þriðjudagur, desember 15, 2009

heimför...

jess... kem heim á laugardaginn! get sagt að segja varla beðið, er komin með pínu nóg af þessu liði hérna! hehe... mjög týpískt að allt fari í bál og brand rétt áður en ég fer og ég er í því þessa dagana að slökkva stærðarinnar elda á mörgum vígstöðvum... sem þýðir að ég hef ekki tíma til að gera það sem þarf... arrrggg!
er líka komin með algerlega nóg af að sitja í opnu rými með fullt af fólki... ekki misskilja, rosa gaman stundum en þegar maður þarf að einbeita sér og klára ákveðna hluti þá er það sko ekki að gera sig... finn að ég er pirruð og er farin að svara fólki á mjög pirraðan máta - sem ég fíla ekki! svo er ég í því að vakna á nóttunni og muna eftir fleiru sem þarf að gera :P gamla góða stressið sko...
þó ég þurfi að vinna um jólin þá kemur ekki til greina að ég geri það helgina sem ég kem heim :) er orðin hrikalega spennt og hlakka gríðarmikið til að hitta alla :) það er klárlega á planinu að slaka á, sé fyrir mér að skrifa nokkur mail inn á milli og ekki meira :) svo verður maður held ég hreinlega að biðja um launahækkun eftir jól! múhaha...
smá púst hérna í lok þessarar "annar"... það verður nú að fylgja leiðinlegri hliðarnar fyrir blogg bók framtíðarinnar :)

Engin ummæli: