fimmtudagur, nóvember 19, 2009

københavn

eftir endalausa yfirvinnu og þreytu tók ég drastíska ákvörðun að skreppa í frí til köben :) fékk algerlega nóg hreinlega... var orðin yfir mig þreytt, ekki bara á vinnu heldur líka bara þreyta við að flytja í nýtt land, hitta nýtt fólk og læra nýja hluti... og í staðinn fyrir að fá yfir mig nóg og vilja bara heim og ekki koma aftur ákvað ég sum sé að skella mér í frí :) hefði annars ábyggilega endað með að hringja grenjandi heim í pabba - maður hefur nú prufað það áður :P hehe...
.
off to köben á föstudegi, elsku Hrefnan mín sótti mig á völlinn eftir 6 tíma flug... það er nefninlega enginn international flugvöllur í Nuuk, því þarf maður að fljúga til Kangerlussuaq og þaðan til köben... flugið er dýrt, enda ekki skrýtið þar sem það er allt innifalið: hnetur auðvitað (hef nú bara ekki fengið svoleiðis í flugi síðan í gamla daga!) allt vín, bjór og sprut... þriggja rétta máltíð og ekki má gleyma heita og raka handklæðinu! air greenland ekki alveg að fatta hvar er hægt að spara :P en þetta var nú voða fínt :)
öldrykkja eftir að heim til Hrefnu og Torbens var komið - enda ég 4 tímum á eftir :P seint í sæng og sofið út á laugardeginum... H & T fóru svo út á land í skírn sem haldin var á sunnudeginum og ég beint í bæinn á kaffihúsarölt með Gústa mínum :) svoooo næs :) var svo boðið í mat til Jóns Gunnars og Elísabetar og drengja og auðvitað var bjórdrykkjan tekin upp frá kveldinu áður :) Við JG skelltum okkur svo á Jolene... þar á maður víst að hitta alla - greinilega langt síðan ég bjó í köben! hehe... hitti Gústa og Gúnda sem voru að vinna á barnum og elskurnar gáfu mér bjór :P ákaflega þakklát fyrir það :)
sunnudagur tekinn á sófanum og TV gláp...
mánudagur tekinn í kaffi á Noma og chilli heima hjá H & T...
þriðjudagur var vinnudagur - við Jeanette (yfirmaðurinn líka mættur til köben) tókum atvinnuviðtöl og svo hádegismatur með liði frá vinnunni... restin af deginum kíkti ég svo í búðir og verslaði smá :)
miðvikudagur var svo meiri búðir... við Hrefna fórum í Fields og ég verslaði bara soldið meira :P fórum svo heim, náðum í Torben og skelltum okkur í sund - og heita pottinn - og gufuna! þvílíkt æði... ætlaði aldrei að komast uppúr pottinum og inn í gufu... meiriháttar að liggja í vatninu :) sushi um kveldið og allir búnir á því eftir slökun dagsins :)
fimmtudagur var svo fleiri atvinnuviðtöl, dreifð á daginn og svo skroppið í bæinn þess á milli - borða og versla :) á fim kvöldinu buðu svo Gústi og Gúndi í pizzu og hygge :)
fékk símtal frá Ástu minni á fim kvöld, var búin að reyna að ná á hana og planið var nú að taka allavega 1 öl :P nei, hún hafði þá verið á ráðstefnu í Hollandi (held ég) og því nýkomin heim og var búin að skipuleggja djamm fyrir okkur daginn eftir... hefði svooo verið til en á leiðinni í flug daginn eftir :P mér var hins vegar tilkynnt að ég yrði nú að hözzla grænlendinn, nægur væri nú tíminn til jóla svo ég gæti metið þá og sagt hinum frá :P og ef ekki væri neinn álitlegur þá yrði ég bara hreinlega að taka einn for the team :P ég lofaði því...
flug samferða Jeanette heim föstudeginum og kom svo við í vinnu á leiðinni heim af vellinum :P hehe... endaði auðvitað þar í 3 tíma :P
.
ótrúlega gott að komast í burtu og hitta fólk sem maður þekkir :P þvílíkt endurnærð eftir ferðina, þrátt fyrir vinnu, og mætti rosa fersk og hress til vinnu :) líka rosa gott að finna að maður getur farið :P nú er ég alveg á því að ég vinn ekki lengur en til 5... nema bara örsjaldan :P
fór svo á djammið daginn eftir að ég lenti og á leiðinni heim í planað eftirpartý hitti ég íslendinga... og það líka á svipuðum aldri og ég :P fyrsta skipti sem ég hitti svoleiðis á djamminu :P hér voru ístaksmenn og konur á ferð og þeim var auðvitað boðið með í partý í fína kotið og hér var djammað fram undir morgun eins og íslendingum (og grænlendingum auðvitað) einum sæmir :)
.
djamm í nuuk endar alltaf í eftirpartýi þar sem barirnir loka kl.3... alltaf hægt að finna eftirpartý og líka svaka fínt til að kynnast nýju fólki :P svo skröltar maður heim undir morgun... það er hins vegar misvinsælt daginn eftir :P
.
annars allt fínt að frétta - búin að ná upp fríinu og hef svo verið í hjúkrunarhlutverki í 2 vikur :) Jeanette fékk nýtt krossband og því hálffötluð greyið, með 2 unglinga á gelgjuskeiðinu sem nenna engu og ég mæti því í heimsókn daglega og hjálpa til :) fæ nú alveg fyrir minn snúð í staðinn... frítt að borða :) svo er líka voða gaman að fylgjast með gelgjunum fríka út inná milli :P
.
partý í fína húsinu á föstudag :) finally vinnupartý - planið er endalaus gleði í kjól á háum hælum og mega þynnka á laug :P svo nálgast julefrokost óðum og ég í því að finna dress... hef reyndar hugsað mér að sauma mér... versta er að efnisbúðin í bænum er að leigja húsnæði af okkur (mín deild) og ég þarf að segja henni upp leigunni :P verð að kaupa efnið áður en ég sendi bréfið... :P stórefa að ég fái þjónustu eftir það... múhaha...

Engin ummæli: