sunnudagur, október 18, 2009

hreindýraveiðar

Verð nú að blogga um veiðarnar :) það er nú líka soldið must fyrir mig, get þá lesið yfir þetta eftir ár og aldir og hugsað til baka :)

Lögðum í hann á föstudagseftirmiðdegi, fórum á bátnum hans Isaks, konan hans Karen og tengdó voru með í för... Lars Peter, veiðimaður og eigandi skálans fékk líka far með okkur.

Ég var nú soldið stressuð fyrir brottför - var alveg á því að ég myndi verða sjóveik og var í því að reyna að róa mig og tók líka sjóveikistöflur. Lögðum af stað í rosa fínu veðri, soldið kalt en algjör stilla. Eftir smá túr sofnaði ég svo :P fékk að leggja mig í smástund - var vakin við að liðið tók mynd af mér :P Rétt áður en við komum í skálann vildi Lars Peter endilega reyna að ná sel, þannig við skimuðum öll eftir einum eða fleirum og sáum reyndar allnokkra... Lars Peter skaut og skaut - hitti ekkert og kenndi því um að þetta væri ekki hans riffill :)
Komum svo í skálann og fórum beint í að hita hann upp fyrir kvöldið... rosa fínn skáli, opið rými og svo lokað svefnherbergi með 6 rúmum... Karen fór svo beint í að elda kvöldmat og á meðan á því stóð komu Shiva og Erik á sínum bát og höfðu náð sel á leiðinni... ég fór auðvitað niður að fjöru að fylgjast með atganginum að verka hann og fékk að smakka volga lifrina :P ógeð!

þetta var nú bara eins og drekka blóð :P en maður verður að prófa! Seinna um kvöldið komu svo Faré og Morten hinn danski... kvöldinu eyddum við í rólegheitum inni í skála að spjalla, svo var auðvitað farið snemma í háttinn því við þurftum að fara á fætur um 6 morguninn :)Lögðum í hann um 7 leytið á laug morgni, tókum fyrst jollu áleiðis, löbbuðum í ca. 45 min, kanó í um 30 min, löbbuðum yfir hæð sem tók ca. 20 min og svo aðra jollu á risastóru vatni og skimuðum eftir dýrum á bakkanum... loksins sáum við dýr, klukkan orðin yfir 9 og planið var að ná dýrum fyrir 12... Við skiptum okkur í tvö lið, ég fór með Lars Peter og Isak, Faré og Morten fóru í hina áttina... við vorum að elta dýr sem við höfðum séð en við Lars Peter fórum með vindi og dýrin fundu lyktina af okkur um leið og hurfu... við röltum og röltum og alltaf talaði Lars Peter um að finna lykt af hreindýri - við erum auðvitað að tala um mjög vanann mann :) á endanum gengum við fram á tarf sem lá í makindum um 20 metrum frá og LP skaut hann í hálsinn... svo varð að gera að dýrinu til að hægt væri að bera það til baka, á meðan kíkti ég í kring en fann ekkert... við skildum kjötið eftir og röltum aðeins lengra inn í land að leita að dýri fyrir mig :) rétt eftir hádegi ákváðum við svo að snúa við, vorum með áhyggjur af að refur kæmist í kjötið og vildum koma því í bátinn... vorum líka búin að ganga í um 2 tíma áður en við náðum dýrinu og það tók auðvitað sinn tíma að koma því til baka að bátnum... þetta var erfitt... ég tók afturhlutann, um 20 kg upp á axlirnar og svo röltum við og röltum yfir hæðir... tókum auðvitað pásur inn á milli og svo rétt áður en við komum að bátnum dró Lars Peter mig niður og benti á dýr - kýr, tarfur og kálfur sem röltu í rólegheitunum... við biðum þar til þau komu fram hjá kletti, vorum búin að koma okkur fyrir og svo plaff! ég skaut, hitti ekki, skaut meira og hitti ekki :P kláraði magasinið - og hitti ekkert! hehe... kenni því um að það var ekki kíkir á rifflinum :P en LP náði tarfinum og svo hlupum við á eftir restinni - ég fékk lánaðann riffilinn hans LP, með kíki, og svo komum við auga á kálfinn. Á sama tíma kom Faré og setti sig í stöðu svona ef ske kynni að ég myndi ekki hitta :P ég skaut... og dýrið féll! þvílíkt og annað eins rush hef ég ekki upplifað lengi... stóð á fætur og spurði hvort þetta hefði verið ég! jújú, Faré sagðist hafa skotið á eftir mér svo þetta hefði algerlega verið mitt dráp... veiveivei! æði :) svo þurfti ég að gera að dýrinu, skilja innyflin eftir og búta það í tvennt til að koma því til baka... Svo er það hefð að smakka lifrina volga úr fyrsta dýrinu sem maður skýtur - hún var klárlega betri en sellifurin :P Faré hjálpaði mér og það er alveg hægt að sjá skotið eftir mig í brjóstinu :P
ég var mitt dýr til baka að bátnum meðan Faré fór og hjálpaði LP að koma báðum dýrunum sem hann skaut til baka... svo þurfti auðvitað að fara sömu leið til baka, en með aðeins þyngri byrðar en um morguninn... held að total tala hafi verið 6 stór dýr og 5 kálfar... fórum með allt heila klabbið yfir vatnið stóra - í hressilegum öldugangi - bárum það svo yfir hæðina að kanóunum - sigldum með það yfir litla vatnið og svo skildum við ca. helming eftir þar undir kanóunum... það var að verða dimmt og gæjarnir ákváðu að sækja rest daginn eftir...

tókum eitt dýr pr. mann tilbaka að skálanum og fengum rosa fínar móttökur hjá Karen og tengdó... það var auðvitað tilbúinn matur og mikið svakalega var maður búinn á því :P en á ótrúlega góðan máta :) svo var kvöldið tekið í hygge og snakkað heilan helling um skemmtilegar veiðisögur :)

vöknuðum aftur um 7 á sunnudeginum og ég fékk frí :P þurfti ekki að fara með að sækja kjöt og sat því í rólegheitum í skálanum og úti fyrir og naut góða veðrisins... gæjarnir komu svo um tilbaka rétt eftir hádegi og Karen auðvitað tilbúin með mat :) við vorum búnar að ganga frá öllu áður en þeir komu svo það var bara að byrja að bera dótið í bátana... Faré og LP tóku reyndar upp grænmetisgarðinn sinn og Faré fór svo með mig og Morten upp í fjall að sýna okkur gamlar víkingagrafir - að hans sögn... svo var haldið heim á leið og allir ótrúlega sáttir eftir helgina :) var komin heim um 4 leytið, gekk frá kjötinu - pakkaði því inn og setti í útigeymsluna - fékk mér öl og steinsofnaði á sófanum... svaf í um 2 tíma og svo auðvitað varð maður að ganga frá dóti og að koma sér í bað!
Isak náði svo í kjötið mitt á mánudeginum og fór með það til slátrarans sem bútaði það og vacumpakkaði því svo ég geti tekið það með heim um jólin :)

þetta var ótrúlega góð og spennandi helgi í alla staði :) frábært að fá að vera með svona reyndu fólki og að ég tala nú ekki um heimamönnum :) gef ykkur svo smakk um jólin :P

3 ummæli:

Thorey Kristin sagði...

æ sko kommentið mitt að þu værir rosaleg átti við hérna ! út af veiðiferðinni !
Komment á hina færsluna væri frekar svona
" mér líst vel á þessa stefnu hjá þér að reyna koma af stað viðhorfsbreytingum ekki veitir af heyrist mér. Endilega vera dugleg að blogga um menninguna og fólkið rosalega gaman að lesa þetta og áhugavert hvernig aðrar þjóðir eru ólíkar okkur "

Nafnlaus sagði...

Vóvóvó

Vissi ekki að þú værir að blogga ennþá hérna Embla, en frábært að komast að því. Gaman að geta lesið um það sem á daga þína drífur þarna á Grænlandi, mig hefur sko alltaf langað til að fara í smá húsmæðra holiday þangað! kannski einhverntíman þegar bankareikningarnir eru feitari

kv

Björt

Embla Kristjánsdóttir sagði...

alltaf velkomin í húsmæðrafrí björt mín :) væri rosa gaman að fá þig...