vænt um að aðrir gerðu það sama hjá mér...
.
nehhh... er ekki alveg ég að röfla sona... mér er svo sem skítsama hvort fólk lesi þetta eður ei... góð dagbók fyrir mig :) dreymdi um daginn að það hefði komið úrtak úr skrifum mínum á síðum fréttablaðsins... hehe... og það sem meira var að ég las það og skildi ekki af hverju í andskotanum þeir tóku pistil frá mér... þær væru yfirleitt svooo leiðinlegir!!! fáránlegt hvað mann dreymir stundum... og yfirleitt þessa dagana hjá mér... er öll í vitleysu með svefninn minn... get ekki sofnað fyrr en um 4-5 á næturnar... og vakna því yfirleitt ekki fyrr en á hádegi... eftir stöðuga draumanótt... og massa rugl draumar... er farin að dreyma fólk sem ég hef kannski ekki hitt í mörg ár!!! og þá erum við yfirleitt komin saman í eitthvert ævintýri... í útlöndum... ég spyr: er skrýtið að mar sofi illa???
.
vonandi lagast þetta þegar ég kem heim... eftir 1 viku :) þvílík gleði sem það verður mar... er, ásamt öllum bekknum mínum, að mygla í skólanum... drepleiðinlegt allt saman og allir búnir að missa gjörsamlega allt motivation... sem gerir þetta soldið erfiðara... að klára fyrir lokapróf! mar er alveg illa dottinn í "nenni ekki" pakkann... ekki einu sinni að mar komi sér að verki með því að hugsa um hvað sé lítið eftir... en shit hvað það verður ógeð gaman!!! beint heim eftir próf, pakka niður... fá sér kannski smá öl... og flug daginn eftir :) og meiri öl í lufthavnen...
.
like i said... ein vika í heimkomu :) hlakka mikið til... vona svo að comment gleðin aukist hjá mér til muna...
.
...das biatch...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú í gegnum tíðina verið afskaplega dugleg að kommenta hjá þér og ætla barasta að halda því áfram:) Hlakka ekkert smá til að fá þig og sýna þér nýju íbúðina:)kiss og knús og vertu dugleg í skólanum...

Nafnlaus sagði...

Hiza... Er thetta spurning sem thar yfir høfud ad svara? Ad sjálfsøgdu stoppa ég á leidini heim.. Og vona ad thu komir a knallid med mér.. Verd i køben um 8 leitid a laugardaginn..
hils El Gústó

Nafnlaus sagði...

Hæ sweety;) bara a skilja eftir smá kvitt, hlakka til að hitta þig;) kv.Íris á Congo