sunnudagur, apríl 17, 2005

valkvíði...

jú, ég er með mega valkvíða!!! út af ammælinu... það hefur komið á daginn að inga frænka er með garðpartý þann 18.júní... veit barasta ekkert hvað ég á að gera... mér hefur reyndar ekki ennþá verið boðið þangað... og er ekki viss um að inga frænka vilji koma með mér og mínum vinum á heljarinnar fyllerí í mosó ;) öðru máli gegnir um afkvæmi hennar... alltaf gaman að skralla með þeim :) yrði synd ef þau kæmu ekki...

sona standa málin: 1)halda ammæli 16.júní... allir í fríi daginn eftir, þar á meðal ég og pottþétt mikið fjör... 2)vinna á 17.júní og fá f*****g mikinn pening... þarf á því að halda eftir heilann vetur á námslánum dauðans... og halda ammælið þar af leiðandi 18.júní og missa af garðpartýi ársins... 3)vinna á 17.júní og fá f*****g mikinn pening og halda ammælið helgina eftir 18... sem er væntanlega 25.júní...

já, þetta er ekki auðvelt val... hef reyndar ekki fengið valkvíða ansi lengi... þykir þetta bara nokkuð gaman:) en held samt að ég verði að taka ákvörðun á næstu dögum svo ég geti betlað vinnu... ef ég ákveð að gera það... málið er líka að ég þarf örugglega að fá lánað tjald + græjur í HH svo það er ekki slæmt að sleikja soldið upp liðið og lofa vinnu... hehe!!! mar verður að vera duglegur...

var annars að fatta að það er bara nokkuð stutt þangað til sumarið kemur... soldið öðruvísi heldur en fyrir jól... það eru ekki 2 mánuðir... ekki neitt!!! og allt að gerast þangað til... er að fara í aðra kynningu 6.maí og svo lokakynningu 13.júní... kem heim 14.júní... það er bara alls ekki svo langt þangað til...

fór á djammið á föstudag... það er búið að vera magnað veður hérna þannig að mar getur bara ekki neitað sér um ölinn í garðinum... fórum saman restin af bekknum og vorum til ca. 21 um kvöldið... svo rölti ég bara heim og eldaði mat af kunnri snilld, hitti svo hrefnu, öglu og hildi á idealbar... svo var ákveðið að fara heim, stoppað á king of kebab og keypt örlítið fyrir mallann en nei, ég og eigle ákváðum að skella okkur á stengade... enduðum svo kvöldið heima hjá stimma og hauki... ekki lengi samt;) en skemmtilegt kvöld!!!

my computer er að kvarta um low battery... gleymdi hleðslunni uppí skóla á fös...

þætti vænt um að fá ráð í þessum gríðarlega valkvíða...

kveð að sinni...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara svo það sé á hreinu þá er þér boðið í garðpartýið hér á skaganum!!!

Bestu kveðjur Hjördís